No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2012, föstudaginn 24. ágúst var haldinn 166. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst hann kl. 12.10. Viðstaddir: Eva Einarsdóttir formaður, Eva Baldursdóttir, Karl Sigurðsson, Stefán Benediktsson, Marta Guðjónsdóttir og Björn Gíslason. Einnig: Drífa Baldursdóttir varaáheyrnarfulltrúi, Frímann Ari Ferdinardsson ÍBR, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram yfirlit um embættisfærslur á skrifstofu framkvæmdastjóra dags. 22. ágúst sl.
2. Lögð fram hugmynd af Betri Reykjavík dags. 29. júní sl. - Ungmennahús fyrir aldurinn 16-25 ára í hverfi borgarinnar.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar ábendinar um þörf á auknu framboði á tómstundastarfi fyrir 16-25 ára.
Á vegum íþrótta- og tómstundaráðs er nú starfandi sérstakur hópur kjörna fulltrúa og starfsmanna sem er að móta heildstæða stefnu borgarinnar í þessum málum. Þessum ábendingum er hér með komið til hópsins.
Þá hefur verið veittur styrkur til ársloka vegna tilraunaverkefnis með ungmennahús í Sólheimum. Verkefnið er samstarfsverkefni ÍTR, Kringlumýri og Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Einnig hafa verið veittir styrkir til starfsemi fyrir þennan aldurshóp í öðrum hverfum.
3. Lögð fram hugmynd af Betri Reykjavík dags. 20. júní sl. - Að lagfæra og snyrta Sundhöllina á Barónsstíg ásamt nuddpott.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar ábendingu um endurbætur á Sundhöllinni. Borgarráð samþykkti á fundi sínum 26. júlí sl. að setja af stað hönnunarsamkeppni um útfærslu á útilaug við Sundhöllina þar sem m.a. verði pottar og leiksvæði. Jafnframt því sem aðgengismál verði bætt.
4. Lögð fram hugmynd af Betri Reykjavík dags. 31. júlí sl. - Skautasvell á Klambratún.
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar ábendingar um að koma upp litlu skautasvelli á Klambratúni.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að óska eftir umsögn Umhverfs- og samgönguráðs um málið og kostnaðaráætlun frá Framkvæmda- og eignasviði.
5. Lögð fram hugmynd af Betri Reykjavík dags. 31. júlí sl. - Byggja þarf stúku við Fylkisvöllinn
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar ábendingu um bætta aðstöðu fyrir áhorfendur við Fylkisvöll.
Borgarráð hefur samþykkt að styrkja Fylki til framkvæmda við stúku við völl félagsins í Árbæ.
Útboð hefur farið fram á vegum Framkvæmda- og eignasviðs og niðurstöðunar munu væntanlega liggja fyrir í næsta mánuði.
6 Lagt fram 5. mánaða uppgjör ÍTR.
kl. 12.25 kom Kjartan Magnússon á fundinn.
7. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur beinir því til Framkvæmda- og eignasviðs að hafinn verði undirbúningur að því að skipta um gólfefni í íþróttahúsinu við Austurberg og að þar verði lagt viðargólf sumarið 2013. Jafnframt þarf að sinna nauðsynlegu viðhaldi í húsinu; málningu, endurbótum á salerni, lagfæra hurðir við aðalinngang o.fl. Þá verði gerður gluggi á vegg milli íþróttasalar og aðalgangs hússins.
Samþykkt og vísað til fjárhagsáætlunar og 5 ára fjárhagsáætlunar.
8. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur felur framkvæmdastjóra að skoða hvort unnt sé að láta Íþróttafélagi Reykjavíkur í té færanlega kennslustofu, sem staðsett yrði á svæði félagsins við Skógarsel. Stofan yrði notuð til kraft- og líkamsræktaræfinga á vegum félagsins og e.t.v. einnig annarra íþróttafélaga í Breiðholti.
Samþykkt með 4 atkvæðum að vísa tillögunni til fjárhagsáætlunar, 5 ára fjárhagsáætlunar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá þar sem þeir hefðu kosið að reynt yrði að leysa þetta tiltölulega einfalda mál fyrir veturinn í stað þess að vísa því til áætlanagerðar. Staðfest hefur verið að Íþróttafélag Reykjavíkur er í brýnni þörf fyrir líkamsræktaraðstöðu þar sem engin líkamsræktarstöð er nú starfrækt í Breiðholti. Einnig hefur verið staðfest að færanlegar kennslustofur eru á lausu hjá Reykjavíkurborg, sem gætu hentað fyrir umrædda starfsemi. Því er erfitt að skilja af hverju ekki er gengið í að leysa málið í stað þess að vísa því til tafsamrar skoðunar í völundarhúsi borgarkerfisins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins skora á meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins að hraða þeirri skoðun, sem málið hefur nú verið sent í, og finna viðunandi lausn á því sem fyrst.
9. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur felur sviðstjóra, í samvinnu við sviðstjóra skóla- og frístundasviðs, að hefja viðræður við Íþróttafélag Reykjavíkur um möguleika á því að félagið taki að sér rekstur íþróttahúss Breiðholtsskóla.
Samþykkt og vísað til starfshóps um rekstrarfyrirkomulag íþróttahúsa.
kl. 12:45 kom Bragi Þór Bjarnason fjármálastjóri á fundinn.
10. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Íþrótta- og tómstundaráð felur sviðstjóra, í samvinnu við sviðstjóra skóla- og frístundasviðs, að hefja viðræður við Knattspyrnufélag Reykjavíkur um að félagið taki að sér rekstur íþróttahúss Hagaskóla.
Samþykkt og vísað til starfshóps um rekstrarfyrirkomulag íþróttahúsa.
11. Lagt fram minnisblað fjármálaskrifstofu dags. 22. júní sl. vegna fjárhagsáætlunar.
13. Lagt fram afrit af bréfi fjármálaskrifstofu til borgarráðs dags. 15. ágúst sl. með tillögu að úthlutun fjárhagsramma og forsendur fjárhagsáætlunar 2013.
14. Rætt um fjárhagsáætlun ÍTR 2013.
15. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
Við ítrekum fyrirspurn, sem lögð var fram í íþrótta- og tómstundaráði fyrir þremur og hálfum mánuði um ásigkomulag drykkjarfonta á útivistarsvæðum og annars staðar á almannafæri í Reykjavík. Um hve marga fonta er að ræða, hvernig dreifast þeir um borgina og hvernig er rekstri þeirra og viðhaldi háttað? Hve margir þeirra eru í notkun og í lagi miðað við dagsetninguna 11. maí 2012?
Fundi slitið kl. 13.35.
Eva Einarsdóttir
Eva Baldursdóttir Karl Sigurðsson
Stefán Benediktsson Kjartan Magnússon
Björn Gíslason Marta Guðjónsdóttir