Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2006, fimmtudaginn 30. mars var haldinn 29. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Laugardalshöll og hófst kl. 11:40. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Svandís Svavarsdóttir, Ingvar Sverrisson, Bolli Thoroddsen og Benedikt Geirsson. Jafnframt sátu fundinn; Kolbeinn Már Guðjónsson, Reynir Ragnarsson, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Staðardagskrá 21 – umhverfisáætlun Reykjavíkur. Á fundinn kom Hjalti Guðmundsson frá Umhverfissviði og kynnti vinnu við stefnumótun í átt að sjálfbæru samfélagi í Reykjavík til 2015.
- kl. 12:50 komu Andrés Jónsson og Guðlaugur Þór Þórðarsson á fundinn.
2. Lögð fram fundargerð seinasta fundar.
3. Lagt fram bréf stjórnar ÍBR dags. 8. mars sl. varðandi aðstöðumál Siglingafélags Reykjavíkur.
4. Lagt fram bréf stjórnar ÍBR dags. 6. mars sl. varðandi aðstöðumál Skotfélags Reykjavíkur.
5. Lögð fram greinargerð um helstu verkefni sem íþróttafulltrúi Fylkis vinnur að.
6. Lögð fram greinargerð um helstu verkefni sem íþóttafulltrúi Þróttar/Ármanns vinnur að.
7. Lögð fram starfsáætlun Skautafélags Reykjavíkur fyrir 2005-2006.
8. Lagt fram bréf Ragnheiðar Gunnarsdóttur og Ólafs Hilmars Sverrissonar varðandi lengda viðveru eftir 4. bekk í grunnskóla.
9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra tómstundamála dags. 8. mars sl. ásamt umsögn um erindi Félags einstæðra foreldra frá 23. febrúar sl. um frístundaheimili og umsögn vegna erindis Ingimundar Sveins Péturssonar um frístundaheimili.
10. Lagt fram bréf Menntasviðs dags. 13. mars sl. þar sem tilkynnt er að sviðið muni taka þátt í kostnaði v/Norrænu skólaleikana sem fram fara í Finnlandi 29. maí – 2. júní n.k.
11. Lagt fram bréf Framkvæmdasviðs dags. 28. mars vegna skíðaskála í Bláfjöllum.
Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 6. mars sl. vegna samninga við skíðadeildir ÍR og Víkings v/flutnings félaganna í Bláfjöll.
12. Formaður íþrótta- og tómstundaráðs lagði fram eftirfarandi tillögu:
Á borgarstjórnarfundi ungmenna sem haldinn var 28. mars sl. kom fram tillaga um aukið vægi ungmennaráða og frekari aðkomu ráðanna að ákvörðun um málefnum ungs fólks innan borgarkerfisins.
Lagt er til að skipuð yrði 7 manna nefnd til að útfæra tillöguna frekar. Nefndin yrðu skipuð 2 fulltrúum íþrótta- og tómstundaráðs, 2 fulltrúum ungmennaráðanna og þrem embættismönnum ÍTR.
Nefndin skili fyrir miðjan maí til íþrótta- og tómstundaráðs.
Samþykkt.
13. Á fundinn kom Heiður Björnsdóttir frá Parx rannsókarráðgjöf og kynnti könnun sem unnin var fyrir ÍBR um íþróttaiðkun Reykvíkinga.
- kl. 13:20 véku Andrés Jónsson, Guðlaugur Þór Þórðarsson og Bolli Thoroddsen af fundi.
14. Íþrótta- og tómstundaráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Íþrótta- og tómstundaráð sér ástæðu til að átelja harðlega þegar íþróttafélag sem nýtur opinberra fjárframlaga til sinnar starfsemi og er aðili að uppeldi og viðhorfsmótun barna og ungmenna í borginni kaupir til sín skemmtiatriði sem gengur út á hlutgervingu og lítillækkun kvenna. Vísað er til karlakvölds KR á dögunum þar sem keypt var atriði frá Goldfinger sem fólst í því að bjóða upp föt af stúlkum sem stóðu loks uppi brjóstaberar frammi fyrir fullum sal af körlum í íþróttahúsi. ÍTR væntir þess að KR láti af slíkri skemmtun og öll íþróttafélög borgarinnar axli ábyrgð á íþróttaumhverfi þar sem borin er virðing fyrir körlum og konum, stelpum og strákum.
Fundi slitið kl. 13:25
Anna Kristinsdóttir
Svandís Svavarsdóttir Ingvar Sverrisson
Benedikt Geirsson