No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2010, föstudaginn 21. maí var haldinn 112. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 11.05. Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Valgerður Sveinsdóttir, Björn Gíslason, Sigfús Ægir Árnason, Sóley Tómasdóttir, Oddný Sturludóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt: Egill Örn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram samantekt Samráðshóps um forvarnir dags. 11. maí sl.
2. Lagt fram bréf Íbúasamtaka Grafarholts, foreldrafélaga í Grafarholti og yngri flokka Fram dags. 24. apríl sl. varðandi íþrótta- og tómstundastarf í hverfinu.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar Íbúasamtökum Grafarholts og foreldrafélaga í Grafarholti fyrir ábendingar varðandi íþrótta- og tómstundastarf í hverfinu. Nú þegar er starfsemi á vegum ÍTR, Knattspyrnufélagsins Fram, Guðríðarkirkju, Sæmundarskóla, Ingunnarskóla og fleiri aðila sem miðar að þátttöku barna og unglinga. Í ár er gert ráð fyrir að íþróttahús við Sæmundarskóla verði tekið í notkun og aðstaða í Leirdal verði bætt. Þá má benda á að í Úlfarsárdal er í byggingu húsnæði fyrir skóla, leikskóla og frístundaheimili og sparkvöllur sem kemur á lóð skólans. Íþrótta- og tómstundaráð beinir því til nýs íþrótta- og tómstundaráðs, ÍTR og annarra ráða og sviða borgarinnar sem þetta mál varðar að setja fram tímasetta aðgerðaráætlun í þessum málaflokki.
3. Lagt fram bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 17. maí sl. vegna breytinga á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fylkis.
4. Lagt fram að nýju minnisblað KRR um staðsetningu sparkvalla í Reykjavík.
Lögð fram eftirfarandi bókun:
Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir þá forgangsröðun sem kemur fram í ábendingum KRR en er jafnframt meðvitað um að vellirnir nýtist til fjölbreyttari nota en knattspyrnuiðkunar. Jafnframt er mikilvægt að skoðuð verði fjölbreyttari notkun á þessum leiksvæðum. Í ár er gert ráð fyrir völlum við Háteigsskóla, Ölduselsskóla og Vesturbæjarskóla. Næst verði síðan lögð áhersla á Melaskóla, Norðlingaskóla, Engjaskóla, Breiðagerðisskóla, Selásskóla, Borgaskóla, Foldaskóla og Húsaskóla.
5. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra ÍTR dags. 19. maí sl. vegna stefnumótunar í sparkvallarmálum.
6. Lagt fram bréf fulltrúa skólaráðs Breiðagerðisskóla og stjórnar foreldrafélags Breiðagerðisskóla dags. 17. maí sl. til menntaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs vegna húsnæðismála frístundaheimilisins Sólbúa.
7. Lögð fram að nýju tillaga Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vegna lóðarinnar að Keilugranda 1.
Íþrótta- og tómstundaráð óskar eftir því við borgarráð að kannaðir verði möguleikar á að Reykjavíkurborg leysi til sín lóðina Keilugranda 1 af skipulagsástæðum með það að markmiði að hún muni í framtíðinni að hluta til eða að öllu leyti nýtast í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfs í Vesturbænum.
Frestað.
8. Rætt um hátíðarhöld á 17. júní.
Lögð fram eftirfarandi bókun SJS:
Þeirri ósk er beint til Ríkisstjórnar Íslands að sjá til þess að skugga verði ekki varpað á hátíðarhöld á þjóðhátíðardegi Íslendinga með því að að ákveðið verði að hefja aðildarviðræður á milli Íslands og Evrópusambandsins á þeim degi. Hér er um viðkvæmt deilumál að ræða og minna má á að meirihluti þjóðarinnar hefur lýst sig andvígan aðild að sambandinu.
Undir þessa bókun tóku: KM, VS, BG, SÆÁ, ST og EÖJ.
Lögð fram eftirfarandi bókun OS:
ÍTR er fáránlegur vettvangur til að ræða utanríkismál, hvað þá hvenær ESB heldur fundi sína. 17. júní á að vera dagur barnanna í borginni - ekki andstæðra fylkinga í Evrópumálum.
Fundi slitið kl. 11.55.
Kjartan Magnússon
Valgerður Sveinsdóttir Björn Gíslason
Sigfus Ægir Árnason Stefán Jóhann Stefánsson
Sóley Tómasdóttir Oddný Sturludóttir