No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2014, föstudaginn 10. janúar var haldinn 198. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst hann kl. 11:05.
Viðstaddir: Eva Einarsdóttir formaður, Eva Baldursdóttir, Diljá Ámundadóttir, Bjarni Þór Sigurðsson, Kjartan Magnússon, Björn Gíslason og Marta Guðjónsdóttir.
Einnig: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Ingvar Sverrisson ÍBR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram að nýju tillögur styrkjahóps ÍTR um styrkveitingar ráðsins 2014.
Tillögunar samþykktar samhljóða.
2. Lagðar fram að nýju tillögur um reglur og skilyrði fyrir Frístundakortinu.
Samþykkt með 4 atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.
3. Lagt fram að nýju bréf Lyftingafélags Reykjavíkur dags. 14. okt. sl. ásamt umsögn ÍBR dags. 15. nóv. vegna húsaleigu- og æfingastyrkja.
Frestað til næsta fundar.
4. Lögð fram dagskrá höfuðborgarráðstefnu Norðurlanda um íþróttamál í Stokkhólmi í maí 2014.
Samþykkt að þrír fulltrúar úr ráðinu taki þátt í ráðstefnunni.
5. Lögð fram dagskrá ráðstefunnar "Cities for youth" sem fram fer í Reykjavík í mars 2014.
6. Lagðar fram niðurstöður úr viðhorfskönnun vegna sundstaða og íþróttaaðstöðu.
7. Lagt fram bréf tennisdeildar Víkings dags. 27. desember sl. vegna aðstöðumála.
8. Lagt fram bréf Skvassfélags Reykjavíkur og skvassnefndar ÍSÍ dags. 20. des. sl. vegna aðstöðumála.
Vísað til framkvæmdastjóra.
9. Lagt fram bréf Adrenalíns dags. 10. des. sl. vegna Gufunesbæjar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.
Samþykkt að óska eftir umsögn forstöðumanns Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og skrifstofustjóra rekstrar og þjónustu.
10. Lagt fram bréf ÍBR dags. 30. des. sl. vegna grunnskólamóts höfuðborga Norðurlanda.
Vísað til formanns og framkvæmdastjóra til skoðunar.
11. Lagt fram yfirlit um aðsókn að sundstöðum í Reykjavík 2013.
12. Skipan í þjóðhátíðarnefnd. Samþykkt að Eva Einarsdóttir, Bjarni Þór Sigurðsson og Óttar Guðlaugsson sitji í nefndinni.
Fundi slitið kl. 12:30
Eva Einarsdóttir
Eva Baldursdóttir Diljá Ámundadóttir
Bjarni Þór Sigurðsson Kjartan Magnússon
Marta Guðjónsdóttir Björn Gíslason
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð ÍTR frá 10. janúar 2014 - prentvæn útgáfa