Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 122

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2010, föstudaginn 12. nóvember var haldinn 122. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í borgarráðsherbergi Ráðhússins og hófst kl. 11.00. Viðstaddir: Eva H. Baldursdóttir, Hilmar Sigurðsson, Einar Örn Benediktsson, Ragnar Hansson, Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon og Geir Sveinsson. Einnig sátu fundinn: Hermann Valsson áheyrnarfulltrúi, Ingvar Sverrisson frá ÍBR, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri íþróttamála, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri tómstundamála, Bragi Þór Bjarnason fjármálastjóri, Snorri Jóelsson starfsmannastjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram minnisblað ÍBR varðandi könnunina „Ungt fólk“ sem fram fór meðal nemenda í 8.-10. bekk í Reykjavík varðandi íþróttastarf í Reykjavík.

2. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 28. okt. sl. þar sem vísað er til meðferðar framkvæmdastjóra ÍTR bréfi ÍBR frá 15. okt. sl. varðandi aðgerðaráætlun vegna stefnumótunar íþróttamála til 2020.

3. Lagt fram bréf ÍSÍ dags. 27. okt. sl. vegna Smáþjóðaleika á Íslandi 2015.

4. Lagt fram erindisbréf dags. 3. nóv. sl. varðandi starfshóp um greiningu tækifæra til sameiningar leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila.

5. Lögð fram ný reglugerð um öryggi á sundstöðum.

6. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 29. okt. sl. varðandi hugmyndir um Evrópubikarkeppni í frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli 2011 og þær úrbætur sem gera þarf á vellinum.

7. Lagt fram bréf mannréttindastjóra dags. 4. nóv. sl. þar sem óskað er umsagnar ÍTR um tillögu Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna sem samþykkt var á fundi mannréttindaráðs 3. nóv. sl. varðandi samskipti leik- og grunnskóla og trúar- og lífsskoðunarhópa.
Frestað.

8. Lögð fram og kynnt drög að fjárhagsáætlun ÍTR fyrir árið 2011.

Fundi slitið kl. 13.15

Eva H. Baldursdóttir

Hilmar Sigurðsson Marta Guðjónsdóttir
Ragnar Hansson Geir Sveinsson
Einar Örn Benediktsson Kjartan Magnússon