Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 215

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2014, föstudaginn 14. nóvember var haldinn 215. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst hann kl. 12:10. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Eva Baldursdóttir, Tomasz Chrapek, Trausti Harðarson og Marta Guðjónsdóttir. Einnig: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi VG, Kári Arnórsson áheyrnarfulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Marta Guðjónsdóttir og Þórgnýr Thoroddsen kynntu ferð til Århus á vinabæjarráðstefnu í september sl. 

Kl. 12:20 kom Kjartan Magnússon á fundinn.

2. Lagt fram yfirlit yfir afgreiðslutíma á sundstöðum, Ylströnd og Fjölskyldu- og húsdýragarði um jól og áramót.

3. Á fundinn komu Ólafur Axelsson og Karl Karlsson frá V arkitektum og kynntu teikningu af útilaug við Sundhöll Reykjavíkur ásamt Einari H. Jónssyni frá USK.

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

Óskað er eftir upplýsingum um kostnað við fyrirhugaða viðbyggingu og útilaugar við Sundhöll Reykjavíkur.

4. Á fundinn kom Rúnar Gunnarsson frá umhverfis- og skipulagssviði og kynnti þarfagreiningu fyrir Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.

5. Lögð fram greinargerð um frístund fatlaðra dags. 4. nóv. sl. 

Kl. 13.30 vék Þórgnýr Thoroddsen af fundi.

6. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til borgarstjórnar að í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 verði 70 milljóna króna framlag veitt til framkvæmda við frjálsíþróttavöll Íþróttafélags Reykjavíkur við Skógarsel í samræmi við samning félagsins og borgarinnar frá 20. febrúar 2014.

Frestað.

7. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa meirihluta:

Íþrótta- og tómstundaráð felur framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur og hverfafélögin í borginni að taka út leiðakerfi Strætó Bs.  til endurskoðunar í hverfum með hliðsjón af því að tengja íbúabyggð hverfa betur við frístunda- og íþróttaaðstöðu hvers hverfis. Kortlagt verði hvar akstri innan hverfis er ábótavant út frá þeim sjónarmiðum að börn geti komist leiða sinna í íþrótta- og tómstundastarf, þmt tengingu við skóla. Tillögur verði lagðar fram til úrbóta. Þannig skorar Íþrótta- og tómstundaráð á Strætó bs. að leiðakerfið verði þannig uppbyggt að strætisvagnar stoppi við helstu íþróttamannvirki hverfis og geti íbúar, börn og unglingar þannig ferðast innan hverfis á milli skóla og mannvirkja til frístundaiðkunar, eins og best verður við komið til að tryggja samfellu í dag barna og foreldra.

Strætó bs. stoppi þar af leiðandi við helstu íþróttamannvirki hvers hverfis eins og sundlaugar og íþróttahús, einkum keppnishús, eins og við verður komið. Það er mikilvægt að börn og unglingar geti ferðast örugg um hverfi án aðkomu foreldra eða þriðju aðila og þar gegnir Strætó bs. veigamiklu hlutverki. Mikilvægt er að Strætó sé raunhæfur valkostur í almenningssamgöngum barna - og unglinga og verður einkum að horfa til þess að börn og unglingar þurfi ekki að fara yfir umferðaþungar stofnbrautir til að komast til skipulegs æskulýðsstarfs.

Frestað.

8. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að leita til hverfisíþróttafélaganna KR, Fylkis, Fjölnis, Vals, Fram, Þróttar, Ármanns og Víkings saman og ÍR og Leiknis saman, með að setja upp fjölbreytt íþróttakynningarátak fyrir stúlkur á aldrinum 12,13,14 og 15 ára.  Með það markmiði að auka áhuga stúlkna á þessum aldri að stunda íþróttir.  Leitar íþrótta- og tómstundaráð til hverfisíþróttafélaganna að koma með hugmyndir að átaksáætlun sem hægt væri að koma í framkvæmd um miðjan janúar næst komandi.  Íþróttafélögin hafa sjálf val á hvernig þau útfæra átakið hvert fyrir sig en gert er ráð fyrir metnaðarfullu og fjölbreyttu kynningarátaki.  Íþrótta- og tómstundaráð er tilbúið að styrkja hverfisíþróttafélögin hvert og eitt um allt að 1 milljón til að stuðla að áhugaverðu og árangursríku íþróttakynningarátaki fyrir stúlkur á þessum aldri.

Frestað.

9. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:

Framsókn og flugvallarvinir óska eftir upplýsingum um samanburð á íþróttamannvirkjum í Reykjavík (hvert hverfi/póstnúmer fyrir sig í Reykjavík) við stærri bæjarfélög á Íslandi þ.e. Akureyri, Hafnarfjörð, Kópavog, Garðabæ, Keflavík, Grindavík, Akranes og Selfoss.  Samanburður á fjölda íþróttahúsa sem eru með löglega handboltavelli, fjöldi íþróttahúsa sem eru með löglega körfuknattleiksvelli, fjöldi yfirbyggða knattspyrnuvalla, fjöldi og stærð inni- og útisundlauga, samanburður á sundlaugaraðstöðu s.s. fjöldi vatnsrennibrauta við hverja sundlaug, fjöldi gervigrasvalla fyrir keppnisleiki í knattspyrnu, fjöldi yfirbyggðara áhofendastúka ásamt fjölda sæta, og fleira sem færir yfirsýn á hvernig Reykjavíkurborg og hvert hverfi/póstnúmer innan borgarinnar stendur íþróttamannvirkjalega séð í samanburði innan Reykjavík og í samanburði við stærri sveitarfélög landsins og miðað við íbúafjölda/fjölda íbúa í hverfi/póstnúmeri.

Fundi slitið kl. 13:55

Eva Einarsdóttir

Eva Baldursdóttir Tomasz Chrapek Kjartan Magnússon Marta Guðjónsdóttir

Trausti Harðarson

PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 14.11.2014 - prentvæn útgáfa