Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2011, föstudaginn 28. janúar var haldinn 128. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 11:20.
Mættir: Eva Einarsdóttir formaður, Diljá Ámundadóttir, Hilmar Sigurðsson, Bjarni Þór Sigurðsson, Kjartan Magnússon, Geir Sveinsson og Marta Guðjónsdóttir.
Jafnframt: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Atvinnumál ungs fólks. Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri kynnti atvinnumál ungs fólks ásamt Gerði Dýrfjörð deildarstjóra upplýsinga- og atvinnumála hjá Hinu Húsinu.
Lögð fram eftirfarandi bókun íþrótta- og tómstundaráðs:
Á 128. fundi íþrótta- og tómstundaráðs föstudaginn 28. janúar var haldinn ítarleg kynning á stöðu atvinnumála ungs fólks í Reykjavík. Í kjölfarið vill íþrótta- og tómstundaráð hvetja kjörna fulltrúa og borgarráð til þess að setja fram skýra stefnu í avinnumálum ungs fólk og að samvinna verði aukin milli sviða í þessum málahópi.
Lagt er til að komið verði á samvinnuhópi milli sviða nú þegar til að vinna aðgerðaráætlun fyrir 1. mars sem lögð verður fyrir borgarráð til ákvörðunar um þau úrræði sem ungu fólki verður boðið uppá í borginni í sumar.
Kl. 11:45 vék Geir Sveinsson af fundi og Björn Gíslason tók við.
2. Rætt um starfsáætlun ÍTR.
3. Lögð fram skýrsla um ódýrari frístundir.
4. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra tómstundamála um sumarstarf 8. bekkinga í grunnskólum.
Lögð fram eftirfarandi bókun Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna:
Fulltrúar sjálfstæðismanna og Vinstri grænna telja það afar brýnt að leitað verði allra leiða til að hægt verði að bjóða 8. bekkingum vinnu í sumar á vegum Vinnuskólans og/eða annarra stofnana á vegum Reykjavíkurborgar.
5. Lögð fram skýrsla um sumaropnun félagsmiðstöðva 2010.
6. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu dags. 6. janúar sl. vegna þriggja ára áætlunar Reykjavíkurborgar.
7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra menningarmála dags. 13. janúar sl. ásamt skýrslu um menningarfánann.
8. Lagðar fram embættisfærslur erinda sem borist hafa íþrótta- og tómstundaráði, alls 3 mál.
Fundi slitið kl. 12:55.
Eva Einarsdóttir
Diljá Ámundadóttir Hilmar Sigurðsson
Bjarni Þór Sigurðsson Kjartan Magnússon
Björn Gíslason Marta Guðjónsdóttir