No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð
Íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2012, föstudaginn 27. apríl var haldinn 161. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst kl. 11.00. Mættir: Eva Einarsdóttir formaður, Eva Baldursdóttir, Stefán Benediktsson, Marta Guðjónsdóttir, Karl Sigurðsson, Geir Sveinsson og Kjartan Magnússon. Jafnframt: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Frímann Ari Ferdinardsson ÍBR, Bragi Þór Bjarnason fjármálastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra rekstrar og þjónustu vegna afgreiðslutíma sundlauga. Lögð fram eftirfarandi bókun Mörtu Guðjónsdóttur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Marta Guðjónsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokks telur að breytingar á afgreiðslutímum sundlauga Reykjavíkur hefðu átt að vera sendar til umsagnar hverfisráða áður en ákvörðun um breytingar voru teknar.
Lögð fram eftirfarandi bókun íþrótta- og tómstundaráðs.
Fulltrúar ÍTR fagna niðurstöðu þeirrar vinnu sem átt hefur sér stað hjá starfsmönnum ÍTR við að bæta afgreiðslutíma sundlauga og þakka þeim gott starf. Með þessum breytingum er komið til móts við óskir og ábendingar notenda sundlauganna, en rúmur afgreiðslutími þeirra er í samræmi við stefnu ÍTR um bætt lífsgæði og aukna lýðheilsu.
2. Lagt fram bréf Hauks Hrafnssonar dags. 16. apríl sl. vegna Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.
Vísað til forstöðumanns Fjölskyldu- og húsdýragarðsins.
3. Lögð fram viðhaldsáætlun vegna íþróttamannvirkja félaga.
kl. 11.45 vék Eva Einarsdóttir af fundi.
4. Lagt fram að nýju yfirlit um rekstraruppgjör ÍTR 2011. Fjármálastjóri kynnti uppgjörið og svaraði fyrirspurnum.
kl. 12.00 vék Marta Guðjónsdóttir af fundi.
5. Rætt um vinabæjarráðstefna í Åbo.
6. Lögð fram skýrsla um frístundastrætó 2011.
7. Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri kynnti notkun á Frístundakortinu.
Umræðum frestað til næsta fundar.
8. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að skoða leiðir til að styrkja tilraunaverkefni Íþróttafélags Reykjavíkur og Íþróttafélagsins Leiknis um samstarf í kvennaknattspyrnu í barna- og unglingaflokkum.
Frestað.
9. Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir því að komið verði á auknu samstarfi milli Reykjavíkurborgar og frjálsra félagssamtaka í því skyni að auka hreinsunarstarf í borginni og draga úr óþrifnaði. Skoðaðar verði leiðir til að semja við íþrótta- og æskulýðsfélög, eða einstakar deildir/flokka innan þessara félaga, um ruslatínslu og hreinsun á opnum svæðum gegn greiðslu.
Frestað.
Fundi slitið kl. 12.50.
Eva Baldursdóttir
Karl Sigurðsson Stefán Benediktsson
Kjartan Magnússon Geir Sveinsson