Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 219

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2015, föstudaginn 23. janúar var haldinn 219. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu og hófst hann kl. 11:35. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Tomasz Chrapek, Unnsteinn Jóhannsson varamaður fyrir Evu Einarsdóttir, Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir. Einnig: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi VG, Kári Arnórsson fulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna, Ómar Einarsson sviðsstjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.  

Þetta gerðist:

1. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til borgarráðs að samningur milli Reykjavíkurborgar og Knattspyrnufélagsins Fylkis verði endurskoðaður með það að leiðarljósi að áhorfendastúka félagsins njóti sambærilegs stuðnings hlutfallslega og önnur slík mannvirki, sem reist hafa verið eða fyrirhugað er að reisa, á félagssvæðum íþróttafélaganna í Reykjavík.

Frestað.

kl. 11:37 kom Trausti Harðarson á fundinn.

kl. 11:44 kom Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri á fundinn.

kl. 12:05 vék Kjartan Magnússon af fundi.

2. Á fundinn kom Signý Pálsdóttir frá Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar og kynnti menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2014-2020.

3. Á fundinn kom Stefán Bergsson og kynnti Skákakademíu Reykjavíkur. 

Fundi slitið kl. 13:00

Þórgnýr Thoroddsen

Unnsteinn Jóhannsson Trausti Harðarson

Tomasz Chrapek Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundará 23.1.2015 - prentvæn útgáfa