Íþrótta- og tómstundaráð
Íþrótta- og tómstundaráð
Ár 2012, föstudaginn 13. apríl var haldinn 160. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst hann kl. 11.05. Viðstaddir: Eva Einarsdóttir formaður, Eva H. Baldursdóttir, Karl Sigurðsson, Stefán Benediktsson, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og Geir Sveinsson. Einnig: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi VG, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram þarfagreining vegna Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Svofelld bókun samþykkt:
Íþrótta- og tómstundaráð vill koma á framfæri þökkum til starsfólks Fjölskyldu- og húsdýragarðsins fyrir greinargóða og vel unna þarfagreiningu. Er hún mikilvægt verkfæri fyrir borgaryfirvöld í framtíðarmótun garðsins.
2. Lagt fram bréf FER dags. 21. mars sl. vegna tennisaðstöðu.
3. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá seinasta fundi:
Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir því við Framkvæmda- og eignasvið að mörkum verði komið fyrir á tveimur æfingavöllum fyrir barna- og unglingastarf, sem eru á félagssvæði Íþróttafélagsins Leiknis við Austurberg, þ.e. vestan og austan megin við gervigrasvöll félagsins. Alls er um fjögur mörk að ræða.
Samþykkt að vísa tillögunni til FER
4. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra ÍTR dags. 27. mars sl. vegna aðstöðu Leiknis við Austurberg. Vísað til FER.
5. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá síðasta fundi:
Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir því við Framkvæmda- og eignasvið að úttekt verði gerð á ásigkomulagi nýbyggingar Leiknishússins við Austurberg. Komið hafa fram gallar á húsinu, sem rétt er að séu metnir sem fyrst með tilliti til þess að um nýbyggingu er að ræða og þeir lagfærðir.. T.d. þarf að skoða leka á vesturhlið hússins og frágang á þaki, veggjum, svölum og gluggum. Samþykkt að vísa tillögunni til FER.
6. Rekstrarútkoma ÍTR 2011. Umræður.
7. Lagt fram bréf borgarlögmanns dags. 29. mars sl. vegna fyrirspurnar á 156. fundi um gjaldtöku í sund, sbr. 12. lið fundargerðarinnar.
8. Lagt fram þakkarbréf Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra dags. 16. mars sl.
9. Lögð fram drög að dagskrá vinabæjarráðstefnu í Åbo 15. – 18. ágúst nk.
Kl. 11.50 vék Marta Guðjónsdóttir af fundi.
10. Lögð fram svofelld tillaga minnihlutans ásamt greinargerð:
Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir því við ríkisvaldið að bundið slitlag verði lagt á veginn, sem liggur að útivistarsvæðinu í Skálafelli.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
11. Brettagarður Laugardal. Á fundinn kom Rúnar Gunnarsson frá FER og kynnti skipulagstillögur vegna uppbyggingarinnar.
Fundi slitið kl. 12.20
Eva Einarsdóttir
Eva H. Baldursdóttir Kjartan Magnússon
Stefán Benediktsson Geir Sveinsson
Karl Sigurðsson