Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 225

Íþrótta- og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð

Ár 2015, föstudaginn 24. apríl var haldinn 225. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn hjá Íþróttafélaginu Leikni Austurbergi og hófst hann kl. 12:07. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Þorgerður Diðriksdóttir varamaður fyrir Evu Baldursdóttur, Bjarni Þór Sigurðsson, Björn Gíslason varamaður fyrir Mörtu Guðjónsdóttur og Trausti Harðarson. Einnig: Hildur Fjalarsdóttir Reykjavíkurráði ungmenna varamaður fyrir Kára Arnórsson, Hermann Valsson VG, Ómar Einarsson sviðsstjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 25. mars sl. þar sem fram kemur að á fundi borgarstjórnar 17. mars sl. hafi verið lögð fram tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að glæða borgargarða nýju lífi. Óskað er eftir umsögn ÍTR.

Íþrótta- og tómstundaráð lagði fram eftirfarandi umsögn:

2. Lagt fram að bréf sviðsstjóra ÍTR dags. í dag vegna fyrirspurnar til félaga o.fl. vegna knattspyrnuhúss.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina lagði fram eftirfarandi bókun:

Knattspyrna er ein vinsælasta íþrótt heims, ein vinsælasta íþrótt landsins og ein vinsælasta íþrótt Reykvíkinga. Í nánast öllum hverfisíþróttafélögum borgarinnar er knattspyrna sú sem hefur flesta iðkenndur og það jafn vel langt um fleiri iðkenndur en aðrar íþróttagreinar félaganna. Það er klárt mál lesið út frá svörum íþróttafélagana, Íþróttabandlagi Reykjavíkur og Knattspyrnusambandi Íslands að Reykjavíkurborg þarf að huga hratt að því að styðja við knattspyrnuna í borginni með nýjum yfirbyggðum knattspyrnuvelli í Reykjavík sem fyrst. Fjölnir: „klárlega þörf fyrir annan yfirbyggðan knattspyrnuvöll í Reykjavík“ „í vesturhluta borgarinnar“. Fylkir: „hvetur til þess að bætt verði úr aðstöðu til knattspyrnuiðkunar með innanhúsaðstöðu“ „bætt við öðru húsi t.d. í Laugardal“. Leiknir: „Það er gríðarleg þörf á knatthúsum í Reykjavík“ „byggja lítil knatthús á svæðum félaganna“. ÍR: „ný inniaðstaða myndi renna sterkari fótum undir knattspyrnuiðkun í borginni“ „Suður Mjódd“. Víkingur: „það er skoðun okkar Víkinga að þörfin fyrir annað hús sé mikil“ „Laugardalurinn“ „svæði Markarinnar“ Valur: „Það er morgunljóst að vöntun er á öðru knatthúsi í Reykjavík“ „svæðið sem þarf að styrkja er vestan megin við Elliðarárnar“ KR: „Við KR-ingar erum talsmenn þess að byggja minni hús, hús sem eru 50 x 75 og 9-10 m há “ „ef það er niðurstaða manna að byggja annað yfirbyggt knattspyrnuhús í Reykjavík ætti það að rísa í Örfirisey“. Fram: „Egilshöll getur með engum hætti fullnægt þörf íþróttafélaganna í Reykjavík“ „Við teljum að minni æfingahús í nágrenni við stóru íþróttafélögin séu eitthvað sem muni nýtast betur en eitt stórt hús“ ÍBR: „Innanhúsaðstaða fyrir knattspyrnu skorar sérstaklega illa fyrir Reykjavík“ „ný höll verði byggð í Laugardal, nánar tiltekið á gervigrasinu í Laugardal“. KSÍ: „telur engan vafa á því að þörf sé á fleiri knatthúsum í Reykjavík“ „tilkoma þessara húsa hefur án nokkurs vafa sannað gildi sitt og eftirspurn félaga í Reykjavík er langt umfram þá tíma sem félögum standa til boða. Knatthúsin hafa fjölgað iðkendum og aukið gæði knattspyrnunnar og því er augljóst að veruleg þörf er á fleiri knatthúsum“

Lögð fram eftirfarandi bókun meirihluta Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri Grænna:

Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna þakka fyrir svör og ábendingar sem hafa borist meðal annars frá ÍBR og nokkrum íþróttafélögum vegna hugmynda um fjölgun knatthúsa í Reykjavík og þörf á slíkum húsum. Það er mikilvægt að huga að uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík og aðgengi borgarbúa að þeim en fulltrúarnir vara við að ofuráhersla verði lögð á eina íþrótt umfram aðrar. Mikilvægt er að horfa á heildarmyndina og forgangsraða fjármagni öllum íþróttum til góða.

4. Rætt um hugmyndir af viðburðum sem gætu verið á hátíðarhöldum vegna 100 ára kosningaréttar kvenna.

5. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 10. apríl sl. vegna fjárhagsuppgjörs ÍTR 2014 o.fl.

- kl. 12:25 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 10. apríl sl. vegna reglna um starfs- og stýrihópa.

7. Lögð fram skýrsla um framkvæmd styrkjareglna 2014.

8. Lagt fram bréf Keilusambands Íslands dags. 14. apríl sl. vegna Evrópumóts unglinga 2016.

Samþykkt að óska eftir umsögn ÍBR.

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra rekstrar og þjónustu dags. 21. apríl sl. vegna fyrirspurnar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins v. ástands grasvalla.

10. Lagðar fram niðurstöður viðhorfskönnunar meðal starfsmanna ÍTR.

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningarmála dags.  20. apríl sl. þar sem sagt er frá að nú standi yfir endurskoðun á aðgerðaráætlun menningarstefnu Reykjavíkurborgar. Óskað er eftir ábendingum frá íþrótta- og tómstundaráði, ef einhverjar eru.

12. Lögð fram að nýju hugmynd frá samráðsvefnum Betri Reykjavík um knatthús í Breiðholti.

Vísað til umsagnar Íþróttafélagsins Leiknis um knatthús.

13. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina:

Ítrekun á fyrirspurn frá fundi ÍTR þann 13.febrúar 2015: Framsókn og flugvallarvinir óska eftir upplýsingum um aðsókn í Árbæjarlaug frá mánuði til mánaðar 12 mánuðum áður en vatnsrennibraut sundlaugarinnar bilaði og til dagsins í dag. 

14. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina:

Lögð var fram hugmynd úr Betri Reykjavík á fundi ÍTR þann 12.desember 2014 – „Nýja opna og breiða vatnsrennibraut í sundlaug Grafarvogs.“ Samþykkt var samhljóða að óska eftir umsögn og kostnaðaráætlun hjá USK, SEA og hverfisráði Grafarvogs. Ekki hefur enn borist umsögn og/eða kostnaðaráætlun frá öðrum en hverfisráði Grafarvogs og óskar Framsókn og flugvallarvinir eftir svörum sem fyrst frá fagsviðunum tveimur.

15. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina:

Á fundi ÍTR þann 27.febrúar 2015 í beinu framhaldi af tillögu um flutning á frístundahluta skóla og frístundasviðs aftur til ÍTR var samþykkt að leita eftir umsögn SFS, frístundaskrifstofu og framkvæmdastjórum frístundamiðstöðvanna ásamt því að fá skrifstofustjóra frístundasviðs SFS á næsta fund og fjalla um reynsluna af flutningi Frístundastarfs frá ÍTR til SFS. Framsóknar og flugvallarvinir óska eftir því að málið verði sett á dagskrá sem fyrst.

16. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina:

Á fundi ÍTR þann 31.október 2014 var samþykkt að leita til Strætó og athuga samstarfsgrundvöll ÍTR og Strætó fyrir hvatningarátaki: “Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að hefja hvatningarátak til að hvetja börn og unglinga til að leggja stund á íþróttir. Samið verður við Strætó um að í þrjá mánuði verði útvaldir strætisvagnar með stórum teiknuðum myndum af börnum og unglingum í hinum ýmsu íþróttum s.s. knattspyrnu, sundi, handbolta, frjálsum, skák, skíðum, körfubolta, skautum og fleira. Með þessu er hugmynd um íþróttir og íþróttaiðkun að birtast daglega börnum og unglingum í Reykjavík. Þessum myndum geta fylgt hvatningarorð eins og „Hvaða íþrótt langar þig að prófa að æfa“. „Hvernig væri að skella sér í sund í dag“, „Það er gaman að fara á skíði“.” Framsókn og flugvallarvinir óska eftir því að vita hver er staðan á þessu verkefni.

17. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

ÍTR leiti til Regins, eiganda Egilshallar, og Umhverfis og skipulagssviðs að skoða betri útfærslu á bílastæðalausnum við Egilshöllina. T.d. með því að gera öll 20 bílastæðin næst við aðalinngang hallarinnar að skammtímastæðum, þ.e. max 15 mínútur þannig að þau séu eingöngu nýtt til að leggja bíl meðan hlaupið er inn með barn á æfingu eða til að sækja barn á æfingu. Einnig væri vert að skoða hvort hægt sé að fjölga bílastæðum við bakinngang, þ.e. við útigrasvelli og svo með langhliðinni frá þeim útivöllum og upp að aðalbílastæðum.

Frestað.

18. Þórður Einarsson framkvæmdastjóri íþróttafélagsins Leiknis og formaður félagsins Feldís Lilja Óskarsdóttir kynntu félagið og svöruðu fyrirspurnum.

Lögð fram eftirfarandi bókun fullrúa Sjálfstæðisflokksins:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka formanni og framkvæmdastjóra Leiknis fyrir góðar móttökur og fróðlega kynningu á íþrótta- og æskulýðsstarfi í Efra Breiðholti. Félagið á hrós skilið fyrir frábært uppbyggingarstarf  í hverfinu og hefur staðið fyrir mörgum athyglisverðum nýjungum í því skyni að auka áhuga barna og unglinga á íþrótta- og æskulýðsstarfi, ekki síst barna af erlendum uppruna. Í kynningunni kom skýrt fram að gildandi reglur Reykjavíkurborgar um samskipti skóla og íþróttafélaga, sem meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar setti á síðasta kjörtímabili, torvelda kynningarstarfsemi félagsins gagnvart börnum og unglingum og eru því til mikillar óþurftar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka enn og aftur þá skoðun sína að mikilvægt sé að breyta umræddum reglum sem fyrst þannig að hverfisíþróttafélögum verði á ný gefinn kostur á að kynna starfsemi sína í grunnskólum Reykjavíkur.

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Óskað er eftir upplýsingum um ásigkomulag félagshúss Leiknis við Austurberg. Hvert er ástand gólfefna, steyptra veggja og þaks? Hefur verið ákveðið hvernig staðið verður að nauðsynlegu viðhaldi og endurbótum?

Fundi slitið kl. 14:00

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir Bjarni Þór Sigurðsson

Þorgerður Diðriksdóttir Trausti Harðarson

Kjartan Magnússon Björn Gíslason

PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 24.4.2015 - prentvæn útgáfa