Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 195

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2013, föstudaginn 8. nóvember var haldinn 195. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst hann kl. 12.20. Viðstaddir: Eva Einarsdóttir formaður, Hilmar Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Björn Gíslason. Einnig: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Frímann Ari Ferdinardsson ÍBR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Á fundinn kom Rúnar Gunnarsson frá USK og kynnti framkvæmdir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 2013 og 2014. Tómas Ó. Guðjónsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

kl. 12:25 komu Diljá Ámundadóttir og Kjartan Magnússon á fundinn.

2. Lagt fram yfirlit um framkvæmdir Eignasjóðs vegna íþrótta- og tómstundamála 2014-2018.

3. Lagt fram bréf ÍSÍ dags. 23. október sl. vegna aðstöðu fyrir skotíþróttina á Smáþjóðaleikunum 2015. Vísað til umsagnar SEA.

4. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 3. okt. sl. vegna styrkjaúthlutunar Reykjavíkurborgar.

kl. 13.00 vék Marta Guðjónsdóttir af fundi.

5. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 11. okt. sl. vegna styrkumsóknar Skáksambands Íslands vegna Reykjavíkurskákmóts 2014. Vísað til borgarráðs.

6. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 4. nóv. sl. vegna fyrirspurnar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á síðasta fundi liður11, vegna gervigrasvalla.

7. Lögð fram skýrsla starfshóps Reykjavíkurborgar og Fjölnis vegna aðstöðumála félagsins í Grafarvogi.

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðismanna: Áformað var að starfshópur Reykjavíkurborgar og Ungmennafélagsins Fjölnis um aðstöðuvanda íþróttastarfs barna og ungmenna í Grafarvogi skilaði niðurstöðum sínum 15. ágúst sl. Hópurinn skilaði niðurstöðum sínum til borgarstjóra í byrjun september. Loks nú eru niðurstöðurnar lagðar fyrir íþrótta- og tómstundaráð, rúmum tveimur mánuðum eftir að þær lágu fyrir, eftir ítrekaðan eftirrekstur af hálfu okkar sjálfstæðismanna, t.d. með bókun í ÍTR 6. september og borgarrráði 26. október. Við lýsum yfir furðu okkar á þessum drætti, sem staðfestir enn og aftur að undir stjórn meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar hafa hraði og skilvirkni ekki verið höfð að leiðarljósi í málefnum íþróttastarfs barna og ungmenna í Grafarvogi.

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar: Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar sýnir í verki stuðning sinn við íþróttastarf barna og ungmenna með fyrirhugaðri uppbygginu á íþróttastarfi í Grafarvogi, líkt og í borginni allri. Jafnframt minnum við á metnaðarfull áform um uppbyggingu í Úlfarsárdal, sem jafnframt munu nýtast íbúum í Grafarvogi.

Fundi slitið kl. 13.15.

Eva Einarsdóttir
Hilmar Sigurðsson Kristín Soffía Jónsdóttir
Diljá Ámundadóttir Kjartan Magnússon
Björn Gíslason

PDF útgáfa fundargerðar
ithrotta_og_tomstundarad_0811.pdf