Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 174

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2012, föstudaginn 7. desember var haldinn 174. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst kl. 11.05. Mættir: Eva Einarsdóttir formaður, Karl Sigurðsson, Bjarni Þór Sigurðsson, Kjartan Magnússon, Björn Gíslason og Marta Guðjónsdóttir.
Jafnframt: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Frímann Ari Ferdinandsson, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Á fundinn kom Rúna H. Hilmarsdóttir og kynnti meistaraprófsritgerð sína: Íþróttaþátttaka og brottfall, greining á íþróttaþátttöku barna og unglinga fæddra 1990 og 1995 á árunum 1994 - 2009.

Kl. 11:15 kom Eva Baldursdóttir á fundinn.

2. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 4. des. sl. vegna smáþjóðaleika og tilnefningu á fulltrúum í undirbúningshóp.
Samþykkt.

3. Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. nóv. sl. vegna aðstöðu fyrir Rugbyvöll.

4. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR og ÍBR dags. 4. des. sl. vegna rekstrarúttektar hjá íþróttafélögum.
Vísað til kynningar í borgarráði.

5. Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssvið dags. 22. nóv. sl. þar sem vísað er til umræðu og kynningar hjá íþrótta- og tómstundaráði skjölin #GLBíla- og hjólastæðastefna og #GLVistvænni samgöngur#GL
Á næsta fundi ráðsins verður erindið tekið fyrir að nýju.

6. Lagt fram 9 mánaða uppgjör ÍTR.

7. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík - #GLFleiri hjólabrettagarðar#GL dags. 30. nóv. sl.

8. Á fundinn kom Hrólfur Jónsson skrifstofustjóri skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og kynnti skipulagsáform á svæðunum í Úlfarsárdal, Reynisvatnsási og Grafarholti.

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna lýsa yfir furðu og vanþóknun vegna vinnubragða meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins um algera stefnubreytingu í málefnum Grafarholts og Úlfarsárdals. Eðlilegt hefði verið að ræða slíkar hugmyndir með formlegum hætti í fagráðum borgarinnar og eiga náið samráð um málið við íbúasamtök, íþróttafélag og hverfisráð viðkomandi hverfis áður en slíkar tillögur væru mótaðar og kynntar. Það gerði meirihlutinn ekki en kaus þess í stað að tilkynna áform sín um gerbreyttar forsendur í skipulagsmálum hverfisins á forsíðu Fréttablaðsins sl. þriðjudag. Slík vinnubrögð eru óviðunandi en koma ekki á óvart í ljósi þess að sama meirihluta virðist fyrirmunað að eiga eðlilegt samráð um mikilvæg mál við borgarbúa, sbr. nýafstaðnar breytingar í skóla- og frístundamálum.
Ljóst er að fyrirætlanir meirihlutans um að gera einungis ráð fyrir 2.500 – 3.000 manna byggð í Úlfarsárdal munu hafa víðtæk áhrif á möguleika á uppbyggingu og rekstur íþrótta-, æskulýðs- og tómstundaþjónustu í Grafarholti og Úlfarsárdal. Íbúasamtök Grafarholts, Íbúasamtök Úlfarsárdals og Knattspyrnufélagið Fram hafa nú þegar hafnað áformum meirihlutans og krefjast þess að borgaryfirvöld standi við gildandi skipulag, gerða samninga og geri skurk í uppbyggingu hverfisins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna óska eindregið eftir því að meirihlutinn láti af einhliða yfirlýsingum sínum um mikilvæg málefni Grafarholts og Úlfarsárdals en vinni þess í stað með íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í hverfunum með það að markmiði að finna viðunandi lausn varðandi skipulagsmál og uppbyggingu íþrótta- og skólamannvirkja.

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar:
Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar þakkar fulltrúum minnihlutans fyrir kennslustund í góðum vinnubrögðum.
Tillaga að uppbyggingu í Úlfarsárdal og Grafarholti er nú einmitt lögð fram til kynningar og umræðu inn í fagráðum og hefur umtalsverð vinna átt sér stað innan borgarkerfisins áður en hún er lögð fram hér. Mikilvægur áfangi í þeirri vinnu var íbúafundur og tillögur sem frá honum komu þann 27. mars 2012 þaðan sem hugmyndin að samþættingu skóla, frístundar og íþróttamannvirkja er sprottin. Í borgarráði þann 6. desember var samþykkt að skipa teymi til þess að vinna tillöguna áfram í umtalsverðu samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila á svæðinu.
Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna:
Fulltrúar Samfylkingar og Besta flokksins geta ekki breitt yfir þá staðreynd að meirihlutinn hefur staðið illa að þessu máli og lítið sem ekkert samráð haft við íbúa um það. Umræddur fundur 27. mars var með engum hætti samráðsfundur um þær tillögur sem nú liggja fyrir. Á fundinum gafst lítill tími til að fara yfir þessi mál og lítill sem enginn tími gafst til fyrirspurna. Á fundinum voru nánast eingöngu íbúar úr Úlfarsárdal en fáir úr Grafarholti enda kynning á fundinum takmörkuð. Fulltrúar borgarinnar á umræddum fundi lofuðu því að annar fundur yrði haldinn um þessi mál í Grafarholti innan fárra vikna svo íbúum þess hverfis gæfist kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri en við það var ekki staðið og hefur hann enn ekki verið haldinn, níu mánuðum síðar.

Kl. 12:55 vék Frímann Ari Ferdinardsson af fundi.

9. Lögð fram eftirfarandi tillaga Besta flokksins og Samfylkingar:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkir að veita börnun frían aðgang í laugarnar í Reykjavík frá 15. desember n.k. til og með 31.janúar 2013.

Íþrótta- og tómstundaráð vill með þessari tillögu hvetja börn til sundiðkunar í jólaleyfi skólanna og í mesta skammdeginu. Tilvalið er fyrir fjölskyldur að sækja saman laugarnar yfir hátíðarnar, enda afgreiðslutími lauganna mikill.
Frestað.


Fundi slitið kl. 13.20

Eva Einarsdóttir
Eva Baldursdóttir Karl Sigurðsson
Bjarni Þór Sigurðsson Kjartan Magnússon
Marta Guðjónsdóttir Björn Gíslason