Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 187

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2013, föstudaginn 14. júní var haldinn 187. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst hann kl. 11:10. Viðstaddir: Eva Einarsdóttir formaður, Eva H. Baldursdóttir, Diljá Ámundadóttir, Óttar Guðlaugsson, Jarþrúður Ásmundsdóttir og Kjartan Magnússon. Einnig: Frímann Ari Ferdinardsson, Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi VG, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá 17. júní.

2. Lagt fram bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 21. maí sl. vegna dags íslenskrar náttúru 16. sept. n.k. Vísað til Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og Ylstrandarinnar til skoðunar.

3. Lagt fram bréf Íshokkísambands Íslands dags. 5. maí sl. vegna HM kvenna í íshokkí II. deild 24. - 30. mars 2014. Vísað til ÍBR og ÍTR til skoðunar.

4. Rætt um skipulagsmál í Fjölskyldugarðinum

5. Kynnt hugmyndasamkeppni um viðbyggingu um Sundhöllina.

kl. 11:35 vék Helga Björnsdóttir af fundi og Gísli Árni Eggertsson tók við fundarritun.

6. Kynntar hugmyndir um skipulag lóðar Breiðholtslaugar v/líkamsræktarstöðvar.

Kl. 11:50 vék Hermann Valsson af fundi.

7. Rætt um viðhaldsverkefni við íþróttamannvirki íþróttafélaga.

8. Rætt um endurbætur á Laugardalsvelli vegna smáþjóðaleika.

9. Kynning framkvæmda við tjaldstæðið í Laugardal.

10. Lögð fram ábending af Betri Reykjavík varðandi skíðalyftur í hverfum. Íþrótta- og tómstundaráð þakkar ábendingar varðandi skíðalyftur í hverfum. Í ár er gert ráð fyrir fjárveitingu til að laga aðbúnað við lyftur og samkomulag er á milli ÍTR og frístundamiðstöðvarinnar Gufunesbæjar sem hefur umsjón með rekstri skíðalyftunnar varðandi rekstrarfyrirkomulag og mannahald. Ábendingunni er komið á framfæri við Gufunesbæinn og áhersla lögð á að umbótum ljúki fyrir veturinn.

11. Lögð fram ábending af Betri Reykjavík varðandi strandblaksvelli. Íþrótta- og tómstundaráð þakkar ábendingar varðandi strandblakvöll. Nú eru strandblakvellir við Ylströndina og Gufunesbæ. Senn hefjast framkvæmdir við strandblakvöll við Laugardalslaug. Ábendingunni er einnig komið á framfæri við USK.

12. Rætt um skipulagsmál í Úlfarsárdal.

13. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svofellda fyrirspurn: 11. maí 2012 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tvær fyrirspurnir í íþrótta- og tómstundaráði. Önnur sneri að ásigkomulagi drykkjarfonta á útivistarsvæðum og annars staðar á almannafæri í Reykjavík. Hin fyrirspurnin varðaði breytingar á leiksvæði barna milli Dúfnahóla og Hrafnhóla í Breiðholti. Þremur dögum eftir að umræddar fyrirspurnir voru lagðar fram, var bréf sent frá skrifstofu ÍTR til framkvæmda- og eignasviðs og umhverfis- og samgöngusviðs borgarinnar þar sem óskað var eftir þessum upplýsingum. Engin svör hafa enn borist þrátt fyrir að nú séu liðnir rúmir þrettán mánuðir frá framlagningu umræddra fyrirspurna og þær hafi nokkrum sinnum verið ítrekaðar munnlega og skriflega, m.a. á fundi ÍTR 24. ágúst sl. Óviðunandi er með öllu að kjörnir fulltrúar fái ekki svör við slíkum erindum þrátt fyrir ítrekaðan eftirrekstur. Vinnubrögðin í þessum málum sýna að skilvirkni innan borgarkerfisins er verulega ábótavant. Umræddar fyrirspurnir eru hér með enn og aftur ítrekaðar.

Fundi slitið kl. 13:00

Eva Einarsdóttir
Eva Baldursdóttir Diljá Ámundadóttir
Kjartan Magnússon Óttar Guðlaugsson
Jarþrúður Ásmundsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Ithrotta_og_tomstundarad_1406.pdf