Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 147

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2011, föstudaginn 21. okt. var haldinn 147. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst kl. 11.10. Mættir: Eva Einarsdóttir formaður, Karl Sigurðsson, Diljá Ámundadóttir og Marta Guðjónsdóttir, Ennfremur: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Bragi Þór Bjarnason fjármálastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram átta mánaða uppgjör ÍTR.

2. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar ásamt bréfi SSH vegna tillagna verkefnahóps á vegum SSH um rekstur íþróttamannvirkja á höfuðborgarsvæðinu.
Íþrótta- og tómstundaráð mælir með því við borgarráð að áfram verði unnið á vettvangi SSH og á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að útfæra frekar þær tillögur sem fram koma í erindi SSH dags. 30. sept. sl.
Íþrótta- og tómstundaráð gerir ekki efnislegar athugasemdir við þær tillögur og hugmyndir sem settar eru fram í tillögum verkefnahópsins um íþróttamál á vegum SSH.

3. Lögð fram að nýju eftirfarandi tillaga Sjálfstæðisflokksins:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að leita leiða til að bæta úr aðstöðuvanda Ungmennafélagsins Fjölnis í Grafarvogi fyrir inniíþróttagreinar, handknattleik og körfuknattleik. Skoðað verði hvort unnt sé að taka húsnæði í hverfinu á leigu til bráðabirgða og útbúa þar aðstöðu með hagkvæmum hætti.
Lögð fram eftirfarandi bókun Besta flokksins og Samfylkingar:
Ungmennafélagið Fjölnir í samvinnu við ÍTR og FER hafa um nokkurt skeið kannað möguleika á að bæta aðstöðu félagsins vegna inniíþróttagreina. Áfram verður unnið að þessu máli. Er tillögunni vísað til frekari meðferðar þessara aðila.

- Kl. 11.20 komu Geir Sveinsson og Bjarni Þór Sigurðsson á fundinn.

4. Lögð fram áskorun Foreldrafélags Foldaskóla dags. 16. október sl. vegna sparkvalla á skólalóðum.
Íþrótta- og tómstundaráð skorar á Framkvæmda- og eignasvið að setja framkvæmdir vegna sparkvallar á lóð Foldaskóla á framkvæmdaáætlun 2012. Auk þess óskar ráðið eftir 3ja ára framkvæmdaáætlun vegna sparkvalla.

Gert var 15 mín. fundarhlé.

5. Fjármálastjóri og framkvæmdastjóri kynntu drög að fjárhagsáætlun.
Umræður.

Fundi slitið kl. 13.35.

Eva Einarsdóttir

Karl Sigurðsson Diljá Ámundadóttir
Bjarni Þór Sigurðsson Geir Sveinsson
Marta Guðjónsdóttir