Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 23

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2006, fimmtudaginn 12. janúar var haldinn 23. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 11:35. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Andrés Jónsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Svandís Svavarsdóttir, Bolli Thoroddssen og Guðlaugur Þór Þórðarson. Jafnframt sátu fundinn: Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð seinasta fundar.

2. Lagt fram bréf BUSLA, fagfélags Íslenskra ungbarnasundkennara dags. 6. des. sl. vegna norrænnar ráðstefnu 2006 í Reykjavík.
Vísað til skrifstofustjóra íþróttamála hjá ÍTR.

3. Lagt fram bréf skólastjóra Korpuskóla dags. 23. nóv. sl. vegna félagsstarfs í skólanum.
Vísað til forstöðumanns Gufunesbæjar.

4. Lögð fram greinargerð og tillaga Nýsis dags. 12. des. sl. vegna breytinga á völlum við Víkurveg og Egilshöll.
Vísað til umsagnar ÍBR, sviðsstjóra ÍTR, Ungmennafélagsins Fjölnis og Hverfisráðs Grafarvogs.

kl. 12:00 kom Margrét Sverrisdóttir á fundinn.

5. Lagt fram bréf menntamálaráðuneytisins dags. 29. des. 2005 þar sem samningi um rekstur landsskrifstofu ungmennaáætlunar ESB er sagt upp og óskað er eftir áframhaldandi samstarfi.
Jafnframt lagt fram afrit af bréfi sviðsstjóra til menntamálaráðuneytisins vegna málsins.

6. Lagt fram bréf skipulagsráðs dags. 21. des. 2005 þar sem vísað er til umsagnar íþrótta- og tómstundaráðs breytingu á deiliskipulagi á svæði Knattspyrnufélagsins Víkings.
Íþrótta- og tómstundaráð gerir ekki athugasemdir við skipulagið. Samþykkt að haldinn verði fundur með Víkingum, íbúum og fulltrúum skipulagsráðs og Skipulags- og byggingasviðs.

7. Lagt fram bréf Íþróttabandalags Reykjavíkur dags. 16. des. sl. með umsögn um beiðni ÍFR um samstarfssamning við félagið.

8. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra ÍTR dags. 15. des. sl. vegna Klifurfélagsins.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR og framkvæmdastjóra ÍBR.

9. Lagt fram bréf foreldraráðs Hamraskóla og skólastjóra Hamraskóla dags. 13. des. sl. varðandi sparkvöll við Hamraskóla.

10. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 3. janúar sl. þar sem vísað er til íþrótta- og tómstundaráðs erindi varaformanns Ungmennafélagsins Fjölnis varðandi uppbyggingu íþróttaaðstöðu í Grafarvogi.

11. Lagt fram bréf Sigurðar M. Helgasonar dags. 3. janúar sl. vegna þjálfun fatlaðra á hestum.

12. Rætt um ræðukeppni grunnskólanema.
Frestað til næsta fundar.

13. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
Skipaður verði starfshópur tveggja fulltrúa úr meiri hluta og einum fulltrúa úr minnihluta til að móta reglur um styrkveitingar íþrótta- og tómstundaráðs til íþrótta- og æskulýðsstarfs í borginni. Starfshópurinn skili tillögum fyrir 15. apríl n.k.
Samþykkt samhljóða. Andrés Magnússon og Svandís Svavarsdóttir sitji í hópnum frá meirihluta og Bolli Thoroddsen frá minnihluta.

- Kl. 12:55 vék Guðlaugur Þór Þórðarsson af fundi.

14. Lögð fram tillaga um úthlutun styrkja Íþrótta- og tómstundaráðs 2006.
Samþykkt samhljóða.

Fundi kl. 13:05.

Anna Kristinsdóttir

Svandís Svavarsdóttir Andrés Magnússon
Sigrún Elsa Smáradóttir Bolli Thoroddsen
Benedikt Geirsson