Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 204

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2014, föstudaginn 11. apríl var haldinn 204. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Víkinni við Grandagarð og hófst hann kl. 11.00. Viðstödd voru: Eva Einarsdóttir formaður, Eva Baldursdóttir, Diljá Ámundadóttir, Bjarni Þór Sigurðsson, Kjartan Magnússon og Björn Gíslason. Einnig: Ómar Einarsson sviðsstjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri og Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fundurinn hófst með heimsókn í aðstöðu Brettafélags Reykjavíkur við Seljaveg og einnig var Tónlistarþróunarmiðstöðin við Hólmaslóð heimsótt. Að því loknu var fundi fram haldið í Víkinni sjóminjasafni.

Kl. 12.00 kom Marta Guðjónsdóttir á fundinn.

Kl. 12.10 kom Líf Magneudóttir á fundinn.

2. Lagt fram bréf borgarstjórnar dags. 28. mars sl. þar sem fram kemur að tillögu Margrétar Sæmundsdóttur frá ungmennaráði Árbæjar og Holta um aukið starf fyrir 16 ára og eldri hafi verið vísað til meðferðar íþrótta- og tómstundaráðs. Ákveðið að boða fulltrúa frá ungmennaráðinu á næsta fund ráðsins.

3. Lagt fram bréf borgarstjórnar dags. 28. mars sl. þar sem fram kemur að tillögu Sindra Más Fannarssonar frá ungmennaráði Árbæjar og Holta um samkomusvæði fyrir ungt fólk í Grafarholti og Úlfarsárdal hafi verið vísað til meðferðar íþrótta- og tómstundaráðs.

Frestað.

4. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 31. mars sl. - Dreifa styrkjum til íþrótta.

Formaður lagði fram svofellda bókun: 

Íþrótta- og tómstundaráð þakkar ábendinguna um stuðning við fleiri íþróttir en fótbolta. Íþrótta- og tómstundaráð vekur athygli á að fjölmargar íþróttagreinar njóta stuðnings í gegnum samninga við ÍBR og íþróttafélögin. Einnig er hægt að nota Frístundakortið í öllum íþróttagreinum.

5. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 8. apríl sl. þar sem vísað er til meðferðar íþrótta- og tómstundaráðs erindi Skáksambands Íslands dags. 27. mars sl. varðandi samstarfssamning. 

Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

6. Lagt fram minnisblað fulltrúa ÍTR í stjórn Vetrarhátíðar dags. 3. apríl sl. vegna þátttöku sundlauganna í Vetrarhátíð.

7. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra ÍTR dags. 4. apríl sl. vegna Brettafélags Reykjavíkur.

8. Lagt fram til kynningar bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 6. febrúar vegna samþykktar borgarráðs á stofnun Fjölskyldumiðstöðvar í Breiðholti.

9. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir utan umsóknartíma.

10. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá síðasta fundi vegna frístundar fatlaðra framhaldsskólanema.

Vísað til sviðsstjóra

11. Lagt fram svar formanns við fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins frá síðasta fundi vegna fimleikaaðstöðu á Seltjarnarnesi. 

Á fundi íþrótta- og tómstundaráðs 28. mars sl. var lögð fram fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins vegna fimleikahúss á Seltjarnarnesi. Bæjarstjóri Seltjarnarness óskaði eftir því að fá að kynna fyrir borgaryfirvöldum hugmyndir bæjarins um byggingu fimleikahúss við íþróttahús og sundlaug Seltjarnarness.  Formaður og framkvæmdastjóri ÍTR hafa hitt bæjarstjóra og fjármálastjóra Seltjarnarness og fengið kynningu á málinu. Fram kom á fundinum að nú eru nærri 500 iðkendur í fimleikadeild Gróttu, um 75% stúlkur, úr Reykjavík eru 350 iðkendur, þar af 200 úr hverfi 107 og 130 úr hverfi 101.Einnig má benda á bréf fimleikadeildar Gróttu dags. 30. september 2011 sem lagt var fram á fundi ráðsins 14. okt. 2011. Gögn varðandi hugmyndir um fimleikahús er á vinnustigi og eru hjá Seltjarnarnesbæ. Málið er til frekari skoðunar milli embættismanna sveitarfélaganna.

Fundi slitið kl. 13.05

Eva Einarsdóttir

Eva Baldursdóttir Diljá Ámundadóttir

Bjarni Þór Sigurðsson Kjartan Magnússon

Björn Gíslason Marta Guðjónsdóttir

Fundargerð var ekki undirrituð en verður lögð fram til staðfestingar á næsta fundi ÍTR.

PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 11.04.2014 - prentvæn útgáfa