Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 19

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2005, fimmtudaginn 17. nóvember var haldinn 19. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 12:05. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Andrés Jónsson, Svandís Svavarsdóttir, Benedikt Geirsson og Bolli Thoroddsen. Jafnframt sátu fundinn Kolbeinn Már Guðjónsson, Reynir Ragnarsson, Ómar Einarsson sviðsstjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð seinasta fundar.

2. Lagt fram bréf borgarstjórnar dags. 1. nóv. sl. þar sem tilkynnt er að Guðlaugur Þór Þórðarson taki sæti í íþrótta- og tómstundaráði í stað Kjartans Magnússonar.

3. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 17. nóv. sl. um stöðu framkvæmda á gervigrasvöllum í borginni sbr. fyrirspurn frá seinasta fundi.

4. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 14. nóv. sl. um stöðu flutnings á skíðadeildum ÍR og Víkings í Bláfjöll.

5. Á fundinn koma María Ingimundardóttir forstöðumaður tölvudeildar ÍTR og fór yfir þann möguleika að hafa fistölvur á fundum ráðsins og hafa pappírslausa fundi.

6. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. seinasti fundur liður 22 um íþróttaaðstöðu í Austurbæ, Þingholtum og Hlíða- og Holtahverfi.
Formaður lagði fram eftirfarandi bókun:
Unnið er að því á vegum íþrótta- og tómstundaráðs, ÍTR og Framkvæmdasviðs að bæta aðstöðu til útileikja í Austurbæ, Þingholtum og Hlíða- og Holtahverfi. Nú standa yfir framkvæmdir á Hlíðarenda, nýlega eru komnir upp sparkvellir og gervigrasvelilr í þessum hverfum og áfram verður unnið á þessari braut. Þá er verið að skoða staðsetningu sparkvalla í hverfunum.
Tillögu sjálfstæðismanna er vísað frá með 3 atkvæðum gegn 2.

7. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. seinasti fundur liður 23 um íþróttaaðstöðu í Árbæjar-, Ártúns- og Seláshverfi.
Formaður lagði fram eftirfarandi bókun:
Unnið er að því á vegum íþrótta- og tómstundaráðs, ÍTR og Framkvæmdasviðs að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar í Árbæjar-, Ártúns- og Seláshverfi. Í samvinnu við Íþróttafélagið Fylki er nú unnið að gerð greinargerðar um framtíðaruppbyggingu félagsins. Greinargerðin verður lögð fram á næsta fundi íþrótta- og tómstundaráðs og framkvæmdasráðs.
Þá er verið að skoða staðsetningu sparkvalla í hverfunum.
Tillögu sjálfstæðismanna er vísað frá með 3 atkvæðum gegn 2.

8. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sbr. seinasti fundur liður 24 um íþróttaaðstöðu í Grafarvogi.
Formaður lagði fram eftirfarandi bókun:
Unnið er að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar í Grafarvogi.
Í samvinnu við Fjölnir er verið að vinna að þarfagreiningu vegna íþróttaaðstöðu fyrir félagið.
Greinargerðin verður lögð fyrir íþrótta- og tómstundaráð á næstunni.
Þá er verið að skoða staðsetningu sparkvalla og gervigrasvalla í hverfinu.
Tillögu sjálfstæðismanna er vísað frá með 3 atkvæðum gegn 2.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra dags. 28. okt. sl. varðandi húsnæðismál Skylmingafélags Reykjavíkur.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR.

- kl. 12:20 kom Ingvar Sverrisson á fundinn.

10. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍSÍ dags. 4. nóv. sl. varðandi kvennahlaup ÍSÍ 2006.
Jafnframt lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 14. nóv. sl. varðandi hlaupið.
Vísað til áframhaldandi skoðunar sviðsstjóra ÍTR og framkvæmdastjóra ÍBR.

- kl. 12:25 kom Kjartan Magnússon á fundinn.

11. Rætt um mögulegt samstarf um norræna skólaíþróttaleika.

12. Lagt fram bréf verkefnisstjóra viðburða Höfuðborgarstofu dags. 9. nóv. sl. varðandi vetrarhátíð 2006.

13. Lögð fram bréf Félags einstæðra foreldra dags. 1. nóv. sl. varðandi Frístundaheimili í Reykjavík.
Vísað til umsagnar skrifstofustjóra æskulýðssviðs.

14. Lagt fram bréf formanns Knattspyrnufélagsins Fram dags. 18. október sl. vegna málefna félagsins.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR.

15. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 14. nóv. sl. varðandi sparkvelli.

16. Lagt fram afrit af bréfi Knattspyrnufélagsins Víkings dags. 2. nóvember sl. til borgarstjóra vegna undirskriftalista vegna gervigrasvallar á svæði félagsins.

17. Lagt fram yfirlit umsókna um styrki til íþrótta- og tómstundaráðs.

18. Lagðar fram teikningar af fimleikahúsi í Laugardal.

19. Lagt fram yfirlit um framkvæmdaáætlun íþróttamála á árinu 2006.

20. Lögð fram starfsáætlun ÍTR 2006.

21. Lögð fram skýrsla um sumarvinnu skólafólks 2005.

22. Kjartani Magnússyni voru færðar þakkir fyrir gott samstarf í íþrótta- og tómstundaráði.

Fundi slitið kl. 13:20

Anna Kristinsdóttir

Ingvar Sverrisson Svandís Svavarsdóttir
Andrés Jónsson Benedikt Geirsson
Bolli Thoroddsen Kjartan Magnússon