Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 223

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2015, föstudaginn 27. mars var haldinn 223. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn hjá Íþróttafélaginu Fylki í Fylkishöll og hófst hann kl. 12:05. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Unnsteinn Jóhannsson varamaður fyrir Evu Einarsdóttur, Tomasz Chrapek, Kjartan Magnússon og Trausti Harðarson. Einnig: Hermann Valsson VG, Hildur Fjalarsdóttir Reykjavíkurráði ungmenna, Ómar Einarsson sviðsstjóri, Andrés Bögebjerg Andreasen fjármálastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Rætt um fjárhagsáætlun 2015. Sviðsstjóri fór yfir áætlunina.

2. Rætt um framkvæmdaáætlun. Sviðsstjóri fór yfir drög að áætluninni.

kl. 12:20 komu Bjarni Þór Sigurðsson varamaður fyrir Evu Baldursdóttur og Ingvar Sverrisson ÍBR á fundinn.

kl. 12:27 kom Marta Guðjónsdóttir á fundinn.

3. Lagt fram bréf sviðsstjóra og skrifstofustjóra ÍTR dags. 24. mars sl. vegna úthlutunar styrkja til sértækra hverfabundinna verkefna.

Samþykkt samhljóða.

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra dags. 24. mars vegna samnings við Brettafélag Reykjavíkur.

5. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögð fram eftirfarandi tillögu:

Árið 2013 samþykkti íþrótta- og tómstundaráð tillögu Sjálfstæðisflokksins um að ráðist yrði í lagningu strandblakvallar við Árbæjarlaug til afnota fyrir sundlaugargesti og blakdeild Fylkis. Þrátt fyrir að fjárveiting fengist til verksins á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2014 var völlurinn ekki lagður á því ári. Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að völlurinn verði lagður á þessu ári í samræmi við áður gerða samþykkt og gildandi fjárhagsáætlun.

Frestað.

kl. 13:00 vék Gísli Árni Eggertsson af fundi.

6. Árni Jónsson framkvæmdastjóri Fylkis, Björn Gíslason formaður Fylkis og Hörður Guðjónsson íþróttafulltrúi Fylkis kynntu starfsemi félagsins. Aðstaðan var skoðuð.

Fundi slitið kl. 14:10

Þórgnýr Thoroddsen

Unnsteinn Jóhannsson Tomasz Chrapek

Trausti Harðarson Kjartan Magnússon

Marta Guðjónsdóttir Bjarni Þór Sigurðsson

PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 27.03.15 - prentvæn útgáfa