Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2015, föstudaginn 8. maí var haldinn 226. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Hofi Höfðatorgi hófst hann kl. 12:05. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Bjarni Þór Sigurðsson, Eva Baldursdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Trausti Harðarson. Einnig: Benóný Harðarsson varamaður fyrir Hermann Valsson VG, Ingvar Sverrison ÍBR, Ómar Einarsson sviðsstjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Á fundinn kom Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri frá Skóla- og frístundasviði og sagði frá reynslunni af flutningi frístundahluta ÍTR til SFS árið 2011.
Kl. 12:15 kom Eva Einarsdóttir á fundinn.
Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
Framsókn og flugvallarvinir þakka fyrir faglegt yfirlit yfir kosti og ókosti þess að frístundahluti Skóla og frístundasviðs sé staðsett þar í skipuriti borgarinnar og kosti og ókosti þess að frístundahlutinn sé staðsett undir Íþrótta og tómstundasviði. Framsókn og flugvallarvinir vill vekja athygli á því að Skóla og frístundasvið er orðið mjög stórt svið og þarft mál að styðja vel við frístundahlutann í daglegum störfum og framtíðar uppbyggingu af krafti.
2. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 4. maí sl. með drögum að samningi við Laugar vegna Breiðholtslaugar.
Vísað til framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra þjónustu og rekstrar til afgreiðslu.
3. Lögð fram að nýju tillaga Framsóknar og flugvallarvina frá síðasta fundi, 11. liður um bílastæðamál við Egilshöll:
ÍTR leiti til Regins, eiganda Egilshallar, og umhverfis og skipulagssviðs að skoða betri útfærslu á bílastæðalausnum við Egilshöllina. T.d. með því að gera öll 20 bílastæðin næst við aðalinngang hallarinnar að skammtímastæðum, þ.e. max 15 mínútur þannig að þau séu eingöngu nýtt til að leggja bíl meðan hlaupið er inn með barn á æfingu eða til að sækja barn á æfingu. Einnig væri vert að skoða hvort hægt sé að fjölga bílastæðum við bakinngang, þ.e. við útigrasvelli og svo með langhliðinni frá þeim útivöllum og upp að aðalbílastæðum.
Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til Regins og USK.
Lögð fram bókun meirihluta Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri Grænna:
Meirihluti Íþrótta – og tómstundaráðs telur að ekki sé til staðar knýjandi þörf fyrir að fjölga bílastæðum við Egilshöll enda engin gögn sem liggja því til grundvallar. Hins vegar er hugmyndin um skammtímastæði skynsamleg og veitum við því máli brautargengi.
Kl. 13:05 vék Ingvar Sverrisson af fundi.
4. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 27. apríl sl. vegna fyrirspurnar Framsóknar og flugvallarvina á seinasta fundi 24. apríl sl. um aðsókn í Árbæjarlaug.
5. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 24. apríl vegna fyrirspurnar Framsóknar og flugvallarvina á fundi ráðsins 24. apríl sl. vegna rennibrautar við Grafarvogslaug.
6. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 27. apríl sl. vegna fyrirspurnar Framsóknar og flugvallarvina á fundi ráðsins 24. apríl sl. um flutning á frístundastarfi skóla- og frístundaráðs til ÍTR.
7. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 27. apríl sl. vegna fyrirspurnar Framsóknar og flugvallarvina á fundi ráðsins 24. apríl um samstarfsgrundvöll við Strætó um auglýsingar í vögnum Strætó vegna hvatningarátaks í íþróttum. Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina: Framsókn og flugvallarvinir óska eftir skriflegu svari og röksemdum frá Strætó við fyrirspurn þessari.
8. Lagt fram bréf USK dags. 6. maí sl. vegna fyrirspurnar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi ráðsins 24. apríl sl. um ástand félagshúss Leiknis.
9. Lögð fram styrkumsókn Félags heyrnarlausra dags. 29. apríl sl. vegna norræns barnamóts í júlí n.k.
Samþykkt og vísað til sviðsstjóra til afgreiðslu allt að 150.000 kr.
10. Lögð fram styrkumsókn ÍR og Leiknis dags. 29. apríl sl. vegna samstarfs félaganna í kvennaknattspyrnu.
Samþykkt samhljóða að styrkja verkefnið um 350.000 kr.
Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Árið 2012 samþykkti íþrótta- og tómstundaráð að tillögu Sjálfstæðisflokksins að styrkja sérstaklega samstarf ÍR og Leiknis í kvennaknattspyrnu í barna- og unglingaflokkum. Ánægjulegt er að sjá að samstarfið hefur reynst vel og að vilji sé fyrir því hjá báðum félögum að halda því áfram. Það er fagnaðarefni að félögin hyggjast nú kynna knattspyrnu enn frekar fyrir stúlkum í Breiðholti og hvetja þær þannig til þátttöku í uppbyggilegu íþrótta- og æskulýðsstarfi.
11. Lögð fram styrkumsókn ÍR dags. 29. apríl sl. vegna knattspyrnuskóla ÍR sumarið 2015.
Erindinu hlýtur ekki stuðning með 4 atkvæðum meirihluta.
12. Lögð fram hugmynd frá samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 30. apríl sl. – Bæta og breyta húsdýragarðinum til hins betra. Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fyrir ábendinguna.
13. Lögð fram hugmynd frá samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 30. apríl sl. vegna sundlaugar í Fossvogsdal.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar ábendinguna. Bent er á að fyrir liggur skýrsla frá Reykjavíkurborg og Kópavogi um sundlaug í Fossvogi.
14. Lagt fram yfirlit úr könnun um ferðamáta og ferðatíma barna í íþrótta- og tómstundastarfi.
15. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina.
Íþrótta og tómstundaráð leitar til umhverfis og skipulagssvið til þess að láta teikna upp breiða vatnsrennibraut ásamt lendingarlaug eins og lagt var til í Betri Reykjavík/Betra Hverfi og kostnaðarreikna framkvæmdina. Með því formi getur ÍTR ákveðið frekari skipulag í framkvæmdaáætlunum á komandi árum og einnig getur Hverfisráð Grafarvogs metið hvort tillagan geti verið með ef aftur kemur upp í Betri Reykjavík/ Betra Hverfi.
16. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til borgarráðs að styrkur til hverfisíþróttafélaga í Reykjavík vegna aksturs frístundastrætós verði hækkaður um tíu milljónir króna frá og með fjárhagsárinu 2016. Styrkurinn hefur ekki verið vísitölubættur frá upphafi verkefnisins 2010 og er því óbreyttur að krónutölu. Það hefur leitt til þess að íþróttafélögin í Reykjavík hafa þurft að taka á sig sífellt meiri kostnað vegna umræddrar þjónustu þar sem laun og ýmis annar kostnaður hafa hækkað verulega á þessu tímabili.
Frestað.
Fundi slitið kl. 14:00.
Þórgnýr Thoroddsen
PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 8.5.2015 - prentvæn útgáfa