Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 21

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2005, fimmtudaginn 8. desember var haldinn 21. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 11:40. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Svandís Svavarsdóttir, Benedikt Geirsson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Jafnframt sátu fundinn Kolbeinn Már Guðjónsson, Reynir Ragnarsson, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð seinasta fundar.

2. Lögð fram styrkumsókn Klifurfélags Reykjavíkur vegna húsnæðismála félagsins.

3. Lagt fram bréf Þroskahjálpar dags. 23. nóv. sl. varðandi samþykktar ályktanir á landsþingi Þroskahjálpar.

4. Lagður fram afgreiðslutími sundstaða ÍTR um jól og áramót.

- kl. 11:50 kom Ingvar Sverrisson á fundinn.

5. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 28. nóv. sl. varðandi aðstöðumál Fylkis.

6. Lögð fram tillaga að gjaldskrá í sumarstarf, tómstundastarf og frístundaheimili 2006.
Frestað.

7. Lögð fram tillaga að gjaldskrá sundstaða vegna 2006.
Frestað.

8. Lagðar fram styrkumsóknir vegna 2006.
Frestað.
Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi undir þessum lið.

- Kl. 12:10 vék Ómar Einarsson af fundi.

9. Fulltrúar R-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta-og tómstunaráð leggur til við borgarráð að starfsemi frístundaheimila borgarinnar verði ekki flutt til þjónustumiðstöðva borgarinnar haustið 2006, eins og gert var ráð fyrir, heldur verði áfram á hendi íþrótta og tómstundaráðs.

Greinagerð:
Um fimm ára skeið hefur ÍTR unnið að því að efla starf frístundaheimilanna í Reykjavík. Unnið hefur verið að því að tryggja starfseminni viðunandi húsnæði í skólum borgarinnar og hefur með tíð og tíma verið að nást samstarf við Menntasviðið um húsnæði fyrir starfsemina. Enn er mikið verk óunnið með þróun starfsins og frekara samstarf við íþrótta og æskulýðsfélög borgarinna og telur ÍTR að þar þurfi tengsl Íþrótta og æskulýðssviðs að koma að. Einnig þarf að vinna enn frekar að því að tryggja starfsfólk til starfa á frístundaheimilin og þar kemur til samþætting í starfi starfsmanna á æskulýðssviði þ.e. starfsmenn vinna 50#PR á frístundaheimili, hlutastörf í tómstundastarfi og unglingastarfi upp í fullt starf . Einnig er í skoðun á heilsársráðningu starfsmanna á frítímasviði með starfi í frístundaheimili á vetrum en starfi í sumarstarfi ÍTR yfir sumartímann. Þannig næst hagkvæmari rekstur, starfsmenn vinna í 10-11 mánuði á vegum frístundaheimilanna en 1-2 mánuði á vegum sumarstarfsins (gæsluvellir, leikjanámskeið o.fl.). Þessi nýting á starfsmönnum næst síður á þjónstumiðstöðvunum. Æskulýðssvið ÍTR hefur í starfi sínu verið með heildarsýn yfir frítíma barna og ungmenna 6-16 ára. Allt það starf starf miðað út frá gæðastarfi í frítíma.Slíkt kemur m.a. fram í viðhorfskönnunum meðal foreldra barna í frístundaheimilum ÍTR sem sýna að flestir eru ánægðir með þau eða yfir 87#PR.Við teljum að betra fyrir börnin og unglingana að frítímaþjónustan sé á einni hendi.
Samþykkt samhljóða og vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir ánægju með að fulltrúar R-listans hafi séð að sér í þessu máli. Þessi tillaga er enn ein staðfesting á því að hugmyndir um þjónustumiðstöðvar voru illa ígrundaðar og ekki til þess fallnar að auka þjónustu við borgarbúa.
Formaður ÍTR á þakkir skyldar fyrir að koma fram með þessa tillögu.

Fulltrúar R-listans lögðu fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Reykjavíkurlista ítreka að sú ákv. að flytja frístundaheimili ekki til þjónustumiðstöðvanna haustið 2006 eins og ráðgert hafði verið byggja á faglegum rökum. Þjónustumiðstöðvar borgarinnar hafa nú þegar aukið þjónustu við borgarbúa andstætt þeirri skoðun sem fulltrúar D-lista hafa viðrað í sinni bókun.

10. Lagt fram bréf hverfisráðs Vesturbæjar dags. 10. nóv. sl. varðandi brettagarð í Vesturbæinn.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR.

11. Lagt fram bréf Framkvæmdasviðs dags. 18. nóv. sl. þar sem fram kemur að á fundi framkvæmdaráðs 14. nóv. hafi tillögu Kjartans Magnússonar um aðstöðu til útivistar og íþróttaiðkunar í Grafarholti verið vísað til íþrótta- og tómstundaráðs.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR.

12. Lagt fram afrit af bréfi Framkvæmdasviðs dags. 18. nóv. sl. þar sem tilkynnt er að Hrólfur Jónsson sviðsstjóri hafi verið tilnefndur fulltrúi Framkvæmdasviðs í starfshóp varðandi staðsetningu íþróttamannvirkja Knattspyrnufélagins Fram í Úlfarsárdal.

13. Lagt fram bréf sviðsstjóra Menntasviðs dags. 22. nóv. sl. þar sem tilkynnt er að skrifstofustjóri grunnskólaskrifstofu, Anna Kristín Sigurðardóttir, verði fulltrúi Menntasviðs í starfshóp varðandi staðsetningu íþróttamannvirkja Knattspyrnufélagsins Fram í Úlfarsárdal.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs dags. 19. nóv. sl. varðandi forgangsröðun sparkvalla á skólalóðum 2006.

- Kl. 12:25 vék Guðlaugur Þór Þórðarson af fundi.

15. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. í dag vegna frístundaheimila.

16. Lagt fram að nýju bréf Félags einstæðra foreldra dags. 1. nóv. sl. varðandi frístundaheimili.
Á fundinn kom Ingimundur Sveinn Pétursson frá Félagi einstæðra foreldra.
Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra æskulýðssviðs dags. í dag varðandi tillögu Félags einstæðra foreldra.

- Kl. 12:35 kom Bolli Thoroddsen á fundinn.

17. Lagt fram bréf sviðsstjóra dags. 5. des. sl. ásamt samantekt um Fólkvang og Íþróttamiðstöð á Kjalarnesi o.fl.

Fundi slitið kl. 12:50

Anna Kristinsdóttir
Svandís Svavarsdóttir Ingvar Sverrisson
Benedikt Geirsson Bolli Thoroddsen