Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2018, föstudaginn 23. febrúar var haldinn 277. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi Hofi og hófst kl. 12:20. Viðstödd: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Tomazs Chrapek, Dóra Magnúsdóttir, Örn Þórðarson varamaður fyrir Mörtu Guðjónsdóttur, Kjartan Magnússon og Hermann Valsson. Jafnframt sátu fundinn: Trausti Harðarson áheyrnarfulltrúi, Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR, Freyja Dögg Skjaldberg, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Andrés B. Andreasen fjármálastjóri ÍTR, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 6. feb. sl., þar sem fram kemur að Ragnar Auðunn Árnason taki sæti sem varamaður í ráðinu í stað Benónýs Harðarsonar.
2. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 17. jan. sl., með ósk um umsögn um styrkbeiðni Skáksambands Íslands.
Gunnar Björnsson forseti Skáksambandsins tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Lagt fram bréf sviðsstjóra, dags. 19. feb. sl., með drögum að nýjum samningi við Skáksambandið vegna Reykjavíkurskákmóts.
4. Lögð fram að nýju tillaga Sjálfstæðisflokksins frá síðasta fundi:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkir að bjóða Íbúasamtökum Háaleitis til formlegs samstarfs um framtíð íþróttasvæðisins í Safamýri. Samstarfið felur m.a. í sér að íbúasamtökunum verði gert kleift að koma að öllum viðræðum og samningum um ráðstöfun íþróttaaðstöðunnar í Safamýri sem helstu hagsmunaaðilar málsins, t.d. viðræðum milli Reykjavíkurborgar og þeirra íþróttafélaga sem til greina kemur að taki við svæðinu og rekstri þess. Íbúar í Háaleitishverfi hafa lýst yfir áhyggjum af framtíð íþrótta- og æskulýðsstarfs á íþróttasvæðinu í Safamýri og gera þá kröfu til borgaryfirvalda að þar verði áfram rekið öflugt íþróttastarf í þágu hverfisins.
Tillögunni er vísað til borgarráðs og skrifstofu borgarstjóra.
Lögð fram eftirfarandi bókun meirihluta:
Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir tillögu Sjálfstæðisflokks um markvisst samstarf borgarinnar með íbúasamtökum Háaleitis um framtíð íþróttamála í Safamýri.
5. Rætt um opinn fund ráðsins sem haldinn verður 9. mars nk. í Fjölskyldugarðinum.
6. Bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. feb. sl., vegna málefna Knattspyrnufélagsins Þróttar.
7. Lagt fram yfirlit yfir afgreiðslutíma sundstaða á frídögum í vor og sumar.
8. Lagt fram bréf ÍR, KR, Íþróttafélagsins Aspar, Keilufélags Reykjavíkur og keiludeilda ÍR og KR, dags. 6. feb. sl., vegna aðstöðumála keiluíþróttarinnar.
9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórna,r dags. 19. feb. sl., þar sem óskað er eftir umsögn um erindi Sirkus Íslands.
10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. feb. sl., þar sem óskað er eftir umsögn vegna erindis um Yoga with kids in Reykjavík.
Fundi slitið kl. 13:55
Þórgnýr Thoroddsen
Eva Einarsdóttir Tomasz Chrapek
Dóra Einarsdóttir Örn Þórðarson
Kjartan Magnússon Hermann Valsson
PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 23.2.2018 - prentvæn útgáfa