Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2013, föstudaginn 13. desember var haldinn 197. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst hann kl. 11:05. Viðstaddir: Eva Einarsdóttir formaður, Diljá Ámundadóttir, Bjarni Þór Sigurðsson, Kjartan Magnússon, Björn Gíslason og Marta Guðjónsdóttir. Einnig: Þorleifur Gunnlaugsson áheyrnarfulltrúi, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Andrés B Andreasen fjármálastjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 6. des. sl. vegna samnings við Fák vegna Reiðhallarinnar. Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til borgarráðs.
kl. 11:10 kom Eva Baldursdóttir á fundinn.
2 Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 31. október. "Endurskoðun frístundastyrkja". Íþrótta- og tómstundaráð þakkar ábendinguna og vekur athygli á að við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2014 voru frístundastyrkir hækkaðir úr 25.000 í 30.000 kr. 3. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 31. október. "Búa til upphitaðan hlaupastíg, t.d. í Laugardalnum". Íþrótta- og tómstundaráð þakkar ábendinguna og bendir á að Umhverfis- og samgöngusvið sér um stíga borgarinnar og er hugmyndinni vísað til skoðunar hjá þeim.
kl. 11:15 kom Ingvar Sverrisson á fundinn.
4. Lagður fram til kynningar samstarfssamningur sveitarfélaganna um skíðsvæði höfuðborgarsvæðisins. Íþrótta- og tómstundaráð fagnar samningi sveitarfélaganna um rekstur skíðasvæðanna á næstu árum.
5. Lögð fram skýrsla starfshóps ÍTR og ÍBR og tennisdeilda í Reykjavík vegna tennisaðstöðu í borginni. Steinþór Einarsson skrifstofustjóri og Frímann Ari Ferdinardsson framkvæmdastjóri ÍBR kynntu skýrsluna. Íþrótta- og tómstundaráð þakkar starfshópi ÍTR, ÍBR og tennisdeildanna fyrir mikla og góða vinnu við skýrslu um aðstöðumál tennisíþróttarinnar í Reykjavík. Íþrótta- og tómstundaráð telur að á grundvelli skýrslunnar geti borgaryfirvöld mótað framtíðarstefnu í gerð mannvirkja fyrir tennisíþróttina bæði fyrir afreksfólk og til æfinga í einstökum hverfum. Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir því að Umhverfis- og skipulagssvið leggi mat á þær tillögur sem snúa að tennisvöllum í Laugardal og Fossvogi og tennishúsi við hlið mannvirkja TBR. Óskað er eftir að matið taki til bæði skipulagsforsendna og kostnaðar við framkvæmdir og rekstur og að ráðið fái greinargerð frá USK um málið fyrir 1. febrúar n.k. ÍTR verði falið að ræða við eigendur Egilshallar um tennisvelli við Egilshöll.
6. Lagt fram 9 mánaða uppgjör ÍTR. Andrés B Andreasen fjármálastjóri kynnti uppgjörið.
7. Lagt fram yfirlit um breytingar á fjárhagsáætlun ÍTR 2014.
8. Lagt fram yfirlit um gjaldskrár ÍTR 2014.
9. Lagðar fram tillögur styrkjahóps íþrótta- og tómstundaráðs vegna styrkja ráðsins 2014. Frestað.
10. Lögð fram til kynningar tillaga um útivistarsvæðið við Gufunes, sem samþykkt var í borgarstjórn 19. nóv. sl.
11. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 9. des. sl. vegna úthlutunar á styrkjum til viðhalds mannvirkja íþrótta- og æskulýðsfélaga. Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir úthlutun styrkja til viðhalds mannvirkja.
12. Lögð fram greinargerð um frístundakortið.
13. Lagðar fram tillögur um breytingar á reglum Frístundakortsins. Eva Baldursdóttir gerði grein fyrir tillögunum. Frestað.
Fundi slitið kl. 13:40.
Eva Einarsdóttir
Eva Baldursdóttir Diljá Ámundadóttir
Bjarni Þór Sigurðsson Kjartan Magnússon
Marta Guðjónsdóttir Björn Gíslason
PDF útgáfa fundargerðar
ithrotta_og_tomstundarad_1312.pdf