Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 167

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2012, föstudaginn 14. sept. var haldinn 167. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst hann kl. 11.00. Viðstaddir: Eva Einarsdóttir formaður, Sverrir Bollason, Karl Sigurðsson, Stefán Benediktsson, Björn Gíslason og Marta Guðjónsdóttir.Einnig: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Bragi Þór Bjarnason fjármálastjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. ágúst sl. vegna kosningar í íþrótta- og tómstundaráð þar sem fram kemur að Björn Gíslason taki sæti Geirs Sveinssonar í ráðinu og að Óskar Örn Gíslason verði varamaður.

kl. 11.05 komu Kjartan Magnússon, Gísli Árni Eggertsson og Frímann Ari Ferdinardsson á fundinn.

2. Lagt fram bréf Skátasambands Reykjavíkur dags. 6. september sl. vegna fjármála SSR.

3. Lagt fram afrit af bréfi Skíðaráðs Reykjavíkur til Stjórnar skíðasvæðanna dags. 29. ágúst sl. vegna þjónustustigs á skíðasvæðum og fjárhagsáætlun.

4. Lagt fram bréf Skíðadeildar Fram vegna skíðaskála í Bláfjöllum.

5. Lögð fram drög að dagskrá höfuðborgarráðstefnu í Reykjavík 2013.

6. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 11. sept. sl. vegna erinda sem borist hafa skrifstofu ÍTR.

7. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 31. ágúst sl. - Fjölskyldugarður jólagarður.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar ábendingar um jólaþorpið í Fjölskyldugarðinum.
Ár hvert hefur verið sérstök dagskrá í garðinum í desember, garðurinn skreyttur og sérstakur jólamatseðill í veitingatjaldi.
Í fyrra tók garðurinn þátt í verkefninu #GLJólaborgin okkar#GL sem Höfuðborgarstofa stendur fyrir og verður það einnig í ár. í fyrra var samstarf með Ásmundarsafni, Grasagarði, Skautahöll og Laugardalslaug í þessu jólaverkefni og lukkaðist það ágætlega. Laugardalnum var í kjölfarið úthlutað jólavætti og kom það í hlut Fjölskyldugarðsins að hýsa Jólaköttinn og #GLleika#GL með hann. Gert er ráð fyrir svipuðu þema í ár.

8. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 31. ágúst sl. - Búa til velodrome í kringum tankana á Grafarholti.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar fram komna hugmynd um að koma upp leikaðstöðu við heitavatnstankana í Grafarholti. Málið verður tekið til frekari skoðunar síðar.

9. Lagt fram 6 mánaðar uppgjör ÍTR.

10. Lagt fram erindi frá foreldrum fatlaðra barna dags. 10. sept. sl. vegna óskar um að halda #GLHrefnudaginn#GL árlega í september í garðinum fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra.
Íþrótta- og tómstundaráð tók jákvætt í erindið og vísaði því til forstöðumanns Fjölskyldugarðsins.

11. Rætt um fjárhagsáætlun 2013.

Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Íþrótta- og tómstundaráð leggur til að á fjárhagsáætlun 2013 verði 50 milljónum króna varið í styrki vegna brýnustu viðhaldsverkefna á íþróttamannvirkjum, sem eru í eigu íþróttafélaga í Reykjavík. Samkvæmt skýrslum sérfræðinga er viðhaldi margra slíkra íþróttamannvirkja ábótavant og sum liggja beinlínis undir skemmdum vegna þess. Samkvæmt úttekt Almennu verkfræðistofunnar nam áætlaður kostnaður við brýnustu úrbætur 47.351.300 milljónum í marz sl. og má reikna með að sá kostnaður verði um fimmtíu milljónir króna miðað við áætlað meðalverðlag 2013. Er þá ekki gert ráð fyrir reglubundnu viðhaldi heldur eingöngu úrbótum vegna a) slysahættu, b) skemmda sem eru til staðar og munu aukast og valda enn frekari kostnaði verði ekkert að gert, c) atriða sem valda því að ekki er hægt að nota viðkomandi mannvirki eða hluta þess eins og til er ætlast.
Skoðað verði hvort unnt sé að standa að slíkum viðhaldsframkvæmdum í tengslum við aðgerðir Reykjavíkurborgar í atvinnumálum og/eða í samstarfi við Vinnumálastofnun.
Frestað.

Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til borgarráðs að veittur verði styrkur til KFUM og –K til að unnt verði að ljúka byggingu svefnskála í Vatnaskógi. Framkvæmdir hófust 2007 og hefur Reykjavíkurborg þegar veitt styrk til verksins en vegna áfalla í efnahagslífi, hafa aðrar leiðir við fjármögnun þess að töluverðu leyti brugðist. Verkið er þó vel á veg komið en umtalsverð vinna eftir innanhúss. Hinn nýi skáli mun fullnægja öllum kröfum eldvarna- og heilbrigðiseftirlits en eldra húsnæði er ábótavant hvað slíkar kröfur varðar. Á hverju ári dvelja þúsundir barna og ungmenna í Vatnaskógi og taka þátt í uppbyggilegu æskulýðsstarfi.
Frestað.

12. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur beinir þeim tilmælum til stjórnar Strætó bs. að endurskoða tímatöflu vegna aksturs á Kjalarnesi með það að markmiði að börn og ungmenni geti nýtt vagninn til að sækja íþrótta- og tómstundastarf að loknum skóla. Óskað er eftir því að samráð verði haft við Íbúasamtök Kjalarness, skólaráð og Foreldrafélag Klébergsskóla og Ungmennafélag Kjalarness vegna málsins.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 12.55

Eva Einarsdóttir
Karl Sigurðsson Stefán Benediktsson
Sverrir Bollason Kjartan Magnússon
Marta Guðjónsdóttir Björn Gíslason