Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 210

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2014, fimmtudaginn 4. september var haldinn 210. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Gufunesbæ og hófst hann kl. 13:50. Viðstaddir: Þórgnýr Thoroddsen formaður, Eva Einarsdóttir, Eva Baldursdóttir, Trausti Harðarson, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og Unnsteinn Jóhannsson varamaður. Einnig: Ómar Einarsson sviðsstjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Andrés B. Andreason fjármálastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.  

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Íshokkísambands Íslands dags. 11. ágúst sl. varðandi heimsmeistaramóti í II. deild karla í íshokkí 2015.

2. Lagt fram 6 mánaða uppgjör ÍTR.

kl. 13:55 kom Hermann Valsson á fundinn.

kl. 14:20 kom Tomasz Chrapek á fundinn

3. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu dags. 25. ágúst sl. vegna fjárhagsáætlunar 2015.

4. Sviðsstjóri og fjármálastjóri kynntu fjárhagsramma ÍTR 2015.  Rætt um gjaldskrár og afgreiðslutíma sundstaða.

5. Rætt um ýmis mál s.s: Frístundakort, viðhald íþróttamannvirkja, samstarf/samvinna íþróttafélaga, líkamsræktarstöð í Breiðholti o.fl.

6. Lögð fram skýrsla vinnuhóps SFS og ÍTR vegna samstarfs um starfsemi í Nauthólsvík.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra SFS og ÍTR dags. 21. ágúst sl. v/frístundaaksturs ásamt skýrslu vinnuhóps um frístundaakstur.

8. Lögð fram eftirfarandi tillaga meirihluta Pírata, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar:

Meirihluti íþrótta- og tómstundaráðs felur framkvæmdastjóra að taka saman öll þau gögn, skýrslur og niðurstöður starfshópa, sem unnin hafa verið af hálfu ÍTR seinustu 10 ár.  Gögnin verði birt og gerð aðgengileg á heimasíðu sviðsins eða ráðsins. Miðað er við að framangreint taki gildi frá og með 1. nóv. 2014.

Samþykkt.

9. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Á fyrri hluta ársins 2013 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að Reykjavíkurborg óskaði eftir viðræðum við ríkisvaldið um samstarf um byggingu íþróttahúss í Grafarvogi í því skyni að húsið yrði samnýtt í þágu Borgarholtsskóla og íþróttastarfs Ungmennafélags Fjölnis í Grafarvogi. Var tillögum þessum vísað til frekari skoðunar í borgarkerfinu og samstarfshópi Reykjavíkurborgar og Fjölnis. Óskað er eftir greinargerð um hvernig unnið hefur verið að málinu og hvaða viðræður hafa átt sér stað á grundvelli þessara tillagna. Umræddar tillögur voru fluttar í íþrótta- og tómstundaráði 21. febrúar og 12. apríl 2013.

10. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til borgarráðs að veittur verði styrkur til KFUM og –K til að unnt verði að ljúka byggingu svefnskála í Vatnaskógi. Framkvæmdir hófust 2007 og hefur Reykjavíkurborg þegar veitt styrk til verksins en vegna áfalla í efnahagslífi, hafa aðrar leiðir við fjármögnun þess að töluverðu leyti brugðist. Verkið er þó vel á veg komið en umtalsverð vinna eftir innanhúss. Hinn nýi skáli mun fullnægja öllum kröfum eldvarna- og heilbrigðiseftirlits en eldra húsnæði er ábótavant hvað slíkar kröfur varðar. Á hverju ári dvelja þúsundir barna og ungmenna í Vatnaskógi og taka þátt í uppbyggilegu æskulýðsstarfi

Frestað.

Fundi slitið kl. 16:10.

Þórgnýr Thoroddsen

Eva Einarsdóttir Eva Baldursdóttir

Tomasz Chrapek Kjartan Magnússon

Marta Guðjónsdóttir Trausti Harðarson

PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 4.9.2014 - prentvæn útgáfa