Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 190

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2013, föstudaginn 6. sept. var haldinn 190. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst hann kl. 11:05. Viðstaddir: Eva Einarsdóttir formaður, Eva Baldursdóttir, Ragnar Hansson, Bjarni Þór Sigurðsson, Marta Guðjónsdóttir og Kjartan Magnússon. Einnig: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi VG, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Andrés Bögebjerg Andreasen fjármálastjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fjárhagsáætlun 2014. Rætt um gjaldskrármál.

kl. 11:50 vék Steinþór Einarsson skrifstofustjóri af fundi.

2. Lögð fram að nýju tillaga Besta flokksins og Samfylkingar: Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að skipa starfshóp til að skoða möguleg áhrif á auknu samstarfi og eða sameiningu íþróttafélaga. Starfshópurinn skal skoða fjárhagsleg, félagsleg og íþróttaleg áhrif slíkrar samvinnu/sameiningar. Einnig skal skoða hver áhrif slíkrar samvinnu/sameinginar getur haft á uppbyggingu og rekstur íþróttamannvirkja í hverfum borgarinnar. Í hópnum verði þrír fulltrúar úr íþrótta-og tómstundaráði, einn fulltrúi ÍBR auk framkvæmdastjóra ÍTR og ÍBR. Hópurinn hafi heimild til að kalla til liðs við sig ráðgjafa utan borgarinnar. Hópurinn skal skila tillögum að næstu skrefum eigi síðar en 1. febrúar 2014. Samþykkt með 4 atkvæðum. Minnihlutinn sat hjá.

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Markmið þeirrar vinnu, sem ætlunin er að hrinda af stað með umræddri tillögu Besta flokksins og Samfylkingarinnar, er að sameina íþróttafélög í Reykjavík, sem eru frjáls og sjálfstæð félög. Við teljum ekki rétt að slík vinna sé á forræði starfshóps, sem skipaður er þremur fulltrúum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur en aðeins einum fulltrúa stjórnar Íþróttabandalags Reykjavíkur, málsvara viðkomandi félaga. Við teljum mikilvægt að í slíkri vinnu komi ekki tilmæli að ofan heldur sé tryggt að slíkar viðræður fari fram á milli viðkomandi íþróttafélaga og Reykjavíkurborgar á jafnræðisgrundvelli og þannig tryggt að sjónarmið allra félaga heyrist, sem umræddar sameiningarhugmyndir ná til.

3. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur óskar eftir því að aðstöðu til hjólabrettaiðkunar verði komið fyrir á Klambratúni að nýju. Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að afla upplýsinga um kostnað.

kl. 12:10 vék Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri af fundi.

4. Íþrótta- og tómstundaráð Akureyrar mun koma í heimsókn miðvikudaginn 25. september og kynna sér starfsemi ÍTR.

5. Lagt fram bréf Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar dags. 26. ágúst sl. með ósk um umsögn um forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar 2013-2017.

6. Lagt fram bréf Ungmennafélagsins Fjölnis vegna átaks í kvennaknattspyrnu í Grafarvogi. Samþykkt að styrkja átakið.

7. Lagt fram sex mánaða uppgjör ÍTR.

8. Lagt fram bréf Júdófélags Reykjavíkur dags. 20. ágúst sl. með ósk um styrk vegna viðhalds mannvirkis. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.

9. Framkvæmdastjóri ræddi um viðhald mannvirkja félaga.

10. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um stöðu og framvindu viðræðna milli Ungmennafélagsins Fjölnis og Reykjavíkurborgar en starfshópur um málið átti að skila af sér áliti 15. ágúst sl. Greinargerð fylgdi fyrirspurninni.

Fundi slitið kl. 12:25.

Eva Einarsdóttir
Eva Baldursdóttir Ragnar Hansson
Bjarni Þór Sigurðsson

PDF útgáfa fundargerðar
Ithrotta_og_tomstundarad_0609.pdf