No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2012, föstudaginn 11. maí var haldinn 162. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst kl. 11.08. Mættir: Eva Einarsdóttir formaður, Stefán Benediktsson, Karl Sigurðsson, Geir Sveinsson og Kjartan Magnússon. Jafnframt: Frímann Ari Ferdinardsson ÍBR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf fjármálastjóra Reykjavíkurborgar dags. 3. maí sl. vegna fjárhagsáætlunar 2013-2017.
2. Rætt um stúku hjá Fylki
Kl. 11.15 komu Eva Baldursdóttir, Drífa Baldursdóttir og Marta Guðjónsdóttir á fundinn.
3. Lagt fram yfirlit yfir framkvæmdir í sundlaugum 2012.
Lögð fram eftirfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir áhyggjum vegna ásigkomulags laugarkers Laugardalslaugar. Áratugir eru síðan fyrst var mælt með því af sérfræðingum að kerið yrði endurnýjað vegna aldurs. Mörg undanfarin ár hafa sérfræðingar lýst þeirri skoðun sinni að ekki verði lengur undan því vikist að endurnýja laugarkerið, ekki síst af öryggisástæðum. Það vekur því athygli að í yfirstandandi viðhalds- og endurbótaátaki vegna sundlauga Reykjavíkur sé ekki gert ráð fyrir neinum framkvæmdum við umrætt laugarker. Með tilliti til ástands kersins vakna spurningar um hvort ekki hefði verið eðlilegra að byrja á lagfæringu kersins eða endurnýjun áður en farið var í andlitslyftingu svæðisins og aðrar framkvæmdir, t.d. endurbætur á bökkum.
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Óskað er eftir greinargerð um ástand laugarkers Laugardalslaugar. Þar verði m.a. yfirlit yfir skýrslur sérfræðinga um ástand laugarkersins frá árinu 1986 og helstu niðurstöður þeirra. Einnig fari fram áhættumat vegna ásigkomulags kersins með tilliti til öryggis starfsmanna og gesta.og m.a. metin hættan á því að gluggar eða jafnvel heilir veggir bresti og hugsanlegt tjón af þess völdum. Þá er óskað eftir upplýsingum um hvort líkur séu á því að endurnýja þurfi bakka Laugardalslaugar að nýju, þegar laugarkerið þar verður endurnýjað.
4. Lagt fram minnisblað Skipulags- og byggingasviðs dags. 13. apríl sl. vegna aðstöðu fyrir rugby.
5. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra vegna reksturs mannvirkja í Laugardalnum.
6. Lögð fram að nýju tillaga Sjálfstæðisflokks frá síðasta fundi vegna ÍR og Leiknis.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að skoða leiðir til að styrkja tilraunaverkefni Íþróttafélags Reykjavíkur og Íþróttafélagsins Leiknis um samstarf í kvennaknattspyrnu í barna- og unglingaflokkum.
Samþykkt og vísað til skoðunar framkvæmdastjóra.
7. Lögð fram að nýju tillaga Sjálfstæðisflokks frá síðasta fundi varðandi hreinsunarstarf í borginni.
Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir því að komið verði á auknu samstarfi milli Reykjavíkurborgar og frjálsra félagssamtaka í því skyni að auka hreinsunarstarf í borginni og draga úr óþrifnaði. Skoðaðar verði leiðir til að semja við íþrótta- og æskulýðsfélög, eða einstakar deildir/flokka innan þessara félaga, um ruslatínslu og hreinsun á opnum svæðum gegn greiðslu.
Samþykkt og vísað til Framkvæmda- og eignasviðs og Umhverfis- og samgöngusviðs.
8. Lagt fram drög að bréfi til Strætó vegna aksturs í tengslum við íþrótta- og tómstundastarf.
Samþykkt með nokkrum breytingum.
9. Lögð fram drög að stefnumótun Reykjavíkurborgar og ÍBR.
Frestað.
kl. 12.30 véku Geir Sveinsson og Frímann Ari Ferdinardsson af fundi.
10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 25. apríl sl. þar sem vísað er til íþrótta- og tómstundaráðs tillögu Viktors Inga Lorange frá fundi borgarfulltrúa og Reykjavíkurráðs ungmenna.
Tillögunni er vísað til ÍTR til skoðunar í samvinnu við Reykjavíkurráð ungmenna.
11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 25. apríl sl. þar sem vísað er til íþrótta- og tómstundaráðs tillögu Dario Alexanders Ramos frá fundi borgarfulltrúa og Reykjavíkurráðs ungmenna.
Tillögunni er vísað til ÍTR og Vinnumiðlunar og óskað eftir tillögum til úrbóta.
12. Lögð fram hugmynd frá samráðsvefnum Betri Reykjavík: Lengri opnun um helgar í sundlaug, f. barnafólkið dags. 30. apríl sl.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
Þökkum umræðu um afgreiðslutíma sundstaða. Þann 1. júní n.k. verður afgreiðslutíma sundstaða breytt og lengdur í sumum laugum. Laugardalslaug er eftir sem áður opin til kl. 22:00 um helgar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá varðandi þessa svar.
13. Lögð fram hugmynd frá samráðsvefnum Betri Reykjavík: Upplýst skautasvell og skautaleigu á tjörnina dags. 30. apríl sl.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
FER annast rekstur skautasvells á Tjörninni, þegar þannig viðrar. Þar er m.a. lýsing. ÍBR annast rekstur Skautahallarinnar og á skauta til útleigu. ÍTR þakkar fyrir hugmyndina og mun taka málið upp næsta vetur um samstarf ÍBR og FER um lýsingu, skautaleigu o.fl.
14. Lögð fram hugmynd frá samráðsvefnum Betri Reykjavik: Baðhús við Skólavörðustíg dags. 30. apríl sl.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
Um þessar mundir er unnið að miklum endurbótum á sundlaugum í Reykjavík. Þá eru einnig til skoðunar möguleikar á stækkun og endurbótum á Sundhöll Reykjavíkur og er m.a. litið til útilaugar og aðstöðu til heilsuræktar. Þar sem Hegningarhúsið við Skólavörðustíg er ekki í eigu Reykjavíkurborgar heldur ríkisins og ekki er útlit fyrir að það breytist í náinni framtíð er ólíklegt að af þessari hugmynd geti orðið í bráð. ÍTR þakkar þó fyrir hugmyndina og umræðuna um hana.
15. Lögð fram eftirfarandi tillaga Besta flokksins og Samfylkingar:
Íþrótta- og tómstundaráð leggur til að framkvæmdastjóra ÍTR verði falið að kanna í samstarfi við Lýðheilsustöð hvort t.d. sveitarfélög á Norðurlöndunum, innan evrópusambandsins eða annarra ríkja sem við berum okkur gjarnan saman við séu með lýðheilsuverkefni hvers konar fyrir starfsmenn sína sem hluta af vinnuskyldu eða jákvæðum hvatabreytum í þá átt, með það að markmiðið að skoða hvort slík verkefni gætu verið fýsileg fyrir starfmenn borgarinnar. T.d. gæti það falist í heilsueflingu innan framlagðra vinnustundra starfsmanna. Einnig verði leitað að nýsköpunarverkefnum eða nýlegri þróun á sviði lýðheilsu í þessu sambandi, á sviði samgangna eða hreyfingar hvers konar. Óskað er eftir að skilað verði skýrslu um málið síðasta lagi í lok árs 2012, sem innihaldi m.a. tillögur um hvernig Reykjavíkurborg geti stuðlað að aukinni lýðheilsu fyrir starfsmenn sína og þannig verið leiðandi á sviði lýðheilsu og mannræktar hér á landi.
Frestað.
16. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur beinir því til Framkvæmda- og eignasviðs að gangast fyrir endurbótum og lagfæringum á félagssvæði Íþróttafélags Reykjavíkur við Skógarsel í samvinnu við félagið. Eru slíkar endurbætur fyrir löngu orðnar tímabærar. Lagfæra þarf aðkomu að svæðinu, umhverfi keppnisvallar, gönguleið frá félagshúsi að áhorfendastæði, ganga frá svæði milli áhorfendasæta og vallar, lagfæra frjálsíþróttasvæði, girðingar o.fl. Þá þarf að slétta grasæfingavelli, einkum á norðurhluta svæðisins.
Frestað.
17. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er eftir upplýsingum um ásigkomulag drykkjarfonta á útivistarsvæðum og annars staðar á almannafæri í Reykjavík. Um hve marga fonta er að ræða, hvernig dreifast þeir um borgina og hvernig er rekstri þeirra og viðhaldi háttað? Hve margir þeirra eru í notkun og í lagi miðað við dagsetninguna 11. maí 2012?
18. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er eftir upplýsingum um breytingar á leiksvæði barna milli Dúfnahóla og Hrafnhóla í Breiðholti. Svæðið er mikið notað af fjölmörgum börnum, sem búa í fjölbýlishúsunum við Blikahóla, Dúfnahóla, Gaukshóla, Hrafnhóla og Kríuhóla. Nýlega var kastali, sem verið hefur vinsælasta leiktæki svæðisins árum saman, fluttur á brott og sakna börnin í hverfinu hans mjög. Hefur börnunum verið tjáð að þau verði að fara út í Arahóla til að komast í slíkt leiktæki en það vilja foreldrar ekki þar sem þá verður ekki hægt að fylgjast með þeim úr viðkomandi fjölbýlishúsum. Mega börnin búast við því að nýr kastali verði settur upp á þessu fjölsótta leiksvæði í stað þess, sem var numinn á brott?
Fundi slitið kl. 13.00.
Eva Einarsdóttir
Eva Baldursdóttir Karl Sigurðsson
Stefán Benediktsson Kjartan Magnússon
Marta Guðjónsdóttir