Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2018, föstudaginn 13. apríl haldinn 280. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn hjá TBR Gnoðarvogi og hófst kl. 12:20. Mætt voru: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Bjarni Þór Sigurðsson varamaður fyrir Tomazs Chrapek, Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon og Hermann Valsson. Jafnframt sátu fundinn: Trausti Harðarson áheyrnarfulltrúi, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Andrés B. Andreasen fjármálastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur, dags. 9. apríl 2018, vegna mannvirkjamála félagsins.
Vísað til sviðsstjóra og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar til skoðunar.
2. Fram fer kynning á starfsemi Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur.
Sigfús Ægir Árnason framkvæmdastjóri og Guðmundur Adolfsson formaður taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- 12:55 tekur Dóra Magnúsdóttir sæti á fundinum.
3. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur beinir því til borgarráðs að gengið verði til samninga við Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur um hönnun, fjármögnun, framkvæmd og rekstur á tennishúsi á lóð félagsins. Auk TBR þjóni húsið starfandi tennisdeildum borgarinnar, þ.e. Fjölni, Víkingi og Þrótti sem og almennum tennisiðkendum. Vísað er til fyrri samþykkta um málið á vettvangi borgarstjórnar, þ.e. íþrótta- og tómstundaráðs frá 26. janúar 2007 og borgarráðs frá 1. febrúar 2007.
Frestað.
4. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Til að meta stöðu tennisiðkunar í Reykjavíkurborg er óskað eftir tölfræði iðkendaskráningu, kyn, aldur og póstnúmer lögheimilis frá öllum tennisdeildum hverfisíþróttafélaga Reykjavíkurborgar og óskað er eftir því að stjórnendur ÍTR móti tölfræðilega yfirsýn yfir stöðu og þátttöku í tennisíþróttinni í Reykjavík fyrir íþrótta- og tómstundaráð.
5. Fram fer skoðunarferð um húsnæði Tennis- og badmintonfélagsins. Sigfús Ægir Árnason framkvæmdastjóri og Guðmundur Adolfsson formaður sýndu mannvirkið.
Íþrótta- og tómstundaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Íþrótta- og tómstundaráð þakkaði fyrir greinargóða kynningu og skoðunarferð um mannvirkið og óskaði félaginu velgengni í framtíðinni.
Jafnframt var Skautahöllin skoðuð undir leiðsögn Frímanns Ara Ferdinandssonar framkvæmdastjóra Íþróttabandalags Reykjavíkur og Egils Eiðsson rekstrarstjóra.
Fundi slitið kl. 13:55
Þórgnýr Thoroddsen
Eva Einarsdóttir Bjarni Þór Sigurðsson
Hermann Valsson Dóra Magnúsdóttir
Kjartan Magnússon Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 13.4.2018 - prentvæn útgáfa