Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 125

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2010, föstudaginn 10. desember var haldinn 125. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í frístundamiðstöðinni Kampi og hófst kl. 11.10. Viðstaddir: Diljá Ámundadóttir formaður, Eva H. Baldursdóttir, Hilmar Sigurðsson, Ragnar Hansson, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir og Geir Sveinsson. Einnig: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttamála, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri tómstundamála, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram tillaga Sjálfstæðisflokks varðandi styrk til KFUM og K vegna byggingarframkvæmda í Vatnaskógi sbr. 124. fundargerð lið7. Einnig lögð fram verkefnaáætlun KFUM og K 2007 – 2013 og styrkumsókn félagsins.
Frestað.

2. Lögð fram að nýju tillaga Sjálfstæðisflokks v/Úlfarsársdals sem samþykkt var á síðasta fundi, samanber fundargerðir 117. fundar og 124. fundar.
Formaður lagði til að tillagan hljóði þannig:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur beinir því til borgarráðs að haldið verði áfram framkvæmdum við gervigrasvöll á íþróttasvæði Fram í Grafarholti / Úlfarsárdal með það að markmiði að hann verði tekinn í notkun á árinu 2011.
Samþykkt.

3. Lagt fram minnisblað skrifstofu íþróttamála dags. 8. des. sl. um afgreiðslutíma stundstaða 2011.

4. Lagt fram yfirlit um gjaldskrármál hjá ÍTR frá og með 1. janúar nk.

5. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 7. desember sl. vegna samnings milli ÍBR, ÍTR og borgaryfirvalda vegna styrkja til íþróttafélaga 2011.

- Kl. 11.50 vék Marta Guðjónsdóttir af fundi.

Kjartan Magnússon lagði fram svofellda bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eindregið eftir því að við yfirstandandi samningagerð við íþróttafélög verði séð til þess að þau komist hjá því að fækka tímum í íþróttamannvirkjum vegna barna- og unglingastarfs á árinu 2011. Einnig er óskað eftir því að íþróttafélögum í Reykjavík verði bættur sá aukni kostnaður sem þau verða fyrir á næsta ári vegna stórfelldra hækkana á gjaldskrám Orkuveitu Reykjavíkur.

6. Lagt fram bréf Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu dags. 10. nóv. sl. með beiðni um umsögn vegna umsókna um skemmtanahald fyrir 14 ára og eldri á skemmtistöðum, jafnframt lögð fram drög að umsögn.

- Kl. 11.05 kom Áslaug Friðriksdóttir á fundinn.
- Kl. 11.10 vék Ómar Einarsson af fundi.

Umsögn samþykkt. Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon sátu hjá.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 2. desember sl. vegna Forvarana- og framfarasjóðs og yfirferðar reglna og tilnefningar í starfshóp.
Samþykkt að Diljá Ámundadóttir taki sæti í starfshópnum.

8. Húsnæðismál frístundaheimilis við Háteigsskóla. Skrifstofustjóri skrifstofu tómstundamála gerði grein fyrir undirbúningi húsnæðis.

- Kl. 12.30 kom Ómar Einarsson á fundinn.

9. Austurbæjarskóli.
Skrifstofustjóri skrifstofu tómstundamála gerði grein fyrir stöðu mála varðandi húsnæði fyrir félagsaðstöðu.

10. Leikir á opnum svæðum.
Frestað til næsta fundar.

11. Lögð fram skýrsla um félagsmiðstöðvarhópa í samstarfi við Vinnuskólann.
Skrifstofustjóri skrifstofu tómstundamála fylgdi skýrslunni úr hlaði.

12. Lögð fram ársskýrsla Skátasambands Reykjavíkur vegna 2009.

Fundi slitið kl. 13.20

Diljá Ámundadóttir
Eva H. Baldursdóttir Kjartan Magnússon
Hilmar Sigurðsson Geir Sveinsson
Ragnar Hansson Áslaug Friðriksdóttir