Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 222

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2015, fimmtudaginn 12. mars var haldinn 222. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Hofi Höfðatorgi og hófst hann kl. 13:10. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Tomasz Chrapek og Trausti Harðarson. Einnig: Ómar Einarsson sviðsstjóri, Andrés Bögebjerg Andreasen fjármálastjóri Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram skýrsla sérstakrar stjórnar ferðaþjónustu fatlaðra dags. 5. mars sl. 

2. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Samfylkingar, Bjartrar Framtíðar, Vinstri grænna og Pírata frá síðasta fundi liður 6 um samráðsvettvang um hjólabrettamál og aðrar jaðaríþróttir:

Fulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja til að komið verði á samráðsvettvangi um hjólabrettamál og aðrar jaðaríþróttir. Foreldrar, frístundamiðstöðvar, Skóla- og frístundasvið og Íþrótta- og tómstundasvið skulu eiga fulltrúa í hópnum. Markmið hópsins verði að gera drög að mögulegri framtíðarstefnu Reykjavíkur í málefnum iðkenda í hjólabrettaíþróttinni og öðrum jaðaríþróttum.

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Samkvæmt Æskulýðsrannsókninni Ungt fólk 2014 / Grunnskólar frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu 2014, þá kemur fram: „Ný rannsókn á áhrifum íþróttaiðkunar leiðir í ljós að íþróttaiðkun með skipulögðum hætti með íþróttafélagi hefur verndandi áhrif gegn áfengisneyslu, á meðan íþróttaiðkun með óskipulögðum hætti eins og til dæmis líkamsrækt eykur líkur á áfengisneyslu. Það að starfið sé formbundið, er lykilatriði.“ Það er því nauðsynlegt að skipulag og umgjörð utan um hjólabrettamál og aðrar jaðaríþróttir sé sett í skipulagt umhverfi og /eða sé formbundið.

Kl. 13:25 komu Marta Guðjónsdóttir og Kjartan Magnússon á fundinn.

3. Lagt fram bréf sviðsstjóra dags. 9. mars sl. vegna tillögur Framsóknar og flugvallarvina frá síðasta fundi vegna Frístundamiðstöðva.

Frestað.

4. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Í tilefni þess að í ár fagnar Reykjavíkurborg 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna á Íslandi þá mun ÍTR láta gera jafnlaunaúttekt innan sviðsins og skal ÍTR vera búið að ná svo staðfest verði jafnlaunavottun á afmælisárinu 2015.

5. Lögð fram rekstrarniðurstaða ársins 2014. Fjármálastjóri kynnti niðurstöðuna og svaraði fyrirspurnum.

6. Starfsdagur var í framhaldi fundarins.

kl. 14:20 kom Eva Baldursdóttir á fundinn.

kl. 14:35 kom Hermann Valsson á fundinn.

Fundi slitið kl. 15.42

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir Tomasz Chrapek

Trausti Harðarson Eva Baldursdóttir

Kjartan Magnússon Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 12.3.2015 - prentvæn útgáfa