No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2014, föstudaginn 3. október var haldinn 212. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst hann kl. 12:10. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Trausti Harðarson, Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir. Einnig: Ómar Einarsson sviðsstjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Andrés B. Andreason fjármálastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram 7 mánaða uppgjör ÍTR.
Kl. 12:15 komu Eva Baldursdóttir, Hermann Valsson og Unnsteinn Jóhannsson varamaður fyrir Tomasz Chrapek á fundinn.
Kl. 12:20 kom Ingvar Sverrisson á fundinn.
2. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 30. sept. sl. vegna viðaukasamnings um afnot af landi í Stardal fyrir skíðasvæði.
Samningsdrögin samþykkt.
3. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 30. sept. sl. vegna samnings við Skáksamband Íslands um Reykjavíkurskákmótið.
Samningsdrögin samþykkt og vísað til borgarráðs.
4. Lagt fram bréf Menntamálaráðuneytis dags. 9. sept. sl. vegna rannsóknarinnar, Ungt fólk 2012.
Samþykkt að óska eftir kynningu fyrir ráðið.
5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 15. sept. sl. með ósk um umsögn um stefnumótun í málefnum ungs fólk 16 ára og eldri.
Umsögn liggi fyrir á næsta fundi.
6. Lögð fram drög að starfs- og fjárhagsáætlun Íþrótta- og tómstundasviðs fyrir árið 2015. Andrés B. Andreasen fjármálastjóri og Ómar Einarsson sviðsstjóri kynntu áætlunina og svöruðu fyrirspurnum.
Samþykkt að vísa drögunum til borgarráðs.
Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðiflokksins:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að hefja viðræður við Íþróttafélagið Leikni um úrbætur á keppnisvelli félagsins við Austurberg í því skyni að hann fullnægi kröfum Knattspyrnusambands Íslands um áhorfendaaðstöðu, fjölmiðlastúku, varamannaskýli o.s.frv. vegna þátttöku í efstu deild. 432 sæti eru í núverandi áhorfendastúku félagsins, sem byggð var árið 2007, en samkvæmt reglum KSÍ þurfa sæti að vera að lágmarki 500 vegna leikja í efstu deild. Stefnt skal að því að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir áður en Leiknir hefur keppni í efstu deild sumarið 2015.
Frestað.
7. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að efna til viðræðna milli borgaryfirvalda, Íþróttabandalags Reykjavíkur og lögreglunnar vegna bílastæðavanda við keppnisleikvanga og íþróttahús íþróttafélaganna í borginni. Framkvæmdastjóra ÍTR er falið að setja starfshóp á laggirnar með fulltrúum frá þessum aðilum, sem kortleggi vandamálið og komi með tillögur til úrbóta. Skoðað verði sérstaklega að heimila lagningu bifreiða á ákveðnum svæðum nálægt íþróttaleikvöngum við sérstakar aðstæður, þ.e. meðan á fjölsóttum íþróttaleikjum stendur. Í starfi hópsins verði rík áhersla lögð á samráð og samvinnu við öll hverfisíþróttafélög borgarinnar. Stefnt skal að því að hópurinn skili áliti ásamt tillögum til úrbóta fyrir 1. apríl 2015.
Frestað.
8. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur skorar á stjórn Strætó bs. að taka strætisvagnaþjónustu við Skerjafjörð til endurskoðunar í því skyni að tengja íbúabyggð í hverfinu betur við íþróttir og aðra frístundastarfsemi í Vesturbænum. Æskilegt er að börn og ungmenni úr Skerjafirði geti tekið strætisvagn í Melaskóla og Hagaskóla og sótt íþrótta- og æskulýðsstarfsemi hjá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur í Frostaskjóli og félagsmiðstöð borgarinnar þar án þess að þurfa að skipta um vagn eins og nú er raunin.
Frestað.
Kl. 14:00 vék Kjartan Magnússon af fundi.
Fundi slitið kl. 14:05.
Þórgnýr Thoroddsen
Eva Einarsdóttir Eva Baldursdóttir
Unnsteinn Jóhannsson Trausti Harðarson
Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 3.10.2014 - prentvæn útgáfa