Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 104

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2010, föstudaginn 12. febrúar var haldinn 104. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 11:15. Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Valgerður Sveinsdóttir, Björn Gíslason, Sigfús Ægir Árnason, Sóley Tómasdóttir, Oddný Sturludóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt: Egill Örn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi, Ingvar Sverrisson ÍBR, Eygló Rúnarsdóttir, verkefnisstjóri, Sigrún Sveinbjörnsdóttir verkefnisstjóri, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 7. janúar sl. vegna frístundaheimila.
Starfsmenn skrifstofu ÍTR kynntu samþættingu íþrótta- og tómstundaráðs og skóla.

Lögð fram sameiginleg bókun íþrótta- og tómstundaráðs:

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur lýsir yfir ánægju sinni með þá miklu og árangursríku vinnu, sem starfsfólk Íþrótta- og tómstundasviðs, Menntasviðs og Framkvæmda- og eignasviðs borgarinnar, hefur innt af hendi á undanförnum árum við að bæta og samræma skóla- og frístundastarf í borginni. Með skýrri áherslu á lausnir, gott samstarf milli sviða og þjónustulund gagnvart börnum, hefur margvíslegum hindrunum verið rutt úr vegi fyrir metnaðarfulla uppbyggingu á þjónustu frístundaheimilanna. Mikil aðsókn á frístundaheimili ásamt jákvæðum niðurstöðum úr þjónustukönnunum sýnir svo ekki verður um villst að mikil og almenn ánægja ríkir með starfsemi þeirra. Nýjungar eins og safnfrístund í Vesturbæ lofa góðu fyrir áframhaldandi þróun frístundaheimila. Átak hefur verið gert í húsnæðismálum frístundaheimila sem hefur skilað þeim árangri að húsnæðisaðstaða er víðast hvar góð eða vel viðunandi.

Þrátt fyrir góðan árangur er ástæða til að setja markið hærra og stefna að enn frekari samþættingu skóla og frístunda barna, m.a. með ríkari samvinnu Menntasviðs og Íþrótta- og tómstundasviðs og auknu samstarfi við íþróttafélög, önnur æskulýðssamtök og tónlistarskóla. Í þessu skyni tekur Íþrótta- og tómstundaráð heils hugar undir bréf framkvæmdastjóra ÍTR og fræðslustjóra frá 17. desember sl. þar sem fjallað er um ýmsar aðgerðir, sem nú þegar hefur verið hrundið í framkvæmd, ásamt hugmyndum, sem miða að því að efla samstarf sviðanna enn frekar við rekstur frístundaheimila. Sem fyrr verður stefnt að samþættum vinnudegi skóla og frístundaheimila þannig að skólastarf, hvíld, tómstundir, frístundaheimili, íþróttir og tónlist myndi samfelldan vinnudag hjá börnum í 1. – 4. bekk. Áhersla verði lögð á að leita leiða til að finna frístundastarfinu stað innan samfellds skóladags í stað þess að koma í lok vinnudags. Íþrótta- og tómstundasvið og Menntasvið vinni sameiginlega að þessu markmiði.

2. Lögð fram drög að tillögu að styrkjaúthlutun ráðsins fyrir árið 2010.
Frestað.

3. Lögð fram drög að dagskrá norrænnar vinabæjarráðstefnu í Reykjavík 22.-25. sept. 2010 um íþrótta- og tómstundamál.

Fundi slitið kl. 12:30

Kjartan Magnússon
Valgerður Sveinsdóttir Björn Gíslason
Sigfús Ægir Árnason Sóley Tómasdóttir
Oddný Sturludóttir