Íþrótta- og tómstundaráð - Fundu rnr. 26

Íþrótta- og tómstundaráð

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2006, mánudaginn 27. febrúar var haldinn 26. fundur íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 11:10. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Andrés Jónsson, Ingvar Sverrisson, Svandís Svavarsdóttir, Benedikt Geirsson, Bolli Thoroddssen og Friðjón Friðjónsson. Jafnframt sátu fundinn: Frímann Ari Ferdinardsson, Margrét Sverrisdóttir og Ómar Einarsson sviðsstjóri sem skrifaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð seinasta fundar.

2. Lögð fram að nýju greinargerð Nýsis hf. dags. 23. janúar sl. vegna íþróttaaðstöðu við Víkurveg. Jafnframt lagt fram minnisblað sviðsstjóra ÍTR dags. 25. janúar og umsögn ÍBR dags. 8. feb. sl.
Einnig lagt fram bréf skipulagsfulltrúa dags. 22. júlí 2005 þar sem vísað er til umsagnar tillögu að breytingu á deiliskipulagi á lóð Egilshallar.
Einnig lagt fram afrit af bréfi sviðsstjóra ÍTR dags. 14. sept. 2005 til skipulagsráðs þar sem fram kemur að íþrótta- og tómstundaráð geri ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi með ákveðnum fyrirvörum.
Jafnframt lögð fram að nýju drög að samningi milli Reykjavíkurborgar og Nýsis vegna málsins.
Íþrótta- og tómstundaráð samþykkir samhljóða samningsdrögin samhljóða fyrir sitt leyti og mælir með því við borgarráð að gengið verði til samninga við Nýsi á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga um skipti á landi undir bílastæði gegn framkvæmdum við gervigrasvelli o.fl.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar sjálfstæðismanna fagna framlögðum drögum að samningi við Egilshöll, með þeim fyrirvara að fulltrúar flokksins eru nú að fá kynningu á samningnum í núverandi útgáfu í fyrsta sinn og áskilja sér rétta til að skoða einstaka þætti hans betur á milli funda.
Jafnframt leggja fulltrúar flokksins áherslu á að gott samstarf hefur verið á milli Egilshallar og Fjölnis er varðar íþrótta og æskulýðsmál á svæðinu og fagna yfirlýsingu beggja aðila er varðar þau mál.
Mikilvægt er að Egilshöll fari ekki inná hefðbundna starfsemi sem Fjölnir veitir í hverfinu. Ennfremur lýsa fulltrúar flokksins ánægju með áhuga á frekari uppbyggingu á svæðinu samanber samningsdrögin.

Fulltrúar R-listans lögðu fram eftirfarandi bókun:
Óskum Grafarvogsbúum til hamingju með samning sem gefa mun nýjan gervigrasvöll og fjóra nýja battavelli auk tennisvallar í hverfinu.

Fundi slitið kl. 11:25

Anna Kristindóttir

Ingvar Sverrisson Andrés Magnússon
Svandís Svavarsdóttir Benedikt Geirsson
Bolli Thoroddsen Friðjón Friðjónsson