Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 276

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

 

Ár 2018, föstudaginn 9. febrúar var haldinn 276. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.  Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi Tindstöðum og hófst kl. 12.25. Mættir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Tomazs Chrapek, Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir. Jafnframt sátu fundinn:  Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Andrés B. Andreasen fjármálastjóri ÍTR, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á Nauthólsvík og Ylströndinni.

Óttarr Hrafnkelsson verkefnastjóri og Guðrún Arna Gylfadóttir forstöðumaður taka sæti á fundinum undir þessum líð. 

-    Kl. 12.30 taka Dóra Magnúsdóttir og Ingvar Sverrisson sæti á fundinum.

-    Kl. 12.33 tekur Trausti Harðarson sæti á fundinum.

-    Kl. 12.35 tekur Hermann Valsson sæti á fundinum.

2.    Fram fer kynning á viðhaldsmálum í Fjölskyldugarðinum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir kynningu á fyrirhuguðu viðhaldi og endurbótum á Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, enda eru flestar þeirra löngu tímabærar. Jafnframt er minnt á tillögu Sjálfstæðisflokksins um að kanna kosti þess að koma upp grastorfu (fuglahóli) í garðinum fyrir lunda, langvíur og e.t.v. fleiri íslenska fugla. 

3.    Lagt fram yfirlit yfir afgreiðslutíma sundstaða á frídögum í vor og sumar.

Frestað. 

4.    Lagt fram bréf Fylkis, dags. 26. jan. 2018, vegna öryggismála.

5.    Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR, dags. 22. janúar 2018, vegna styrkjamála.

Samþykkt. 

6.    Lagt fram bréf Reiðskólans Faxabóls, dags. 21. janúar 2018, með ósk um styrk.

Vísað til sviðsstjóra.

7.    Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. jan. 2018, með ósk um umsögn um styrkbeiðni Skáksambands Íslands.

Frestað.

8.    Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkir að bjóða Íbúasamtökum Háaleitis til formlegs samstarfs um framtíð íþróttasvæðisins í Safamýri. Samstarfið felur m.a. í sér að íbúasamtökunum verði gert kleift að koma að öllum viðræðum og samningum um ráðstöfun íþróttaaðstöðunnar í Safamýri sem helstu hagsmunaaðilar málsins, t.d. viðræðum milli Reykjavíkurborgar og þeirra íþróttafélaga sem til greina kemur að taki við svæðinu og rekstri þess. Íbúar í Háaleitishverfi hafa lýst yfir áhyggjum af framtíð íþrótta- og æskulýðsstarfs á íþróttasvæðinu í Safamýri og gera þá kröfu til borgaryfirvalda að þar verði áfram rekið öflugt íþróttastarf í þágu hverfisins.

Jafnframt lögð fram ályktun Íbúasamtaka Háaleitis varðandi framtíð íþrótta- og æskulýðsstarfs á svæði við Safamýri.

Frestað.

9.    Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Í ljósi þess að reglulega er mikið af málum inn á borði ÍTR frá stóru hverfisíþróttafélögunum og svo þeirra stærstu deildum s.s. knattspyrnudeildum þá óskast afrit af heildarársskýrslu og ársreikninga 2017 allra stóru hverfisíþróttafélaganna: KR, Víkingur, Fram, Fjölnir, Þróttur, Valur, Fylkir, Ármann, Leiknir og ÍR. Einnig óskast ársskýrslur og ársreikningar knattspyrnudeilda þessa sömu stóru hverfisfélaga þar sem í ársreikningi er aðskilin starfsemi meistaraflokks kk., meistaraflokks kvk. og svo barna og unglingastarfs.

Fundi slitið kl. 14.10

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir    Tomazs Chrapek

Dóra Magnúsdóttir    Marta Guðjónsdóttir

Kjartan Magnússon    Hermann Valsson

 

PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 9.2.2018 - Prentvæn útgáfa