Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2010, föstudaginn 9. apríl var haldinn 109. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Fylkishöllinni og hófst kl. 11:05. Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Valgerður Sveinsdóttir, Björn Gíslason, Sigfús Ægir Árnason, Sóley Tómasdóttir, Oddný Sturludóttir og Stefán Jóhann Stefánsson.
Jafnframt: Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram að nýju bréf Oslóborgar vegna höfuðborgarráðstefnu um íþróttamál í júní n.k.
kl. 11:15 komu Egill Örn Jóhannsson og Ingvar Sverrisson á fundinn.
kl. 11:20 kom Ómar Einarsson á fundinn.
2. Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð lýsir yfir stuðningi við þá vinnu, sem átt hefur sér stað á vettvangi stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins vegna snjóframleiðslu í Bláfjöllum og Skálafelli og telur æskilegt að framkvæmdir hefjist sem fyrst þegar fyrir liggi kostnaðaráætlun og aðrar upplýsingar vegna ólíkra valkosta.. Nauðsynlegt er að vanda til undirbúnings, vinna málið í fullu samráði við umhverfis- og skipulagsyfirvöld og aðra aðila. Einnig er mikilvægt að gæta ýtrustu hagkvæmni varðandi stofnkostnað og rekstur og nýta þá reynslu, sem þegar hefur fengist við snjóframleiðslu hérlendis á öðrum skíðasvæðum.
Frestað.
3. Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að mörkuð verði stefna um áframhaldandi uppbyggingu á aðstöðu til íþróttaiðkunar og hreyfileikja í hverfum borgarinnar. Brýnt er að fjárveitingar til íþrótta- og tómstundamála og til endurbóta á skólalóðum nýtist sem best. Rétt er að á næstu árum verði megináhersla lögð á að bæta slíka aðstöðu á skólalóðum borgarinnar enda liggja þær vel við flestum íbúahverfum og reynslan sýnir að aðstaðan nýtist best í tengslum við útiveru nemenda á skólatíma og síðan í frjálsum leik og íþróttastarfsemi utan skólatíma. Einnig verði staðið fyrir úrbótum í þeim íbúahverfum sem eru langt frá næstu skólalóð. Áhersla verði lögð á fjölbreytilegan leik og íþróttaiðkun beggja kynja.
Tilraunir verði gerðar með íþrótta-róló, útileiksvæði fyrir fjölskyldur þar sem fólk á ólíkum aldri getur komið saman og stundað hreyfingu og leiki.
Stefnumótun þessi verði unnin í samvinnu við Framkvæmda- og eignasvið, Menntasvið, Umhverfis- og samgöngusvið og Mannréttindaskrifstofu og Leikskólasvið.
Samþykkt samhljóða.
kl. 12:15 véku Ómar Einarsson og Ingvar Sverrisson af fundi.
4. Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir kynnti frumkvöðla- og tilraunaverkefni ÍTR, Menntasviðs, Leikskólasviðs og Menningar- og ferðamálasviðs um #GLmenningaruppeldi#GL.
Íþrótta- og tómstundaráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Íþrótta- og tómstundaráð þakkar Arnfríði Sólrúnu Valdimarsdóttur fyrir fróðlega kynningu á tilraunaverkefni ÍTR, Menntasviðs, Leikskólasviðs og Menningar- og ferðamálasviðs um menningaruppeldi barna og þakkar henni vel unnin störf í þágu verkefnisins.
5. Framkvæmdastjóri Fylkis, Örn Hafsteinsson kynnti starfsemi félagsins og svaraði fyrirspurnum ásamt lykilstarfsmönnum félagsins.
Íþrótta- og tómstundaráð lagði fram eftirfarandi bókun:
ÍTR þakkar fyrir fróðlega kynningu á starfsemi Íþróttafélagsins Fylkis og þakkar félaginu fyrir ómetanlegt starf í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfs í borginni.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar lýsa yfir ánægju með þær fyriráætlanir að félagið fái aðstöðu fyrir fimleika, karate og aðrar inniíþróttir í svonefndu Mest-húsi í Norðlingaholti og bindur góðar vonir við að hin mikla aðstöðubót, sem í því felst, muni efla barna- og unglingastarf Fylkis til mikilla muna. Í húsinu verður einnig sköpuð góð aðstaða í þágu æskulýðs- og frístundatarfs í Norðlingaholti og verður með því bætt úr brýnni þörf.
kl. 13:20 véku Sóley Tómasdóttir og Valgerður Sveinsdóttir af fundi.
Fundi slitið kl. 13:45.
Kjartan Magnússon
Sigfús Ægir Árnason Björn Gíslason
Stefán Jóhann Stefánsson Oddný Sturludóttir