Íþrótta- og tómstundaráð - Fundur nr. 1

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2004. Föstudaginn 21. janúar var haldinn 357. fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl.12:00. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Ingvar Sverrisson, Svandís Svavarsdóttir, Andrés Jónsson, Kjartan Magnússon, Friðjón Friðjónsson, Bolli Thoroddsen, Margrét Sverrisdóttir og Reynir Ragnarsson. Jafnframt: Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og Gísli Árni Eggertsson aðstoðar-framkvæmdastjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Formaður bauð í upphafi fundar nýja fulltrúa velkomna til starfa í ráðinu.

2. Lögð fram fundargerð seinasta fundar.

3. Fundartími ráðsins og næstu fundir ákveðnir.

4. Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. desember sl. þar sem tilkynnt er kjör fulltrúa í Íþrótta- og tómstundaráð til loka kjörtímabilsins.
Formaður var kjörinn Anna Kristinsdóttir. Aðrir fulltrúar voru kjörnir; Ingvar Sverrisson; Svandís Svavarsdóttir; Andrés Jónsson; Kjartan Magnússon; Benedikt Geirsson og Bolli Thoroddsen.
Varamenn voru kjörnir: Helena Ólafsdóttir; Guðrún Erla Geirsdóttir; Grímur Atlason; Magnús Már Guðmundsson; Friðjón Friðjónsson; Elín Gränz; Loftur Már Sigurðsson.
Framboðslisti Frjálslyndra og óháðra tilnefndi Margréti Sverrisdóttur, áheyrnarfulltrúa og til vara Agnar Helgason.

Kosning varaformanns Íþrótta- og tómstundaráðs. Varaformaður var kosinn Ingvar Sverrisson.

5. Lögð fram samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar dags. 20. júlí 2004.

6. Lögð fram drög að nýju skipuriti fyrir Íþrótta- og tómstundasvið og stoðdeildir á aðalskrifstofu.

7. Lagt fram bréf fjármáladeildar Ráðhússins dags. 22. desember sl. vegna breytinga á frumvarpstölum í fjárhagsáætlun.

8. Lagt fram minnisblað forstöðumanns Fasteignastofu dags. 5. janúar sl. vegna kostnaðar við nýja sundlaug í Laugardal. Fram kemur að framkvæmdir voru um 7#PR undir áætlun. Fundarmenn voru á einu máli að vel hafi verið að verkinu staðið og þeir sem að framkvæmdinni stóðu eigi hrós skilið.

9. Lagt fram bréf Hverfisráðs Hlíða dags. 23. desember sl. vegna smíðavallar við Hlíðaskóla.

10. Lögð fram skýrsla umboðsmanns barna 1995-2005.

11. Lögð fram tillaga framkvæmdastjóra um úthlutun styrkja Íþrótta- og tómstundaráðs 2005.
Samþykkt. KM, BT og FF sátu hjá.
Einnig var formanni og aðstoðarframkvæmdastjóra falið að móta nýjar reglur um viðmið við úthlutun styrkja til starfsemi félaga.
12. Lögð fram tillaga R-listans um fjármál íþróttafélaga:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að leggja til við borgarráð að ÍTR fái heimild til að ganga til samninga við þau íþróttafélög sem greitt hafa meira en umsamin 20#PR vegna framkvæmda á undanförnum árum. Þetta á við um þær framkvæmdir þar sem samið var um að framkvæmdir væru kostaðar að 80#PR af Reykjavíkurborg og 20#PR af viðkomandi íþróttafélagi.
Greinargerð:
Fyrir liggur úttekt Innri endurskoðunar borgarinnar vegna þeirrar kröfu félaganna að hlutur íþróttafélaganna vegna slíkra framkvæmda hafi í sumum tilfellum numið meira en umsömdum 20#PR og jafnframt greinargerð framkvæmdastjóra ÍTR vegna þessa. Lagt er til að gengið verði frá skriflegu samkomulagi til tveggja til þriggja ára við viðkomandi félög vegna uppgjörs og framkvæmda þar sem m.a. komi fram að félögin muni ekki ráðast í frekari framkvæmdir á samningstímanum og að greiðslur til viðkomandi félags verði ekki inntar af hendi af hálfu Reykjavíkurborgar nema í samráði við aðalstjórn félagsins og viðskiptabanka þess. Jafnframt komi fram að ÍTR sé heimilt að óska reglulega eftir upplýsingum um fjárhagsstöðu viðkomandi félags og að aðalstjórn félagsins hafi heildaryfirsýn og ábyrgð á öllum fjármálum viðkomandi félags.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svofellda bókun:
Við styðjum tillöguna enda lítum við svo á að með henni sé verið að framfylgja tillögu sjálfstæðismanna um sama efni sem samþykkt var á fundi ÍTR í júní 2004. Vegna greinargerðar með tillögu R-listans er rétt að taka fram að umrædd úttekt innri endurskoðunar borgarinnar lá fyrir á fyrri hluta síðasta árs en í framhaldi af henni var tillaga sjálfstæðismanna um lausn málsins lögð fram og samþykkt af ÍTR í júní 2004 eins og fyrr segir.

Klukkan 14.00 viku ÓE, MS og RR af fundi

13. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svofellda tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að endurskoða styrkjakerfi Reykjavíkurborgar gagnvart íþróttafélögunum með þær breytingar að markmiði að í stað núverandi fyrirkomulags komi kerfi þjónustusamninga við hverfisíþróttafélögin og fleiri félög eftir atvikum, t.d. á sviði æskulýðsmála. Í slíkum samningum verði kveðið á um fastar greiðslur frá Reykjavíkurborg til viðkomandi félags. Á móti skuldbindi félagið sig til að veita ákveðna þjónustu, t.d. reka og viðhalda ákveðnum mannvirkjum og bjóða fram þjónustu fyrir börn og unglinga í viðkomandi hverfi eða á skilgreindu sviði.
Frestað.

14. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svofellda tillögu:
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir að leita leiða til að tengja hitunarkerfi við hina nýju gervigrasvelli á félagssvæðum Fram, Fylkis og Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Hitunarkerfin eru til staðar undir viðkomandi völlum en eftir er að tengja þau. Stefnt skuli að því að ljúka tengingu og gangsetningu kerfanna á árinu svo unnt verði að hefja upphitun vallanna næsta vetur.
Frestað.

Fundi slitið kl. 14.05.

Anna Kristinsdóttir
Ingvar Sverrisson Svandís Svavarsdóttir
Andrés Jónsson Friðjón Friðjónsson
Kjartan Magnússon Bolli Thoroddsen