Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 13

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2005, fimmtudaginn 8. september var haldinn 13. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 08:30. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Ingvar Sverrisson, Andrés Jónsson, Svandís Svavarsdóttir, Bolli Thoroddsen og Benedikt Geirsson. Jafnframt sátu fundinn Kolbeinn Már Guðjónsson, Reynir Ragnarsson, Ómar Einarsson, og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð seinasta fundar.

2. Fundartími í vetur. Samþykkt að 2. og 4. fimmtudagur í mánuði verði fastir fundatímar íþrótta- og tómstundaráðs kl. 11:30.

3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjóra dags. 23. júní sl. vegna samþykktar borgarráðs á skipuritum einstakra sviða hjá Reykjavíkurborg.
Jafnframt lagt fram skipurit ÍTR.

4. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 18. ágúst sl. þar sem tilkynnt er að Kolbeinn Már Guðjónsson taki sæti sem varaáheyrnarfulltrúi í íþrótta- og tómstundaráði í stað Agnars F. Helgasonar.

5. Lagt fram minnisblað ÍTR og ÍBR dags. 30. júní sl. vegna hverfaskipulags íþróttafélaga í Grafarholti, Árbæjarsvæði og Úlfarsárdal.
Íþrótta- og tómstundaráð gerir ekki athugasemdir við málið.

6. Lögð fram yfirlýsing ÍBR, ÍTR og Fylkis dags. 30. júní sl. vegna hverfaskiptingar og fl.
Íþrótta- og tómstundaráð gerir ekki athugasemdir við málið.

7. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 29. ágúst vegna samninga við Ármann og Þrótt vegna framkvæmda í Laugardal og fl. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 22. júlí sl. vegna samþykktar borgarráðs um byggingu fimleikahúss í Laugardal.

8. Lagt fram bréf skipulags- og byggingaráðs dags. 22. ágúst sl. vegna strandblakvallar í Laugardal.

9. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 6. september sl. vegna samninga KSÍ varðandi uppbyggingu á Laugardalsvelli.

10. Lagt fram sexmánaðauppgjör vegna reksturs ÍTR.

11. Lögð fram bréf Fjármálasviðs Ráðhússins dags. 29. og 30. júní sl. vegna uppgjörs 2005 og fjárhagsramma 2006.

12. Lagt fram bréf jafningjafræðslunnar dags. 13. júní sl. vegna starfsemi veturinn 2005 – 2006.

13. Lögð fram viðhorfskönnun meðal eldri borgara sem sóttu Laugardalslaug í júní sl.

14. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Víkings dags. 23. júní sl. ásamt ársreikningi og ársskýrslu félagsins fyrir árið 2004.

15. Lagt fram bréf Hilmu H. Sigurðardóttur dags. í júlí vegna verkefnisins Framtíð í nýju landi.
Vísað til skrifstofustjóra æskulýðsmála.

16. Lögð fram skýrsla ÍBR um íþróttaskóla fyrir 6 ára börn í Reykjavík veturinn 2004-2005.

17. Fulltrúar R-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að leggja til við framkvæmdaráð borgarinnar að nú þegar verði hafinn undirbúningur að hönnunarsamkeppni um framtíðaruppbyggingu Laugardalslaugar. Hönnunarsamkeppnin fari fram í ársbyrjun 2006.
Samþykkt samhljóða.

18. Íþróttamannvirki í Suður-Mjódd.
Fulltrúar R-listans lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að leggja til við framkvæmdaráð borgarinnar að nú þegar verði hafinn hönnun og síðar útboð á gervigrasvelli fyrir ÍR í Suður-Mjódd í samræmi við samþykkt skipulag.
Miðað verði við að fyrsti áfangi í útboði geti farið fram í vetur og að völlurinn verði tilbúinn til notkunar sumarið 2006.
Jafnframt verði skipuð, af framkvæmdasviði, sérstök forsagnar-, hönnunar- og framkvæmdanefnd með fulltrúum framkvæmdasviðs, ÍR og ÍTR vegna þessarar framkvæmdar og til að fara frekar yfir forsendur fyrir íþróttahús í Suður-Mjódd.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Á 350. fundi íþrótta- og tómstundaráðs 19. ágúst 2004, var samþykkt einróma sú tillaga sjálfstæðismanna að hefja viðræður við Íþróttafélag Reykjavíkur um byggingu íþróttahúss á svæði félagsins við Skógarsel. Samkvæmt tillögunni er stefnt að því að nýtt íþróttahús verði vígt á 100 ára afmæli félagsins árið 2007 og er ljóst að vel þarf að standa að verki, eigi það markmið að nást. Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir því að hraða undirbúningsvinnu vegna nýbyggingar íþróttahúss ÍR með það að markmiði að framkvæmdir við húsið hefjist á árinu 2006. Brýnt er að sem fyrst verði tekin ákvörðun um stærð, gerð og staðsetningu hússins í samráði við stjórn ÍR og að tryggt verði fé til framkvæmdanna í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2006.
Tillaga sjálfstæðismanna felld með 4 atkvæðum gegn 3.

Fulltúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Á fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, 19. ágúst 2004, var samþykkt einróma sú tillaga sjálfstæðimanna að hefja samningaviðræður við Íþróttafélag Reykjavíkur, Knattspyrnufélagið Víking og Ungmennafélagið Fjölni um lagningu gervigrasvalla á félagssvæðum þeirra. Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að hraða undirbúningsvinnu vegna málsins í samráði við stjórnir viðkomandi félaga með það að markmiði að framkvæmdir við lagningu vallanna hefjist á næsta ári. Brýnt er að tryggja fé til framkvæmdanna í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2006.
Tillaga sjálfstæðismanna felld með 4 atkvæðum gegn 3.

Tillaga R-listans borin upp og samþykkt samhljóða.

19. Íþróttamannvirki í Stjörnugróf.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að stefnt verði að því að hönnun og fyrsti áfangi framkvæmda við gervigrasvöll á svæði Víkings geti hafist á árinu 2006 og að völlurinn verði tilbúin til notkunar sumarið 2007.
Samþykkt samhljóða.

20. Lagt fram að nýju erindi framkvæmdasráðs dags. 14. júní vegna íþróttamannvirkja í Suður-Mjódd. Fulltrúar aðalstjórnar ÍR komu á fundinn.
Jafnframt lagt fram bréf ÍBR dags. 30. ágúst sl. vegna málsins.

21. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 6. september sl. varðandi Frístundaheimilin.

22. Lagt fram bréf Félags einstæðra foreldra dags. 31. ágúst sl. vegna frístundaheimila.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svofellda tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að taka upp viðræður við Kennaraháskóla Íslands og e.t.v. fleiri skóla á framhalds- og háskólastigi á sviði kennslu- og barnastarfs með það að markmiði að störf á frístundaheimilum verði að enhverju leyti metin til námseininga í viðkomandi skólum. Ef slíkt samstarf tekst á milli Reykjavíkurborgar og viðkomandi skóla myndi það án efa hvetja nemendur úr þessum skólum til að koma til starfa á frístundaheimilum borgarinnar og draga þannig úr manneklu.
Samþykkt samhljóða.

23. AJ lagði fram eftirfarandi tillögu í framhaldi af 13. lið fundargerðar íþrótta- og tómstundaráðs frá 4. febrúar sl:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að standa að ræðukeppni meðal nemenda efri bekkja grunnskóla veturinn 2005-2006. Um er að ræða keppni sem lagðist af árið 2001 en nú er áhugi á að endurvekja. Keppnin yrði rekin á vegum ÍTR en grunnskólunum væri í sjálfsvald sett hvort þeir tækju þátt eða ekki.
Tillaga er um að forsvarsmönum Íþrótta- og tómstundasviðs verði falið að ganga til samninga við Atla Bollason, áhugamann um keppnina, og verði þetta fyrirkomulag til reynslu til eins árs.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt samhljóða.

24. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að gerður verði samningur við Íþróttafélagið Leikni í Breiðholti um stuðning borgaryfirvalda um starf íþróttafulltrúa á vegum félagsins. Samningurinn taki mið að þeim samningum, sem þegar hafa verið gerðir við önnur hverfisíþróttafélög í borginni.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.

25. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að hefja undirbúning að nýbyggingu félagshúss fyrir íþróttafélagið Leikni. Framkvæmdastjóra er falið að vinna að þarfagreiningu ásamt skipulagslegri og byggingafræðilegri úttekt vegna hússins í samráði við stjórn félagsins.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.

Fundi slitið kl. 11:00.

Anna Kristinsdóttir

Ingvar Sverrisson Svandís Svavarsdóttir
Andrés Jónsson Kjartan Magnússon
Benedikt Geirsson Bolli Thoroddsen