Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 214

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2014, föstudaginn 31. október var haldinn 214. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst hann kl. 12:05.

Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Tomasz Chrapek, Trausti Harðarson, Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir.  Einnig: Hermanns Valsson áheyrnarfulltrúi VG, Ingvar Sverrisson áheyrnarfulltrúi ÍBR, Kári Arnórsson áheyrnarfulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1. Lögð fram að nýju tillaga íþrótta- og tómstundaráðs um þjóðarleikvanga sbr. liður 1 í síðustu fundargerð.

Í ljósi undangenginnar umræðu um þjóðarleikvanga er lagt til að áframhald verði á viðræðum ÍTR við mennta- og menningarmálaráðherra um þjóðarleikvanga. 

Samþykkt samhljóða.

2. Lögð fram að nýju tillaga Pírata, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar um bílastæðavanda nálægt keppnisvöllum sbr. liður 3 í síðustu fundargerð.

Íþrótta- og tómstundaráð hvetur hverfafélögin í Reykjavík til að kynna betur fyrir áhorfendum og íbúum hvar bílastæði eru nálægt keppnisleikvöngum þegar um stóra íþróttaviðburði er að ræða. Að sama skapi séu áhorfendur og íbúar hvattir til að velja lýðheilsu og vistvæna samgöngumáta. Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur mikla reynslu af viðburðarstjórnun vegna stórra íþróttaviðburða á borð við Reykjavíkurmaraþonið. Lagt er til að ÍBR og félögin vinni í sameiningu að lausnum um framangreint, hvernig sé best að standa að slíkum kynningum og skrifstofu ÍTR, eftir atvikum. 

Samþykkt með 6 atkvæðum.  Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sat hjá.

3. Lögð fram að nýju tillaga Framsóknar og flugvallarvina svobreytt um hvatningarátak til að hvetja unglinga til að stunda íþróttir, sbr. liður 10 í síðustu fundargerð.

Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að hefja hvatningarátak til að hvetja börn og unglinga til að leggja stund á íþróttir- og tómstundastarf hvers konar. Samið verður við Strætó um að í þrjá mánuði verði útvaldir strætisvagnar með myndum af börnum og unglingum í hinum ýmsu íþróttum- og tómstundum, t.d. frjálsum, boltaíþróttum, sundi, skák, hjólabrettum, dansi, skíðum og hvers konar tómstundastarfi. Með þessu er hugmyndum um iðkun skipulags íþrótta- og æskulýðsstarfs að birtast daglega börnum og unglingum í Reykjavík og þannig hvatt til heilbrigðs lífstíls og lýðheilsu. Þessum myndum geta fylgt hvatningarorð eins og: „Hvaða íþrótt langar þig að prófa að æfa“, „Hvernig væri að skella sér í sund í dag“ og „Það er gaman að fara á skíði“.

Samþykkt samhljóða.

4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 14. okt. sl. með ósk um umsögn um styrkbeiðni í verkefnið „Stelpurnar rokka“.

Lögð fram drög að umsögn.

Samþykkt með 6 atkvæðum. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sat hjá.

5. Rætt um afgreiðslutíma á Ylströndinni í vetur.

6. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 28. okt. sl. vegna málefna Leiknis sbr. liður 2 í fundargerð síðasta fundar.

7. Lagt fram afrit af bréfi sviðsstjóra ÍTR til Strætó, sbr. liður 4 í fundargerð síðasta fundar.

8. Rætt um aðstöðumál íshokkýfélaga í Skautahöllinni.

9. Rætt um fjárhagsáætlun ÍTR 2015.

10. Kynning á vinabæjarráðstefnu í Århus.

Frestað.

11. Trausti Harðarson, áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

Framsókn og flugvallarvinir óska eftir upplýsingum um hver fjárframlög Reykjavíkurborgar hafa verið (þ.e. á núvirði) til hverfisíþróttafélaganna í byggingu á yfirbyggðum áhorfendastúkum við/fyrir knattspyrnuvelli og hlutfall framlags Reykjavíkurborgar af heildarkostnaði hjá þeim félögum sem upp hafa komið sér þess konar aðstöðu.

Fundi slitið kl. 14:06.

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir Eva Baldursdóttir

Tomasz Chrapek Kjartan Magnússon

Marta Guðjónsdóttir Trausti Harðarson

PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 31.10.2014 - prentvæn útgáfa