Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2013, föstudaginn 25. janúar var haldinn 177. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Breiðholtslaug og hófst kl. 11.05. Mættir: Eva Einarsdóttir formaður, Diljá Ámundadóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Bjarni Þór Sigurðsson, Björn Gíslason og Marta Guðjónsdóttir. Jafnframt: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Frímann Ari Ferdinardsson ÍBR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 17. janúar sl. vegna kosningar í íþrótta- og tómstundaráð. Þar kemur fram að Diljá Ámundadóttir taki sæti Karls Sigurðssonar og Gunnar Lárus Hjálmarsson taki sæti varamanns fyrir Ragnar Hansson.
2 Lagt fram yfirlit yfir framkvæmdaáætlun 2013-2017.
Ákveðið að halda vinnufund 14. febrúar.
3. Lagt fram minnisblað fjármálastjóra dags. 24. janúar sl. vegna kynjaðrar fjárhagsáætlunar 2013 þar sem lagt er til að haldið verði áfram með frístundakortsverkefnið.
Samþykkt.
4. Rætt um úthlutun styrkja 2013.
Frestað.
5. Steinþór Einarsson kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir við potta í Vesturbæjarlaug, Jafnframt voru kynntar hugmyndir um nýtt eimbað í Breiðholtslaug.
Kl. 11.40 kom Kjartan Magnússon á fundinn.
6. Lagt fram yfirlit um aðsókn í sundlaugar ÍTR 2012.
kl. 11.45 vék Steinþór Einarsson af fundi.
7. Lögð fram að nýju tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins frá seinasta fundi liður 12.
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkir að óska eftir viðræðum við Knattspyrnufélag Reykjavíkur um uppbyggingu frjálsíþróttaaðstöðu í Vesturbænum. Slík aðstaða þjóni m.a. frjálsíþróttadeild félagsins, sem tók til starfa á ný um síðustu áramót eftir langt hlé. Metið verði í samráði við félagið og umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar hvar best sé að koma slíkri aðstöðu fyrir, á félagssvæði KR eða í nágrenni þess, t.d. á túninu við Sundlaug Vesturbæjar. Í framhaldi af slíku staðarvali verði ráðist í hönnun á svæðinu og kostnaður metinn við gerð þess og hugsanlega áfangaskiptingu.
Samþykkt að formaður og framkvæmdastjóri ásamt fulltrúa Sjálfstæðisflokksins hitti forsvarsmenn félagsins og fari yfir hugmyndina.
8. Lögð fram að nýju tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins frá seinasta fundi liður 11
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur óskar eftir því að aðstöðu til hjólabrettaiðkunar verði komið fyrir í Grafarholti að nýju.
Frestað.
9. Lögð fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 21. janúar sl. vegna samstarfssamninga við ÍBR f.h. íþróttafélaga og SSR og KFUM og K.
Samþykkt að vísa erindinu um samstarfssamninga til borgarráðs.
10. Skipan í Þjóðhátíðarnefnd. Samþykkt að Eva Einarsdóttir, Bjarni Þór Sigurðsson og Óttarr Guðlaugsson sitji í nefndinni.
11. Rætt um nýjar reglur varðandi ritun og frágang fundargerða.
12. Lögð fram að nýju skýrsla um Ódýrari frístundir. Gísli Árni Eggertsson sagði frá þeim verkefnum sem styrkt voru á seinasta ári og svaraði fyrirspurnum.
Samþykkt að senda skýrsluna til hverfisráða.
13. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að heimila Reykjavíkurráði ungmenna að skipa áheyrnarfulltrúa í ráðið með málfrelsi og tillögurétt.
Frestað.
14. Lögð fram eftirfarandi tillaga íþrótta- og tómstundaráðs:
ÍTR leggur til að Forsætisnefnd taki til skoðunar ferli styrkveitinga hjá Reykjavíkurborg. ÍTR telur að skerpa þurfi á samstarfi fagráða svo auka megi skilvirkni og yfirsýn.
Samþykkt.
Fundi slitið kl.13.15.
Eva Einarsdóttir
Diljá Ámundadóttir Kristín Soffía Jónsdóttir
Bjarni Þór Sigurðsson Marta Guðjónsdóttir
Kjartan Magnússon Björn Gíslason
PDF útgáfa fundargerðar
Íþrótta- og tómstundaráð 2501.pdf