Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 169

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2012, föstudaginn 28. sept. var haldinn 169. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst hann kl. 13.05. Viðstaddir: Eva Einarsdóttir formaður, Eva Baldursdóttir, Ragnar Hansson, Stefán Benediktsson, Kjartan Magnússon og Björn Gíslason. Einnig: Drífa Baldursdóttir varaáheyrnarfulltrúi, Bragi Þór Bjarnason fjármálastjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram afrit af bréfum Skíðasvæða höfuðborgarsvæðis til sveitarfélaga vegna fjárhagsáætlunar 2013 og úttektarskýrslu Innri endurskoðunar.

kl. 13.10 kom Frímann Ari Ferdinardsson á fundinn.

2. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá síðasta fundi vegna viðhaldsverkefna íþróttamannvirkja félaga sbr. 11. liður fundargerðar 167. fundar.
Íþrótta- og tómstundaráð leggur til að á fjárhagsáætlun 2013 verði 50 milljónum króna varið í styrki vegna brýnustu viðhaldsverkefna á íþróttamannvirkjum, sem eru í eigu íþróttafélaga í Reykjavík. Samkvæmt skýrslum sérfræðinga er viðhaldi margra slíkra íþróttamannvirkja ábótavant og sum liggja beinlínis undir skemmdum vegna þess. Samkvæmt úttekt Almennu verkfræðistofunnar nam áætlaður kostnaður við brýnustu úrbætur 47.351.300 milljónum í marz sl. og má reikna með að sá kostnaður verði um fimmtíu milljónir króna miðað við áætlað meðalverðlag 2013. Er þá ekki gert ráð fyrir reglubundnu viðhaldi heldur eingöngu úrbótum vegna a) slysahættu, b) skemmda sem eru til staðar og munu aukast og valda enn frekari kostnaði verði ekkert að gert, c) atriða sem valda því að ekki er hægt að nota viðkomandi mannvirki eða hluta þess eins og til er ætlast.
Skoðað verði hvort unnt sé að standa að slíkum viðhaldsframkvæmdum í tengslum við aðgerðir Reykjavíkurborgar í atvinnumálum og/eða í samstarfi við Vinnumálastofnun.
Vísað til borgarráðs og gerðar fjárhagsáætlunar.

3. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá síðasta fundi vegna styrks til KFUM og K vegna byggingar svefnskála í Vatnaskógi sbr. 11. liður 167. fundar.
Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til borgarráðs að veittur verði styrkur til KFUM og –K til að unnt verði að ljúka byggingu svefnskála í Vatnaskógi. Framkvæmdir hófust 2007 og hefur Reykjavíkurborg þegar veitt styrk til verksins en vegna áfalla í efnahagslífi, hafa aðrar leiðir við fjármögnun þess að töluverðu leyti brugðist. Verkið er þó vel á veg komið en umtalsverð vinna eftir innanhúss. Hinn nýi skáli mun fullnægja öllum kröfum eldvarna- og heilbrigðiseftirlits en eldra húsnæði er ábótavant hvað slíkar kröfur varðar. Á hverju ári dvelja þúsundir barna og ungmenna í Vatnaskógi og taka þátt í uppbyggilegu æskulýðsstarfi.
Vísað til borgarráðs og gerðar fjárhagsáætlunar.

4. Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. sept. sl. vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
Samþykkt að fá kynningu á því skipulagi er snýr að ÍTR.

5. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra ÍTR dags. 25. sept. sl. vegna Reykjavíkurmaraþons.
Samþykkt að framlengja samning vegna Reykjavíkurmaraþons um eitt ár.
Samþykkt að fá kynningu á Reykjavíkurmaraþoni.

kl. 13.30 vék Steinþór Einarsson af fundi.

6. Lögð fram drög að starfs- og fjárhagsáætlun ÍTR 2013. Framkvæmdastjóri og fjármálastjóri kynntu áætlunina.

kl. 13.40 vék Stefán Benediktsson af fundi.

Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Bestaflokksins og Samfylkingar:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að vísa drögum að fjárhagsáætlun ÍTR fyrir árið 2013 til borgarráðs.
Ljóst er að tekist hefur að gera áætlun miðað við núverandi forsendur og fjárhagsramma þannig að vel megi við una.
Hins vegar liggur fyrir að nokkur atriði eru utan fjárhagsramma og óskar íþrótta- og tómstundaráð eftir því að þau mál verði tekin upp til umræðu fyrir lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar þeim starfsmönnum sem komið hafa að þessari vinnu fyrir mikil og góð störf.
Samþykkt. Fulltrúar minnihluta sátu hjá.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu koma á framfæri þakkir til starfsmanna sem komu að þessari vinnu.

kl. 15.00 kom Steinþór Einarsson á fundinn.

7. Rætt um Keilugranda.

Lögð fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í íþrótta- og tómstundaráði skora á borgarráð og skipulagsráð að sjá til þess að skipulagi verði breytt á lóðinni Keilugranda 1 í þá veru að hún verði skilgreind sem íþrótta- og útivistarsvæði.
Núverandi leigusamningur vegna lóðarinnar, sem rennur út 1. janúar 2016, verði ekki endurnýjaður heldur verði lóðin nýtt í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í Vesturbænum.

Fundi slitið kl.15.05.

Eva Einarsdóttir

Eva Baldursdóttir Ragnar Hansson
Kjartan Magnússon Björn Gíslason