Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 105

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2010, föstudaginn 26. febrúar var haldinn 105. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Egilshöllinni og hófst kl. 11:15.
Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Valgerður Sveinsdóttir, Björn Gíslason, Sigfús Ægir Árnason, Oddný Sturludóttir og Stefán Jóhann Stefánsson.
Jafnframt: Haraldur Egilsson áheyrnarfulltrúi, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist

1. Formaður Fjölnis, Jón Karl Ólafsson, kynnti starfsemi Fjölnis og svaraði fyrirspurnum ásamt lykilstarfsmönnum félagsins.

kl. 11:50 kom Sóley Tómasdóttir á fundinn.
kl. 11:55 kom Ingvar Sverrisson á fundinn.

2. Rætt um og farið yfir drög að borgarráðssamþykkt um rekstur frístundaheimila.

3. Lögð fram tillaga að styrkjaúthlutun vegna ársins 2010.
Samþykkt samhljóða.

4. Lagt fram bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 9. feb. sl. vegna samráðsfunda í hverfum vegna endurskoðunar Aðalskipulags Reykjavíkur.

5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 11. feb sl. vegna samþykktar borgarráðs varðandi skóla í Úlfarsárdal

6. Framkvæmdastjóri sagði frá hugmyndum um íþróttaaðstöðu í Grafarholti og Úlfarsárdal.

7. Rætt um rekstraruppgjör ÍTR 2009.

8. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 17. des. sl. vegna öflugri forvarna og stuðning til stofnana vegna álags í kjölfar kreppu.
Vísað til samstarfsnefndar um forvarnir.

9. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 17. des sl. um tillögu í borgarstjórn um ódýrari frístundir.
Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 22. feb. sl. vegna tillögu í borgarstjórn 16. feb. sl. um ódýrari frístundir.
Einnig lagt fram bréf minnisblað ÍTR dags. 22. feb. sl. vegna málsins. Í því kemur fram að fyrirhugaður er fundur með fulltrúum félaga og samtaka, forstöðumönnum ÍTR o.fl. til að ræða m.a. þau atriði sem fram koma í tillögunni.
Fulltrúum í íþrótta- og tómstundaráði verður boðið að taka þátt í fundinum.
Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar þakka fyrir minnispunkta frá framkvæmdastjóra ÍTR um það sem áunnist hefur til að gera frístundir ódýrari fyrir börn og ungmenni í Reykjavík. Því er fagnað að ákveðið hefur verið að blása til sérstaks fundar með ÍTR og forystusveitum íþróttafélaga til að ræða þetta brýna mál svo enn meiri árangri megi ná.

10. Kjartan Magnússon, Valgerður Sveinsdóttir og Stefán Jóhann Stefánsson voru skipuð í þjóðhátíðarnefnd.

11. Fulltrúi Vinstri grænna lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Þar sem opnað verður fyrir umsóknir um sumarstörf hjá borginni í næstu viku óskar fulltrúi Vinstri grænna í íþrótta- og tómstundaráði eftir upplýsingum frá Vinnumiðlun ungs fólks um hversu mörg störf verði í boði á vegum ólíkra fagsviða borgarinnar hjá miðluninni.


Fundi slitið kl. 13:40

Kjartan Magnússon

Valgerður Sveinsdóttir Sigfús Ægir Árnason
Björn Gíslason Sóley Tómasdóttir
Stefán Jóhann Stefánsson Oddný Sturludóttir