Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 217

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2014, föstudaginn 12. desember var haldinn 217. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Laugardalshöll og hófst hann kl. 11:10. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Trausti Harðarson, Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir. Einnig: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi VG, Kári Arnórsson áheyrnarfulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna, Ómar Einarsson sviðsstjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Skipan í Þjóðhátíðarnefnd. Samþykkt að Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Baldursdóttir og Óttarr Guðlaugsson sitji í nefndinni.

2. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 2. des. sl. með tillögu um styrkveitingar til íþrótta- og æskulýðsfélaga vegna viðhalds mannvirkja félaganna á árinu 2015.

Samþykkt samhljóða.

3. Lagðar fram tillögur styrkjahóps íþrótta- og tómstundaráðs um styrki ráðsins 2015.

Frestað.

kl. 11:35 kom Tomasz Chrapek á fundinn.

4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 28. nóv. sl. vegna samþykktar borgarráðs frá 27. nóv. sl. um þjónustusamning við félagasamtökin Stelpur rokka.

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 28. nóv. sl. vegna samþykktar borgarráðs frá 27. nóv. sl. um frjálsíþróttavöll ÍR.

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 verði veitt 50 milljóna króna framlag til hönnunar og framkvæmda við lagningu frjálsíþróttavallar Íþróttafélags Reykjavíkur í Syðri-Mjódd. Ekkert framlag var veitt til vallarins í frumvarpi borgarstjórnarmeirihlutans að fjárhagsáætlun, sem kynnt var í byrjun nóvember sl. Fyrir lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunar lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að sjötíu milljóna króna fjárveiting yrði veitt til verksins, sem fulltrúar meirihlutans féllust ekki á en að lokum var samþykkt fimmtíu milljóna króna fjárveiting til þess. Er því litið svo á að tillaga Sjálfstæðisflokksins um fjárveitingu til frjálsíþróttavallar ÍR á árinu 2015 sé komin til framkvæmdar að stærstum hluta. 

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 28. nóv. sl. vegna samþykktar borgarráðs frá 27. nóv. sl. um styrki til að hvetja til þátttöku í frístundastarfi.

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 28. nóv. sl. vegna samþykktar borgarráðs frá 27. nóv. sl. á greinargerð starfshóps um frístundakortið.

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Framsókn- og flugvallarvinir  vilja benda á að kosningaloforð Samfylkingar var að frístndakortið yrði hækkað í 50.000 kr.

Lögð fram eftirfarandi bókun meirihluta:

Meirihluti Bjartar Framtíðar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna fagnar hækkun frístundakortsins en upphæðin hækkar úr 30.000 krónum í 35.000 krónur og er það fyrsta skref í hækkun frístundakortsins eins og gert er ráð fyrir í samstarfssáttmála meirihlutans. Frístundakortið er mikilvægur þáttur í að styðja við frístundir barna og ungmenna og því er þetta gleðiefni.

8. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá síðasta fundi, sbr. lið 8 í fundargerð, um lóðina við Keilisgranda.

Íþrótta- og tómstundaráð skorar á borgarráð og umhverfis og -skipulagsráð að sjá til þess að lóðin Keilugrandi 1 verði skilgreind sem íþrótta- og útivistarsvæði og að hún verði öll nýtt í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í Vesturbænum í samvinnu við Knattspyrnufélag Reykjavíkur.

Samþykkt samhljóða með eftirfarandi bókun:

ÍTR hvetur borgarráð til að taka tillit til hagsmuna KR í fyrirliggjandi skipulagi á lóðinni við Keilugranda. Mikilvægt er að ekki verði þrengt svo að félaginu að það geti ekki annað eftirspurn á komandi árum og áratugum.

9. Lögð fram hugmynd úr Betri Reykjavík – „Nýja opna og breiða vatnsrennibraut í sundlaug Grafarvogs.“

Samþykkt samhljóða að óska eftir umsögn og kostnaðaráætlun hjá USK, SEA og hverfisráði Grafarvogs. 

Fundi slitið kl. 12:15

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir Tomasz Chrapek

Kjartan Magnússon Marta Guðjónsdóttir

Trausti Harðarson

PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 12.12.2014 - prentvæn útgáfa