Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2012, föstudaginn 14. desember var haldinn 175. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Hinu Húsinu og hófst kl. 14.05. Mættir: Eva Einarsdóttir formaður, Eva Baldursdóttir, Björn Gíslason og Marta Guðjónsdóttir.
Jafnframt: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Kelduskóla dags. 3. des. sl. vegna boltagerðis á lóð skólans.
kl. 13:10 kom Bjarni Þór Sigurðsson.
2. Lögð fram skýrsla starfshóps um samstarf Fjölskyldugarðsins, SFS og ÍTR.
3. Lagt fram bréf Siðmenntar dags. 3. des. sl. vegna frístundastarfs.
Framkvæmdastjóra falið að afla upplýsinga fyrir næsta fund.
kl. 13:12 kom Kjartan Magnússon á fundinn.
kl. 13:25 kom Karl Sigurðsson á fundinn.
4. Forstöðumaður Hins Hússins Markús H. Guðmundsson kynnti Jafningjafræðsluna og Hitt Húsið.
5. Lögð fram að nýju tillaga íþrótta- og tómstundaráðs:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkir að veita börnun frían aðgang í laugarnar í Reykjavík frá 20. desember n.k. til og með 31.janúar 2013.
Íþrótta- og tómstundaráð vill með þessari tillögu hvetja börn til sundiðkunar í jólaleyfi skólanna og í mesta skammdeginu. Tilvalið er fyrir fjölskyldur að sækja saman laugarnar yfir hátíðarnar, enda afgreiðslutími lauganna mikill.
Samþykkt.
6. Lögð fram tillaga íþrótta- og tómstundaráðs um nætursund:
Lagt er til að #GLMiðnætursund#GL í Laugardalslaug hefjist þriðjudaginn 18. júní og standi til mánudags 24. júní. Miðnætursundið endar því á Miðnæturhlaupinu, sem haldið verður þann 24. júní.
Opið verður þennan tíma fram til kl. 01:00 alla daga.
Aðgangseyrir eftir kl. 22:00 verði 800 kr.
Samþykkt.
7. Lagt fram bréf SSH dags. 10. des. sl. vegna skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins þar sem fram kemur að tryggð verður opnun í Skálafelli í vetur um helgar og rekstur í Bláfjöllum verði með svipuðu sniði og árið 2012.
8. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 7. des. sl. þar sem fram kemur að sett verði á laggirnar teymi sem annast muni undirbúning og samráð í aðdragana hönnunarsamkeppni um skóla- og íþróttamannvirki í Úlfarsárdal.
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi opinn íbúafund:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að halda opinn íbúafund í Grafarholti og Úlfarsárdal um skóla- frístunda- íþrótta- og æskulýðsmál í hverfunum. Á fundinum verði kynnt breytt áform borgarstjórnarmeirihlutans til byggðar í Úlfarsárdal og uppbyggingar í fyrrnefndum málaflokkum í þágu íbúa þessara hverfa. Auk kynningar fyrir íbúa er markmiðið með fundinum að skapa sameiginlegan vettvang íbúa, kjörinna fulltrúa og hagsmunaaðila til að eiga milliliðalaust samtal um þessi mikilvægu málefni hverfanna. Á fundinum verði fulltrúum íbúasamtaka, Knattspyrnufélagsins Fram, foreldrafélaga og hverfisráðs gefinn kostur á að kynna sjónarmið sín í stuttu máli. Fundurinn verði haldinn sem fyrst og ekki síðar en í næstu viku.
Frestað.
9. Rætt um fjárhagsáætlun 2013.
10. Lagt fram 10 mánaða uppgjör ÍTR.
kl. 15:45 vék Karl Sigurðsson af fundi.
kl. 15:50 vék Helga Björnsdóttir af fundi og Gísli Árni Eggertsson tók við fundarritun.
11. Lagt fram að nýju bréf Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. nóv. sl. varðandi aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Sérstaklega er vísað til íþrótta- og tómstundaráðs skjölum er varða #GLBíla- og hjólastefnu#GL og #GLVistvænni samgöngur#GL.
Frestað.
Fundi slitið kl. 16.20.
Eva Einarsdóttir
Eva Baldursdóttir Bjarni Þór Sigurðsson
Björn Gíslason Kjartan Magnússon
Marta Guðjónsdóttir