No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2010, þriðjudaginn 12. janúar var haldinn 102. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu hófst kl. 14.05. Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Valgerður Sveinsdóttir, Björn Gíslason, Sigfús Ægir Árnason, Sóley Tómasdóttir, Pétur Markan og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt: Egill Örn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi, Ómar Einarsson framkvæmdastjóri, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Reykjavíkurmaraþons dags. 15. des. sl. vegna aðstöðumála vegna undirbúnings Reykjavíkurmaraþons 2010.
2. Lagt fram yfirlit um iðkendur íþróttafélaga í Reykjavík 2008.
3. Lagt fram bréf stjórnar Skógarmanna KFUM vegna framkvæmda í Vatnaskógi og beiðni um styrk.
4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 17. des. sl. vegna tillögu í borgarstjórn um öflugri forvarnir og stuðning til stofnana vegna álags í kjölfar kreppu. Tillögunni er vísað til ÍTR og mannauðsstjóra.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR til umsagnar.
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 17. des. sl. vegna tillögu í borgarstjórn um ódýrari frístundir fyrir börn og fjölskyldur. Tillögunni var vísað til íþrótta- og tómstundaráðs.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR til umsagnar
6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. des. sl. vegna samþykktar borgarstjórnar á viðbótarfjárveitingu til ÍTR að upphæð 15.0 m.kr. vegna félagsmiðstöðvarhópa.
7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. des. sl. vegna samþykktar borgarstjórnar á viðbótarfjárveigingu til ÍTR að upphæð 33.0 mkr. vegna langra daga á frístundaheimilum.
8. Lagt fram bréf ÍBR dags. 28. des. sl. vegna tilnefningar í starfshóp ÍBR og ÍTR og Samfoks um forvarnir.
Anna Lilja Sigurðardóttir verður fulltrúi ÍBR, Sigfús Ægir Árnason og Sóley Tómasdóttir verða fulltrúar íþrótta- og tómstundaráðs.
9. Lagt fram afrit af bréfi til borgarráðs dags. 17. des. sl. frá fræðslustjóra og framkvæmdastjóra ÍTR vegna frístundaheimila.
10. Lagt fram afrit af bréfi dags. 10. des. sl. frá skrifstofustjóra gatna- og eignaumsýslu hjá Framkvæmda- og eignasviði vegna notkunar á neðri hæð í Austurbergi 3, Breiðholtslaug.
Vísað til framkvæmdastjóra ÍTR og Framkvæmda- og eignasviðs.
kl. 14.50 vék Soffía Pálsdóttir af fundi.
11. Lagt fram yfirlit um aðsókn í sundlaugar og Fjölskyldugarðinn 2009.
12. Lögð fram tillaga að fiskabúri í Vesturbæjarlaug.
Vísað til Framkvæmda- og eignasviðs.
13. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 15. des. sl. varðandi aðstöðumál í Nauthólsvík og stofnun sjósundsfélags.
Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að taka upp viðræður við nýstofnað Sjósundfélag Reykjavílkur um leiðir til að bæta aðstöðu fyrir sjósundmenn og baðgesti í Nauthólsvík. Meðal annars verði skoðað hvort hægt sé að fjölga heitum pottum við þjónustumiðstöðina eða stækka þann sem fyrir er. Einnig verði skoðaðir möguleikar á að koma upp gufubaði í lausu rými í miðstöðinni.
Samþykkt.
14. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks:
Íþrótta- og tómstundaráð felur framkvæmdastjóra að vinna að útfærslu frístundasamgangna í hverfum borgarinnar með hliðsjón af minnisblaði ÍTR og Íþróttabandalags Reykjavíkur um málið frá 2. desember 2009. Í þeim tilvikum, sem íþróttaæfingar og æskulýðsstarf eru fyrir kl. 16:30 á daginn og starfið er utan göngufæris fyrir börn á frístundaheimilum, verði leitast við að gera íþróttafélagi kleift að flytja börnin á æfingar eða í starfið með svokölluðum frístundastrætó. Rætt verði við eftirtalin íþróttafélög í þessu skyni: Fram, Fylki, Knattspyrnufélag Reykjavíkur, Val, Víking, Þrótt, Ármann, Íþróttafélag Reykjavíkur og Fjölni.
Samþykkt.
15. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að hefja undirbúning að lagningu upphitaðs sparkvallar á lóð Vesturbæjarskóla.
Frestað.
16. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að hefja undirbúning að lagningu upphitaðs sparkvallar á lóð Ölduselsskóla.
Frestað.
17. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að hefja undirbúning að lagningu körfuknattleiksvallar úr gúmmíefni (tartani) á skólalóð í Breiðholti.
Frestað.
18. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að beina því til Framkvæmdasviðs og Umhverfissviðs að viðræður verði teknar upp við Hestamannafélagið Fák í því skyni að fegra umhverfi reiðsvæðisins í Víðidal og bæta aðstöðu hestamanna þar.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.
Fundi slitið kl. 15.10.
Kjartan Magnússon
Valgerður Sveinsdóttir Björn Gíslason
Sigfús Ægir Árnason Stefán Jóhann Stefánsson
Sóley Tómasdóttir Pétur Markan