No translated content text
Íþrótta- og tómstundaráð
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ
Ár 2005, miðvikudaginn 11. maí var haldinn 10. fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl.11:40. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Ingvar Sverrisson, Andrés Jónsson, Svandís Svavarsdóttir og Benedikt Geirsson. Jafnframt sátu fundinn Agnar Freyr Helgason, Ómar Einarsson, Gísli Árni Eggertsson og Helga Björnsdóttir sem skrifaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð seinasta fundar.
2. Lagt fram ársyfirlit Fjölmiðlavaktarinnar um starfsemi Hins Hússins vegna ársins 2004.
3. Lagt fram bréf Foreldra- og styrktarfélags Öskjuhlíðarskóla dags. 28. apríl sl. varðandi frístundaheimili fyrir 5.-10. bekk í Öskjuhlíðarskóla næsta vetur.
- kl. 11:45 kom Kjartan Magnússon á fundinn.
4. Rætt um málefni Taflfélagsins Hróksins.
Frestað. Samþykkt að óska eftir ársreikningi.
5. Lagt fram bréf Hverfisráðs Árbæjar dags. 29.04. sl. varðandi smokkasjálfsala á starfsstöðum ÍTR.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR.
6. Lagt fram bréf Skylmingafélags Reykjavíkur dags. 22. apríl sl. þar sem ÍTR og ÍBR er þakkaður stuðningur við félagið seinustu ár.
7. Lagt fram bréf forvarnarnefndar dags. 27. apríl sl. þar sem óskað er eftir umsögn um drög að stefnumótun nefndarinnar.
Vísað til umsagnar æskulýðsfulltrúa ÍTR.
8. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Víkings dags. 5. apríl sl. varðandi gervigrasvöll fyrir félagið. Jafnfram lagt fram bréf Víkings dags. 18. apríl sl. varðandi sama.
Vísað til sviðsstjóra ÍTR.
9. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Þróttar dags. 20. apríl sl. varðandi strandblakvöll fyrir félagið í Laugardal.
Vísað til sviðsstjóra.
10. Lögð fram umsögn forstöðumanns Hins Hússins dags. 14. apríl sl. varðandi erindi Tónlistarþróunarmiðstöðvar sbr. fund íþrótta- og tómstundaráðs frá 18. mars sl. 4. lið.
Vísað til aðstoðarframkvæmdastjóra og forstöðumanns Hins Hússins.
11. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjóra dags. 13. apríl sl. þar sem vísað er til íþrótta- og tómstundaráðs tillögum frá fundi borgarstjóra, borgarfulltrúa og fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna.
12. Lagt fram bréf Áhugamannafélagsins Svals dags. 2. maí sl. vegna aðstöðu til æfinga.
13. Lagt fram bréf Skautafélagsins Bjarnarins dags. 10. apríl sl. vegna starfsmannamála o.fl.
14. Rætt um málefni Siglingafélags Reykjavíkur – Brokeyjar.
15. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 10. maí sl. v/fjárhagsútkomu 2004.
16. Fulltrúar sjálfstæðismanna lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkir að leita leiða til að bæta aðstöðu til útileikja og íþróttaiðkunar í Gamla Vesturbænum. Stefnt skal að því að sparkvöllur með gervigrasi verði kominn í hverfið eigi síðar en árið 2006.
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Frestað.
17. Fulltrúi sjálfstæðismanna KM var með fyrirspurn um starfsemi á Kjalarnesi.
Fundi slitið kl. 12:45
Anna Kristinsdóttir
Ingvar Sverrisson Svandís Svavarsdóttir
Andrés Jónsson Kjartan Magnússon
Benedikt Geirsson