No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2010, föstudaginn 5. febrúar var haldinn 103. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 hófst kl. 11:05. Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Valgerður Sveinsdóttir, Björn Gíslason, Sigfús Ægir Árnason, Sóley Tómasdóttir, Oddný Sturludóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt: Egill Örn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi, Frímann Ari Ferndinandsson, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 8. jan. sl. vegna gerðar þriggja ára áætlunar.
2. Lögð fram tillaga til menntaráðs, leikskólaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs vegna skóla, leikskóla og frístundaheimilis í Úlfarsárdal:
Lagt er til að stofnaður verði skóli í Úlfarsárdal sem sameinar í eina stofnun leikskóla og grunnskóla ásamt frístundastarfi fyrir börn frá eins árs aldri til tólf ára. Skólinn heyri undir Menntasvið en gerður verði þjónustusamningur við Leikskólasvið og Íþrótta- og tómstundasvið. Lagt er til að skólinn starfi eftir bókun 5 í kjaraamningi Kennarasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaga vegna grunnskóla. Framtíðarskipulag skólastarf í Úlfarsárdal verði unnið í ljósi reynslunnar af þessum skóla.
Samþykkt samhljóða.
Lögð fram sameiginleg bókun:
Íþrótta- og tómstundaráð fagnar tilurð nýs skóla í Úlfarsárdal sem byggir á samþættingu og samrekstri leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs. Í undirbúningsvinnu við skólana í dalnum kom fram skýr krafa foreldra um að vinnudagur nemenda yrði samþættur öðru tómstunda- og íþróttastarfi. Tilraun til að sameina krafta tómstundafræðinga, kennara og annars starfsfólks skólanna og afmá þar með skilin á milli skólastarfs annars vegar, og tómstundastarfs hins vegar er krefjandi verkefni og krefst náinnar samvinnu og nýrrar hugsunar í lærdómsumhverfi barna.
Ráðið áréttar mikilvægi þess að sérstöðu frítímans verði gert hátt undir höfði í rekstri nýs grunnskóla í Úlfarsárdal. Nauðsynlegt er að á vettvangi mennta-, leikskóla-, og íþrótta- og tómstundaráðs verði skilgreint í hverju samþættingin á að eiga sér stað, að hverju þarf að huga og hvernig tryggt verði að ólíkir eiginleikar starfseininganna fái notið sín til hlítar.
Í
- Kl. 11:20 kom Steinþór Einarsson á fundinn.
3. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra tómstundamála vegna starfs fyrir 10-12 ára.
Fulltrúi Vinstri grænna óskaði bókað:
Það er aðdáunarvert að sjá hvernig starfsfólki íþrótta- og tómstundasviðs tekst að nýta það fjármagn sem ráðstafað hefur verið til starfs fyrir börn í 5.-7. bekk. Fulltrúi Vinstri grænna ítrekar þó enn og aftur mikilvægi þess að fjármagn verði aukið til aldurshópsins, enda með öllu óásættanlegt hvernig þessi viðkvæmi hópur hefur orðið útundan í pólítískri stefnumótun fram til þessa.
4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 7. janúar sl. þar sem vísað er til umfjöllunar íþrótta- og tómstundaráðs tillögum um rekstur frístundaheimila.
Frestað.
5. Lagður fram að nýju samningur um starfsemi og rekstur á Kjalarnesi sbr. 98. fundur liður 15.
6. Lögð fram bréf Skautasambands Íslands dags. 26. nóv. sl. og Íshokkísambands Íslands dags. 24. nóv. sl. varðandi Skautahöllina í Laugardal.
7. Lagt fram minnisblað starfshóps ÍTR, ÍBR og íþróttafélaga vegna umsóknar um áfengisleyfi í íþróttamannvirkjum.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
Íþrótta- og tómstundaráð mælir ekki með því að í íþróttamannvirkjum séu gefin út vínveitingaleyfi í flokki III.
Samþykkt samhljóða.
8. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍTR dags. 27. jan. sl. vegna Gufuness.
Vísað til borgarráðs.
9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjóra dags. 21. jan. sl. ásamt samantekt af vinnu atvinnumálahóps
Fulltrúar Samfylkingar óskuðu bókað:
Fulltrúar Samfylkingarinnar brýna meirihluta ÍTR í því að bregðast hratt við niðurstöðum vinnufundar sem Atvinnumálahópur stóð fyrir um framtíðarfyrirkomulag atvinnumála 13-18 ára ungmenna. Ákvarðanna er þörf enda sumarið á næsta leyti og því þarf að hafa hraðar hendur ef hugsa á fyrir þörfum ungmenna á aldrinum 13-18 ára yfir sumartímann.
9. Lögð fram að nýju tillaga Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sbr. 15. liður seinasta fundar:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að hefja undirbúning að lagningu upphitaðs sparkvallar á lóð Vesturbæjarskóla.
Samþykkt samhljóða.
10. Lögð fram að nýju tillaga Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sbr. 16. liður seinasta fundar:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að hefja undirbúning að lagningu upphitaðs sparkvallar á lóð Ölduselsskóla.
Samþykkt samhljóða.
11. Lögð fram að nýju tillaga Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sbr. 17. liður seinasta fundar:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að hefja undirbúning að lagningu körfuknattleiksvallar úr gúmmíefni (tartani) á skólalóð í Breiðholti.
Samþykkt samhljóða.
- Kl. 12:25 vék Sóley Tómasdóttir af fundi.
12. Lögð fram að nýju tillaga Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sbr. 18. liður seinasta fundar:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að beina því til Framkvæmdasviðs og Umhverfissviðs að viðræður verði teknar upp við Hestamannafélagið Fák í því skyni að fegra umhverfi reiðsvæðisins í Víðidal og bæta aðstöðu hestamanna þar.
Samþykkt samhljóða.
13. Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að senda handknattleikslandsliðinu og Handknattleikssambandi Íslands heillaóskir vegna frábærrar frammistöðu á nýafstöðu Evrópumóti í handknattleik.
Fundi slitið kl. 12:40
Kjartan Magnússon
Valgerður Sveinsdóttir Björn Gíslason
Sigfús Ægir Árnason Stefán Jóhann Stefánsson
Oddný Sturludóttir
.