Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 11

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2005, þriðjudaginn 24. maí var haldinn 11. fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl.12:15. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Andrés Jónsson, Svandís Svavarsdóttir, Benedikt Geirsson, Kjartan Magnússon og Bolli Thoroddsen. Jafnframt sátu fundinn Frímann Ari Ferdinardsson, Ómar Einarsson, Gísli Árni Eggertsson og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð seinasta fundar.

2. Lögð fram drög að þjónustusamningi milli Íþrótta- og tómstundaráðs og þjónustumiðstöðva í hverfum.

3. Lagður fram samstarfssamningur á milli Reykjavíkurborgar, ÍTR og ÍBR.

- Kl. 12:25 kom Ingvar Sverrisson.

4. Lagt fram minniblað sviðsstjóra dags. 23. maí sl. vegna samstarfssamninga milli ÍTR og eftirtalinna íþróttafélaga:
• Knattspyrnufélags Reykjavíkur
• Íþróttafélags Reykjavíkur
• Knattspyrnufélagsins Vals
• Íþróttafélagsins Fylkis
• Ungmennafélagsins Fjölnir
• Glímufélagsins Ármanns
• Knattspyrnufélagsins Fram
• Knattspyrnufélagsins Víkings
• Golfklúbbs Reykjavíkur
• Íþróttafélagsins Leiknis
• Júdófélags Reykjavíkur
• Skautafélags Reykjavíkur
• Skautafélagsins Bjarnarins
• Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur
• Sundfélagsins Ægis

5. Lögð fram að nýju tillaga sjálfstæðismanna frá seinasta fundi:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkir að leita leiða til að bæta aðstöðu til útileikja og íþróttaiðkunar í Gamla Vesturbænum. Stefnt skal að því að sparkvöllur með gervigrasi verði kominn í hverfið eigi síðar en árið 2006.
Samþykkt og vísað til Skipulagssviðs, Framkvæmdasviðs og Menntasviðs til umsagnar.

6. Lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR dags. 23. maí sl. varðandi Taflfélagið Hrókinn vegna styrkumsóknar félagsins.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkti málsmeðferð sviðsstjóra ÍTR. BT og SS sátu hjá.

Fundi slitið kl. 13:15

Anna Kristinsdóttir
Ingvar Sverrisson Svandís Svavarsdóttir
Andrés Jónsson Kjartan Magnússon
Benedikt Geirsson Bolli Thoroddsen