Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 221

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2015, föstudaginn 27. febrúar var haldinn 221. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Hinu Húsinu og hófst hann kl. 12:06. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Eva Baldursdóttir, Tomasz Chrapek, Kjartan Magnússon, Björn Gíslason varamaður fyrir Mörtu Guðjónsdóttur og  Trausti Harðarson. Einnig: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi VG, Ómar Einarsson sviðsstjóri, Andrés Bögebjerg Andreasen fjármálastjóri og Steinþór Einarsson skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.  

Þetta gerðist:

1. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 29. desember - Sundlaug í Fossvogsdal.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar ábendinguna. Bent er á að fyrir liggur skýrsla frá Reykjavíkurborg og Kópavogi um sundlaug í Fossvogi.

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Framsóknar og flugvallavina:

Í Háaleiti og Bústaðahverfi búa 14.313 íbúar og er það sjálfsögð réttindi íbúanna, fjölskyldna, unglinga og barna í þessu stóra hverfi sem er stærra en flest öll bæjarfélög landsins að fá sundlaug í hverfið.

2. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 2. febrúar sl. – Íþróttir – hreyfing – fyrirbyggjandi heilsugæsla – forvarnir.

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar ábendinguna og kemur henni á framfæri inn í þá vinnuhópa sem eru þegar starfandi.

Kl. 12:30 kom Kári Arnórsson fulltrúi Reykjavíkuráðs ungmenna á fundinn.

3. 100 ár frá kosningarétti kvenna.

Á fundinn komu Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar ásamt Hildi Lilliendahl Viggósdóttur verkefnisstýru afmælisársins og kynntu verkefnið. Forsætisnefnd mun hafa umsjón með hátíðarhöldunum og er reiknað með um 100 viðburðum vegna þessa.

Kl. 12:55 vék Eva Baldursdóttir af fundi.

4. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina frá síðasta fundi um frístundamiðstöðvar.

Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir því að Frístundamiðstöðvar og öll starfssemi þeirra verði færð aftur undir ÍTR. Í dag er undir Skóla og Frístundasviði allir leikskólar borgarinnar, allir grunnskólar borgarinnar og öll Frístundamiðstöðvar og öll starfssemi þeirra. Grunnskólarnir og leikskólarnir fá klárlega mesta athygli sviðsins og starfssemi Frístundamiðstöðvanna fær minni stuðning til daglegra starfa og stuðnings til framþróunar. Frístundamiðstöðvarnar og starfssemi þeirra mun klárlega fá meiri athygli og stuðning til meginsstarfssemi þ.e. frístundastarfs og tengingu við íþrótta- og tómstunda með því að vera hluti af ÍTR. 

Samþykkt að leita eftir umsögn SFS, frístundaskrifstofu og framkvæmdastjórum frístundamiðstöðvanna ásamt því að fá skrifstofustjóra frístundasviðs SFS á næsta fund og fjalla um reynsluna af flutningi málaflokksins frá ÍTR til SFS.

Kl. 13:20 vék Hermann Valsson af fundi.

5. Hitt Húsið kynning. 

Markús Heimir Guðmundsson forstöðumaður  kynnti starfssemi Hins Hússins. Ragnheiður Árnadótttir rekstrarstjóri fór yfir rekstrartölur starfseininga. Elísabet Pétursdóttir verkefnisstýra atvinnumála kynnti atvinnumál ungs fólks og fór yfir rannsókn á afdrifum og viðhorfum ungmenna sem lokið hafa Vinnustaðanámskeiði Hins Hússins. Sandra Gísladóttir deildarstýra Upplýsingamiðstöðvar kynnti Upplýsingamiðstöðina og verkefni s.s. „Heita pottinn“. Rósa Björk Sigurðardóttir deildarstjóri kynnti starfssemi frístundar fatlaðra.

Kl. 13:35 viku Kjartan Magnússon og Björn Gíslason af fundi.

6. Lögð var fram svohljóðandi tillaga meirihluta:

Fulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, vinstri grænna og Pírata leggja til að komið verði á samráðsvettvangi um hjólabrettamál og aðrar jaðaríþróttir. Foreldrar, frístundamiðstöðvar, Skóla- og frístundasvið og Íþrótta- og tómstundasvið skulu eiga fulltrúa í hópnum. Markmið hópsins verði að gera drög að mögulegri framtíðarstefnu Reykjavíkur í málefnum iðkenda í hjólabrettaíþróttinni og öðrum jaðaríþróttum.

Frestað.

7. Lagt fram minnisblað um styrkumsóknir utan styrkjatíma.  

Styrkumsókn frá Billjardsamband Íslands lögð fram og samþykkt.

Fundi slitið kl. 14:02

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir Tomasz Chrapek

Trausti Harðarson

PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 27.2.2015 - prentvæn útgáfa