Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 227

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2015, föstudaginn 22. maí var haldinn 227. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Hofi Höfðatorgi hófst hann kl. 12:05. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Bjarni Þór Sigurðsson, Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon og Trausti Harðarson. Einnig: Hermann Valsson VG, Ingvar Sverrison ÍBR, Ómar Einarsson sviðsstjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 8. maí sl. um hættulista.

2. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina frá síðasta fundi um vatnsrennibraut í Grafarvogi.

Íþrótta og tómstundaráð leitar til Umhverfis og skipulagssvið til þess að láta teikna upp breiða vatnsrennibraut ásamt lendingarlaug eins og lagt var til í Betri Reykjavík/Betra Hverfi og kostnaðarreikna framkvæmdina. Með því formi getur ÍTR ákveðið frekari skipulag í framkvæmdaáætlunum á komandi árum og einnig getur Hverfisráð Grafarvogs metið hvort tillagan geti verið með ef aftur kemur upp í Betri Reykjavík/ Betra hverfi.

Samþykkt og vísað til sviðsstjóra.

kl. 12:25 komu Ingvar Sverrisson ÍBR og Eva Baldursdóttir á fundinn.

3. Á fundinn kom Óskar Örn Guðbrandsson verkefnisstjóri Smáþjóðaleikanna og kynnti leikana. Þeir verða haldnir 1. – 6. júní í Reykjavík.

4. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá síðasta fundi um frístundastrætó.

Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til borgarráðs að styrkur til hverfisíþróttafélaga í Reykjavík vegna aksturs frístundastrætós verði hækkaður um tíu milljónir króna frá og með fjárhagsárinu 2016. Styrkurinn hefur ekki verið vísitölubættur frá upphafi verkefnisins 2010 og er því óbreyttur að krónutölu. Það hefur leitt til þess að íþróttafélögin í Reykjavík hafa þurft að taka á sig sífellt meiri kostnað vegna umræddrar þjónustu þar sem laun og ýmis annar kostnaður hafa hækkað verulega á þessu tímabili.

Tillagan samþykkt samhljóða svobreytt:

Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til sviðsstjóra Íþrótta- og tómstundasviðs að hefja vinnu, í samvinnu við SFS, við að færa málefni frístundaakstursins alfarið yfir á svið Íþrótta- og tómstunda, en í ljósi þess að ÍTR sér nær alfarið um samráð og samskipti við ÍBR er það óþarfa flækjustuðull að fjármögnun verkefnisins eigi sér stað í gegnum SFS. Auk þess beinir ÍTR því til borgarráðs að auka stuðning við frístundaaksturinn, enda hefur fjármagnið hvorki verið vísitölubætt né aukið frá 2010 þrátt fyrir aukin umsvif akstursins.

Fulltrúi ÍBR lagði fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúi ÍBR í Íþrótta- og tómstundaráði fagnar samþykkt tillögu um frístundaakstur íþróttafélaga í Reykjavík. Sú samstaða sem stjórnmálamenn í ráðinu sýna í þessu máli er til eftirbreytni. Frístundaakstur íþróttafélaganna er borgarbúum afar mikilvægur og hefur öðru fremur verið þess valdandi að félögin hafa getað uppfyllt stefnu borgaryfirvalda og ÍBR um að færa æfingatíma barna og unglinga framar á daginn og verða hluti af samfelldum skóladegi. Einnig hefur aksturinn sparað foreldrum “skutl” með börn sín á æfingar sem minnkar akstur fjölda bifreiða og hefur því jákvæð umhverfisleg áhrif auk þess að skapa verulegan samfélagslegan ávinning. 

5. Rætt um verkefni á vegum ÍTR tendum  100 ára kosningarétti kvenna og lokanir á mannvirkjum ÍTR vegna þeirra.

6. Rætt um vallarmál á Hlíðarenda.

7. Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. maí sl. vegna fyrirspurnar um bílastæði við Egilshöll.

8. Rætt um húsnæðismál frístundar fatlaðra framhaldsskólanema.

9. Ákveðið að næsti fundur verði sameiginlegur fundur ÍTR og stjórnar ÍBR 12. júní þar sem rætt verður m.a. um stefnumótunarskjalið og nýjan samning.

10. Stefnt á heimsókn í Brettahúsið og Klifurfélagið á næstunni.

11. Fundur ráðsins 26. júní verður í Grafarvogi.

12. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Í ljósi þess að reglulega er mikið af málum inn á borði ÍTR frá stóru hverfisfélögunum og svo þeirra stærstu deildum s.s. knattspyrnudeildum þá óskast afrit af heildarársskýrslu og ársreikninga 2014 allra 9 stóru hverfisfélaganna: KR, Víkingur, Fram, Fjölnir, Þróttur, Valur, Fylkir, Leiknir og ÍR. Einnig óskast ársskýrslur og ársreikningar knattspyrnudeilda þessa sömu stóru hverfisfélaga þar sem í ársreikningi er aðskilin starfsemi meistaraflokks kk, meistaraflokks kvk og svo barna og unglingastarfs.

13. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Í Reykjavík hefur á undanförnum árum verið komið upp víðsvegar um borgina við grunnskólana svo kölluðum Battavöllum þ.e. litlum gervigrasvöllum sem eru stúkaðir af með veglegri timburgirðingum.  Þessir vellir hafa klárlega sannað gildið sitt og verið vinsælir og nýting góð.  Virðist í fljótri yfirferð vera komin tími á viðhald á einhverja af þeim þá er mest snýr að fúaverja timburverkið t.d. Battavöllinn við Rimaskóla. Framsókn og flugvallarvinir óska eftir upplýsingum um stöðu Battavallanna í Reykjavík, þ.e. hvar þarf að sinna viðhaldi í sumar.  Einnig óskar Framsókn og flugvallarvinir eftir upplýsingum um hvaða svið innan Reykjavíkurborgar ber ábyrgð á völlum þessu og kostnað á viðhaldi en svo virðist em ábyrgð á þessum völlum sé eitthvað óljós. 

14. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

ÍTR ákveður að láta búa til skilti sem verða sett upp fyrir ofan öll mörk á öllum battavöllum við grunnskóla í Reykjavík þar sem mynd væri af merki/logo viðkomandi hverfisíþróttafélags.

Frestað.

Fundi slitið kl. 13:40

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir Eva Baldursdóttir

Bjarni Þór Sigurðsson Kjartan Magnússon

Marta Guðjónsdóttir Trausti Harðarson

PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 22.5.2015 - prentvæn útgáfa