Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 101

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2009, föstudaginn 11. desember var haldinn 101. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Bæjarhálsi 1 og hófst kl. 12.20. Viðstaddir: Kjartan Magnússon formaður, Valgerður Sveinsdóttir, Björn Gíslason, Sigfús Ægir Árnason, Sóley Tómasdóttir, Oddný Sturludóttir og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt: Egill Örn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi, Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri, Steinþór Einarsson skrifstofustjóri, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri og Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynning á viðmiðum atvinnuhóps borgarráðs. Oddný Sturludóttir og Sigurður
Snævarr kynntu.

Kl. 13.05 kom Ingvar Sverrisson á fundinn.

2. Lagt fram bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 18. nóv. sl. vegna breytingu á deiliskipulagi við Sólvallagötu 67 vegna boltagerðis.

3. Lagt fram bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 18. nóv. sl. vegna göngu- og hjólreiðastíga í Öskjuhlíð.

4. Lagt fram bréf borgaráðs dags. 16. nóv. sl. ásamt samþykkt Íbúasamtaka Norðlingaholts frá 9. nóv. sl. varðandi hugyndir um aðstöðu fyrir íþrótta-, félags- og tómstundastarf barna og unglinga í MEST-húsinu.

5. Lagt fram bréf Íbúasamtaka Grafarholts dags. 26. nóv. sl. vegna aðstöðumála í hverfinu.

6. Í framhaldi af bókun Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista frá 98. fundi vegna áfengisauglýsinga ef lögð fram sameiginleg bókun allra flokka:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hvetur framleiðendur og innflytjendur bjórdrykkja og fjölmiðla til að hætta birtingu auglýsinga á slíkum drykkjum, því ljóst má vera að tilgangurinn er að auglýsa áfenga drykki jafnvel þótt í einhverjum tilvikum sé gerð tilraun til að koma lögmætum stimpli á auglýsingar með lágum áfengisprósentutölum. Auglýsingum þessum virðast mörgum hverjum ætlað að ná til ungs fólks og þær vinna gegn forvörnum í áfengismálum.

7. Lagt fram bréf Íshokkísambands Íslands dags. 24. nóv. sl. og Skautasambands Íslands dags. 26. nóv. sl. vegna Skautahallar í Laugardal.
Óskað er eftir upplýsingum um kosti og galla þess að borgin reki Skautahöllina.

8. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra ÍBR dags. 30. nóv. sl. vegna samþykktar stjórnar ÍBR um samstarf íþróttafélaga og frístundamiðstöðva í hverfum.

9. Lagt fram bréf Sundsambands Íslands dags. 18. nóv. sl. vegna sölustarfsemi í Laugardalslaug.
Erindið hlýtur ekki stuðning.

Kl. 14.00 vék Ingvar Sverrisson af fundi.

10. Rætt um spurningakeppni grunnskólanna #GLNema hvað#GL sem lögð hefur verið af.
Frestað.

11. Lagt fram minnisblað starfshóps ÍTR og ÍBR dags. 2. des. varðandi frístundasamgöngur.
Sigrún Sveinbjörnsdóttir fulltrúi í starfshópnum kom á fundinn og kynnti minnisblaðið.

12. Rætt um hvatningaverðlaun frístundaheimilanna.
Skrifstofustjóra tómstundamála farið að móta reglur um hvatningaverðlaunin.

Fundi slitið kl. 14.20.

Kjartan Magnússon

Valgerður Sveinsdóttir Björn Gíslason
Sigfús Ægir Árnason Stefán Jóhann Stefánsson
Oddný Sturludóttir Sóley Tómasdóttir